VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.7.03

Þriðjudagsúði... og vikan fullpökkuð fyrir minn smekk.... matarboð og kaffiboð hægri-vinstri og svo nálgast helgin óðfluga. Laugarvatn og bústaðurinn tekinn næstu helgi... grill-potturinn-skot og snafsar-video-nammi-göngutúrar og þið getið rétt ímyndað ykkur. Eyjarnar látnar eiga sig í þetta skiptið, enginn leigubíll tekinn á Bakka og flogið yfir í 100 vindstigum í óþökk foreldra og forráðamanna...
Helgin var fín, fór í ræktina sem er meira en hægt er að segja um undanfarnar helgar en ég hef ekki alveg getað drullað mér á bassann í musteri líkamsræktar sökum skemmtanalífs það sem af er sumri... kötu skvís til mikillar mæðu :-)
Helgin var boðin velkomin með grilli í Hafnarfirði!!!! þar sem hvítvín var sötrað undir góðri tónlist. Aðeins kíkt niðrí bæ þar sem flestir voru á svipaðri röltbylgjulengd og við "asin" draugabær...
G&G klikkuðu ekki á KB á laugardagskvöldinu þar sem dansað var uppá borðum og pulsan tekin...
Stemmningin er soldið blaut núna svo ég græt söltum tárum og bið ykkur vel að lifa meðan ég glotti út í annað
sniff sniff
LOL
Mæbba

|

24.7.03

Hvaða rugl er það að ég megi ekki taka þátt í stjörnuleitinni á stöð 2 vegna aldurs!!!!!!!! eins og góðvinkona mín benti mér og sjálfri sér á??? Ég er sárlega móðguð hérna enda ekki einu sinni orðin 29(hmmm Ziggy) og fíla ekki að vera útilokuð frá einhverju.... nú langar mig ýkt að vera með... er farin að plana heavy atriði þar sem að ég syng og dansa eins og Britney f*** Spears...
ætla svo að mæta með skilríkin hennar Kötu skvís og sjarmera Bubba upp úr skónum... Sigga verður löngu fallin að fótum mér... ekki málið!!!
Sé ykkur í Hollívúdd
ástarkveðja
Britney

|

23.7.03

Hver verður nr. 9999??? Ertu maður eða mús, pike eða skítaspaði???

|

Fjárfesti í ljósmyndum í gær..... geggjaðar og risastórar-innrammaðar í svarta ramma. Þær fara beint upp á stofuvegg og eiga eftir að vera megaflottar. Fékk þær á afslætti enda þekki ég listamanninn :-) og spókaði um með honum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Fórum á Sólon í snarl og í Mál og menningu.. enduðum í stúdíó og skoðuðum brúðkaupsmyndir.... vá hvað fólk er rosalega hamingjusamt á þessum myndum.... það einhver veginn glóir! Rómantíkin svífur yfir og allir ætla að lifa happely ever after.... :-) Hvunær ætli mar gifti sig... hmmmmmm??? ha?? Svariði því núna???

|

22.7.03

Ég er ennþá að jafna mig eftir helgina.... ég sver það mér hefur verið byrlað eitur.... var því í bakkgír í gær... fór samt í ræktina á eftir vinnu og labbaði á 4... með grjót í maganum meðan gæinn við hliðina á mér hljóp eins og moðerfokker... ég tók bara mín hænuskref og horfði á Seinfeld... hei og svo var það ein gella sem gekk um allt og var mjög bissí að horfa á sig í speglunum... setti í sig fléttur og tagl.... hmmm nei best að hafa það slegið....kræst svo var hún komin úr bolnum og stóð þarna á toppnum að teygja eitthvað á... ég og Kata skvís brostum út í annað :-)
svo var það Taken með Ziggy hæfæ... merkilegt hvað er búið að blása þetta upp... ég var bara soldið spennt og við skelltum spólunni í og biðum í klukkutíma eftir að þátturinn myndi byrja!! Frekar svona rólegt... og söguþráðurinn minnti mig bara á helgina... aliens að spóka sig og steikjast eitthvað! Fórum svo í ísbíltúr með Hafdísi... ég meina ég var í missjoni að stækka grjótið í maganum mínum... kannski að það myndi plompa!!!! Vaknaði svo tiltölulega hress í morgen.... held að þetta sé bara allt saman að koma......

|

21.7.03

Þessi helgi var BARA súrealísk og ekkert annað... ekki einu sinni Dali hefði getað toppað hana...
Kokteila-partíið fór bara alveg með helgina... en djöll var gaman...
kokteilar-myndavél-Hverfiz-druslan hann ***-steikhúsið 22-grafarvogur-tremma-klossi klósett-afmæli-piss og kúkur-tarot-Hveragerði-franskar-draugar-martröð.... já reyniði að toppa þetta......!!!! þessi helgi var bara frá helvíti og ekkert annað.....
hvað er líka með fólk???? hvað er að þessu liði???? Terminator tekur á þessu .. ég meina þegar að vélmennin ná yfirhöndinni verður þessu pakki eytt.... og Mr. steik verður bræddur með hinum frönskunum og étinn af öpum!

|

17.7.03

Fór á Charlies angels í gær og vóhóóóóóóóó eru þær GIDVIKAR!!!!??? Ég sat þarna með nammi og kók sem mér bara svelgdist á...... magavöðvar hægri vinstri og þvílíka gellukeyrslan.... líka geggjað gaman að sjá þær alltaf í nýjum og nýjum átfittum... þær voru bara geggjaðar.... þó sérstaklega Diaz... hvað er hún að pæla.. hún er þokkalega flott, djísús... ég er orðin lessa....ég er ekki að djóka .... that smile... and that BODY!!!

Sat í sólinni í gær og endurheimti smá brúnku sem eins og áður var greint frá finnst í sturtubotninum mínum..... en fékk þessa þvílíku hammara hjá mömmu og pabba (sem kann sko að grilla) og át á mig gat.... ummmm

Fór í barnasaumó um daginn.... og var tekin í misgripum fyrir eitt af börnunum.... ein lítil sem fannst ég greinilega ekki mömmuleg...... en ég á greinilega skv. nýjustu heimildum að fara að skella einu í ofninn .... en það þarf nú tvo til.... býður einhver sig fram???? he he he....

|

14.7.03

TOPHELGI að baki..... Diljá bloggaði snilldarlega um föstudagskvöldið (þið getið lesið það hjá henni) en djöll vorum við sætar með blómin í hárinu og í blómafötunum okkar..... algjörir blómálfar... allaveganna voru tveir álfar inn á klósetti að spúa en svo bara djamma meira, djamma meira...... og dansa meira og dansa meira........ og tjútta og tjútta og spruuuuuuuuuuuuuuungin og blómið dautt..... you have to water my flower..... bíddu var það ekki Monica sem að kallaði júnóvatt "the flower"???? Hvur er sérfræðingu í Friends hérna á klakanum hmmmmmm Maj-Beil... nýja nikkneimið mitt... finnst það ekki alveg passa.... hmmmmDill......????

Átti ofvirkan laugardag....ryksugaði, skúraði, eldaði fyrir 7 manns og endaði upp í sófa í video-glápi en mikið var hlegið á Gunnunni þetta kvöld.... Ég var með ítalskt þema og kokkaði rosa gott þó að ég segi sjálf frá..... öll fjölskyldan var í skýjunum og það segi ég satt.... he he...

Sunnudagurinn eyddist upp á methraða í Grunninum...kjulli, kjulli og aftur kjulli.....

ps. er það norður eða ammæli næstu helgi?????

|

11.7.03

Allt eins og það á að vera...... þetta er SNILLDARLAG....... vá ég er með það í botni hérna í vinnunni.... og við syngjum hástöfum.... Stebbi er og verður kúl.... enda sýnir sagan að ljóshærðir strákar eru að gera það fyrir mig.........
Partý í kvöld..... fordrykkur á Gunnunni..... blómaþema og sætar stelpur..... Austur-Indía og svo bærinn.... borg óttans....
jááááá það er allt eins og það á að vera....

|

Fór í stelpuafmæli í gær. Hún Unnur vinkona mín varð fimmtug og bauð 100 af nánustu vinkonum sínum í afmæli upp í Borgarnes, og þetta voru í alvöru nánustu vinkonur hennar... ég meina alveg stórmerkilegt hvað konan hefur sankað að sér mörgum vinkonum á lífsleiðinni. En allaveganna, við kellur á öllum aldri ásamt nokkrum velvöldum karlmönnum (6 talsins) héldum upp í sveit með rútu frá BSÍ. Allir mættu í hvítu og fengu hvítt og með því. Þett var brill og það var sungið og dansað... Majasæta skemmti sér mjöööög vel, eða alveg eins og engill!!!! Merkilegt samt hvað konur geta talað, blaðrað, kjaftað, hlegið ógeðslega hátt og rifist um orðið..... þetta var á tíma eins og fuglabjarg þar sem að standa þurfti upp á stól til að ná smá athygli.... tók svo 5 mín að fá hljóð eins og á Grænuborg....... en ammælið var brilliant!

|

8.7.03

Ég trúi á guð..... er það ekki í tísku, ég bara spyr??? Ég er nú ekkert að flíka trúarskoðunum mínum svona almennt og er það vel held ég barasta eða? Ég bara meika ekki fólk sem að meikar ekki fólk sem að meikar guð, skiljiði mig.....

Ég þoli ekki sveitt fólk í ræktinni sem að þurrkar ekki tækin eftir sig.... ég vorkenni líka þeim sem að eru með heavy sterka líkamslykt... ég er stundum alveg að kafna í vindgangi og svitafýlu... og fitufýlu.. hún er eiginlega verst, kannski fyrir utan táfýlu... en ykkur að segja þá er ég í fýlu... þið kannski heyrið það... er eitthvað svo drullufúl út af þessum jarðgöngum... ekki það að mér sé ekki drullusama...

Ég skipti skapi eins og íslenskt veðurfar... neiiiii nú er ég nú að ýkja eins og góðvinur minn hann Harry Potter sagði mér eitt sinn í trúnaði...

Held samt að ég sé pinku hæonlæf... ég bara verð að segja það... kannski maður hafi hitt draumaprinsinn á Ítalíu.... en fjarlægðin gerir fjöllin blá eða var það smá......vegis bull í gangi... en ég keypti mér allaveganna bréfsefni eins og í gamla daga þegar að ég las ABC!!!!

|

2.7.03

Jæja komin aftur í vinnuna.... ekki alveg að nenna að vera hérna.....farin að hugsa mér gott til glóðarinnar...15. ágúst þá er það bara adios og bæ bæ við vinnuna... smá grátur samt ekki mikið... stórflóð í Samlífinu, ég meina allir að sakna mín ýkt :o)
Hlakka mikið til haustsins en bídddddddddu það er ennþá sumar og það er ekki búið!!!! Ha sól????? hvar er hún... brúnkan að leka hérna af mér... maður fer í sturtu og það liggur brúnn hamur í sturtubotninum og annar í handklæðinu ... já ég veit seeeexxxyyyy... útleiga og djamm í bænum næstu helgi.... já og bíó í gær.. fór á símaklefamyndina... bjóst við að Colin yrði flottari!!!!! en ... myndin er svona **1/2 , bara alveg hreint með eindæmum ágæt.
Sugarbabe bara komin í feitt núna ..... ferkantað....hmmmmm spennandi...............
Rauð epli og græn epli..... erum við ekki góð saman..... ég bara spyr???

|

1.7.03

Jæja þá er mar kominn heim frá úglöndum.
Ítalía var í einu orði sagt FRÁBÆR og ég bókstaflega grét í flugvélinni á leiðinni heim..... við erum strax farnar að plana næstu ferð en hún verður MÖGNUÐ og öllum boðið með he he...
Annars lentum við í svo ótrúlegum ævintýrum að það er ekki fyndið... ákváðum að slökkva á heilunum okkar og vorum bara braindead í nokkrar vikur, he he.
Okkur tókst að taka vitlausa strætóa... ég meina lengst upp í ra8%&$#gat, lentum í rafmagnsleysi, þvílíkum viðreynslum á STOPPUSTÖÐVUM... hvað er málið með það.... svo þá vitiði það ef að þið viljið láta reyna við ykkur bíðið þá bara eftir strætó..... !! Gleymdum einu sinni að valideita miðann okkar í lestina og skitum næstum í okkur í hvert skipti sem að einhver gekk fram hjá lestarklefanum... náðum svo líka að læsa okkur úti á svölum í marga klukkutíma eða þar til slökkviliðið kom túðereskjú á kranabíl og komu upp á svalirnar til að brjóta svalahurðina upp!!!! við alveg dáleiddar... þið sjáið men in uniform!! svo fórum við náttla á deit og wild sex... haba haba ;-)
Höstluðum Íslendinga og Ítali eða þeir reyndar okkur..... fengum kampavín og ástarbréf send upp á herbergi hjá okkur....
Keyptum okkur Custo, hentum okkur í gólfið and u go away.....
Fórum á froðudiskótek, tónleika með Björk, hjólabát í stórsjó, geggjaðan vatnsrennibrautagarð, San Marino í 40 stiga hita, lentum í þvílíkri rigningu í Feneyjum, ég breyttist í Don Corlione á Markúsartorginu, fórum í magnaða gondólaferð þar sem Giovanni söng fyrir okkur ó sóló míó....
Lágum í Kastalagarðinum í Verona eða réttara sagt oní gosbrunninum... þvílíkt heitt.... gengum 5 km á dag og ég léttist um 5 kg þrátt fyrir mikla bjórdrykkjum og ís-át... ég meina minnst 3 ísa á dag!!!! Djöll drakk maður mikinn bjór!!!! mig svimar alveg þegar að ég hugsa um það!
Djömmuðum á ströndinni, átum skinku og melónur í öll mál.... og pizzur pizzur pizzur....... eignuðum vini á veitingahúsum.... please dont go away girls..... please stay.....
Æi ég gæti röflað endalaust um þetta... langar geggjað að flytja til Verona.... þar fílaði ég mig best... ég bara fíla ITALIU!!!!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com