VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.10.08

Bombufréttir og fleiri fréttir

Sit við skriftir á hrekkjarvöku. Ég hef nú ekkert verið sérstaklega skotin í að taka upp ameríska siði en það er eitthvað "notalegt" við að það sé hrekkjarvaka í dag. Veðrið þesslegt eitthvað. Allaveganna gott að sitja við tölvuna með kerti vinstra megin og skúffuköku hægra megin. Segiði svo að ég sé ekki í megrun!

Fór í mæðraskoðun í gær. Allt í góðu þar. Nýjársbomban mín sparkaði af öllum mætti þegar að hjartslátturinn var mældur, þvílíkur fótboltagarpur. Hjartslátturinn var í kringum 140 svo það er nú lítið hægt að lesa í hann í sambandi við kyn. Annars er ég með klemmda taug í hægri rasskinn svo ég hef átt erfitt með gang. Kenni skriftum og barni á handlegg um.. jú kannski líka barni í maga.... eða bara Einari! Æ, þvílíkt pirrandi verkur. Annars er ég hraust, fínn blóðþrýstingur og eðlileg þyngdaraukning. Þarf samt að taka meira járn.

Ritgerðin gengur hægt en gengur. Ég er komin með 14.000 orð og svona ykkur að segja þá eru þeir kaflar sem komnir eru mjög fínir. Ég hef verið að aðstoðakennarast með svo það er nóg að gera.

Í gær komust íslensku knattspyrnustelpurnar á EM. Einari fannst mjög mikið sign að Herdís María skyldi hafa sparkað í bolta í 1. skipti akkúrat þegar að leikurinn var. Litla daman okkar er nefninlega farin að ganga út um allt, eða ætti ég að segja hlaupa! Það er soldið síðan að hún tók fyrstu skrefin og hefur núna æft sig í smá tíma og er orðin þvílíkt flink. Svo opnar hún alla skápa og skúffur og treður sér inní þá/ofaní þær. Ekkert smá sætt. Svo er hún farin að skilja svo mikið og er bara yndisleg í alla staði. Ég bið hana sí og æ um að kyssa mig því þá kemur þessi yndislega djúsí stútur upp hjá henni. Maður fær ekki nóg af því að kyssa hann! Um daginn þá málaði dagmamman krílin eins og kisur ofl. en Herdís mín neitaði að láta mála sig. Fannst þetta bara ógó eitthvað, algjör pempía. Dagmamman fékk þó að setja einn punkt á nefið á henni en það var allt of sumt. Hún er nefninlega mjög ákveðin og lítið hægt að tjónka við hana þegar að hún vill ekki eitthvað.

Ég er orðin svo þreytt á þessum "ekki benda á mig leik". Enginn vill taka ábyrgð á ástandinu og helst vill fólk kenna einhverju einu um. Annað hvort er þetta Davíð að kenna eða Björgólfi, Hannesi osfrv. Ég bara skil ekki hvernig þetta gat gerst. Hvernig gátu stjórnvöld hundsað varúðarmerki og álit fræðimanna sem að voru löngu farnir að vara við að þetta gæti gerst. Lánalínur voru þegar farnar að lokast í vor. Þegar að Einar kom frá Vín í vor eftir fund með austurrískum banka var hann mjög svartsýnn. Sagði allt stefna í kalda kol. Stjórnvöld og eigendur/stjórnendur bankanna hljóta að hafa vitað að það stefndi í eitthvað. Hvað regluverkið varðar þá er það bara staðreynd að það er alltaf á eftir og hvað okkur almenning varðar þá verð ég bara pirruð þegar að það er verið að kenna honum um þetta. Auðvitað eyddi einhver hluti um efni fram. Flestir mínir vinir gerðu það þó ekki. Svo er fuuuuullt af fólki sem að átti sko ekki mikinn pening í góðærinu. Sá aldrei þessa umræddu kaupmáttaraukningu. Já kennum bara öryrkjunum og gamla fólkinu um. Eða já bara þessum unglingum sem að fóru að kaupa sér tvo snickers í staðinn fyrir eitt áður. Blahhahha

En best að halda áfram að skrifa. Góða helgi og hafið það sem allra allra best.
ps. það væri gaman að sjá fleiri komment.. svona eins og í gamla daga. :)

Efnisorð: ,

|

21.10.08

Hmmm bað eða sturta???

Best að fara í sturtu...??? það kostar 3 kr. Hins vegar kostar 5 kr. að fara í bað. Ætti maður að splæsa því á sig???? Það er nefninlega einstaklega gott að fara í bað svona óléttur.

Efnisorð: ,

|

17.10.08


Einu sinni var.....
Ólöf vinkona gróf þessa mynd upp. Held að við vinkonurnar séum ca. 17 ára þarna... (á myndinni eru Ólöf, Anna Margrét, Margrét, ég og Sóley. ) Ýkt miklar pæjur he he... Og hvernig finnst ykkur my lazy augnaráð?? Ég slæ bara Benicio Del toro út!!! Ættum við að slá á þráðinn til Tyru???
Þær greiddu í pííííku, þær greiddu í píííku...
... ef ég mér tímavél ætti þá gaman þætti að hverfa aftur ein tólf, þrettán ár. Þá fannst mér tíðin góð, en brátt við verðum ellimóð.

Efnisorð:

|

14.10.08

Samanburður og nostalgía
30. vika með nýjársbombuna

30. vika með Herdísi Maríu

Horfði á Björn Jörund í Góðu kvöldi sl. laugardagskvöld. Ég fékk algjört nostalgíukast eins og oft þegar að ég sé brot úr gömlum myndböndum með Nýdönsk. Varð hugsað til allra partýjanna, útileganna, rúntanna og tjillanna í herbergjum okkar vinkvennana. Þetta eru tímar sem að koma aldrei aftur. Sem betur fer á maður minningarnar, þær tekur enginn frá manni.

Efnisorð: , ,

|

10.10.08

Hér er ég komin 25 vikur með nýjársbombuna. Ekki alveg besta myndin en.... Núna er ég að verða komin 29. vikur og skelli inn samanburðarmyndum á 30. viku. Annars verð ég að viðurkenna að ritgerðin gengur hægt. Verð að spýta í lófana núna og hætta að lesa hverja EINUSTU frétt á netinu. Læt fylgja með góða uppskrift af lauksúpu. Hún er ódýr, tilvalin í kreppunni.

Fyrir 4
400g stórir laukar (mildur laukur frá Spáni hentar vel)
30g smjör
1 msk. extra ólífuolía
½ tsk. sykur
1,2 l gott nautasoð eða vatn og kraftur
salt og pipar
4 franskbrauðssneiðar
2 tsk. dijon sinnep
50g rifinn ostur

Matreiðsla
Skerið laukinn í sneiðar og steikið í potti í smjörinu og olíunni ásamt sykrinum í 10 - 15 mínútur eða þar til laukurinn brúnast. Bætið í soðinu og látið sjóða í 30 - 40 mín. Smakkið til með salti og pipar. Ristið brauðið og stingið út stórar kringlóttar kökur með glasi. Smyrjið dijon sinnepinu á sneiðarnar, stráið ostinum yfir og setjið augnablik undir grill til að bræða ostinn. FramreiðslaSetjið súpurnar í súpuskálar og látið eina brauðsneið fljóta á hverri súpu

Bon apetite

Efnisorð: ,

|

9.10.08

Ástand

Ég er komin í fréttabann í bili. Ég hef hangið daginn út og daginn inn á þessum fréttamiðlum og lep hverja skelfingsfréttina upp eftir annarri. Þetta fer ekki vel með ólétta konu skal ég ykkur segja. Held að það sé langt síðan að ég (sem að er mjög jákvæð og bjartsýn) hef verið svona svartsýn. Langar bara að skríða upp í rúm og undir sæng. Lesa froðubókmenntir. Svona til að létta mér og ykkur lundina sjá meðfylgjandi brandara:

An American said:
"We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash."

The Icelandic replied:
"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash."

Bendi ykkur í leiðinni á Baggalút http://www.baggalutur.is/. Alveg hreint brilljant!

Efnisorð:

|

7.10.08

Litli Púlarinn minn... obbosslega flott snúlla!

Efnisorð:

|

3.10.08

Snjórinn....

bjargaði öllu! Ohooo yndislegt að horfa út um gluggann, sól og snjór.... veðrið gæti ekki verið yndislegra! Ég fékk alveg anda jólanna yfir mig. Ég er í þessum skrifuðu orðum að hita mér súkkulaði, búin að ýta frá mér leiðinda hugsunum um krónuna og verðbólguna, og ætla að súpa súkkulaðið mitt og fá mér góðar og jákvæðar hugsanir með því!

Helgin er fullplönuð, matarboð með ML-unum í kvöld, sauðamessa á morgun og afmæli hjá Tinnu annað kvöld. Barnaafmæli á Skaganum á sunnudaginn og vonandi gott afslappelsi þar á eftir.

Annars gaf Evrópusambandið nýverið út skýrslu en ég á stóran þátt í gerð kaflans um Ísland. Sjá nánar um það hér. Ritgerðin sniglast áfram og ég er í legghlífum núna (bara svona að koma því að)

82 dagar til jóla!

Efnisorð:

|

2.10.08

Sund og krónan

Við Guðný nágrannabumba skelltum okkur í sund um helgina. Fórum báða dagana, syntum 500 m., fórum í pottinn, gufu og kjöftuðum um..... óléttu!! hvað annað?? ;)
Ég var miss skjaldbaka þarna á eftir Guðnýju í lauginni. Synti eins og amma gamla með sundhettuna. En allaveganna þá er sund gott á meðgöngunni, mæli með því.

Svo er maður þvílíkt ósáttur við ástandið á krónunni. Hvernig er hægt að búa á þessu landi með svona sveiflur á krónunni? Ég held að það hafi ekki verið gott að hafa Davíð eins lengi og hann var við völd. Ég meina, dont get me wrong, I like the guy (sometimes) og ber virðingu fyrir honum en... kommon???!!!! Við værum ekki í þessum vandræðum ef að við hefðum gengið inn í Evrópusambandið fyrir ca. 10 árum. Jú jú auðvitað væru hér einhver vandamál en þessar sveiflur á krónunni eru óþolandi, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Ok, ok ég veit að það er fjármálakreppa í öðrum löndum líka en, face it, íslenska þjóðin er EINA þjóðin, sem þarf að sætta sig við að eignir sínar rýrni um 50% á nokkru mánuðum! Ég veit t.d. um dæmi þar sem að menntuð einstæð móðir, sem keypti sér íbúð fyrir 1,5 ári, nær ekki endum saman þrátt fyrir að vinna við það sem að hún er menntuð í + það að hafa fengið sér aukavinnu!!! Er ekki eitthvað að í þessu þjóðfélagi?? Bankabækurnar og sparnaðarreikningarnir eru með áhættusamari fjárfestingum fyrir okkur, gengur þetta upp??? Ég veit að Evrópusambandið er ekki lausn allra vandamála en það er bara helvíti svekkjandi að góðærið sé meira og minna ein stór sápukúla.... allir voða sáttir meðan að vel gekk og ráðamenn sögðu "sjáiði hvað allt er frábært hérna, við þurfum ekki Evrópusambandið" og svo splash.... sprakk sápukúlan og alla svíður undan sápunni í augunum... Og við skulum ekki einu sinni byrja að tala um verðbólguna.....
Ætla að láta renna í heitt bað og slaka á.. hugsa um allt annað en krónuna ;) Annars fer ég af stað!

Efnisorð: ,

|

1.10.08

28 vikur og 12 mánaða
Þá er maður á 28. viku meðgöngu. Alveg ótrúlegt hvað þessi meðganga flýgur áfram. Mér líður mjög vel og virðist vera gerð fyrir að ganga með börn. (skv. ljósmóðurinni í mæðraverndinni). Sjö, níu þrettán segi ég nú bara. En jú þetta hefur gengið ljómandi vel. Litla nýjársbomban okkar er mikill spriklari og sparkar og kýlir mömmu sína reglulega. Hreyfir sig mun meira en Herdís María og mér fannst hún hreyfa sig mikið. Ég hef ekki ennþá fengið sinaskeiðabólguna og ég kvíði henni meira en fæðingunni sjálfri. Ég vona svo innilega að ég sleppi við hana. Svo vona ég náttúrlega líka að fæðingin gangi eins vel og síðast. Hope hope :). Ég hugsa voðalega vel um húðina mína. Hef heyrt að konur slitni stundum á 2. meðgöngu þ.e. ef að þær hafi sloppið á 1. meðgöngu. Annars finnst mér svona slit ekkert ljót og bara sæt merki um að hafa gengið með barn/börn. En ég ber nú samt samviskusamlega á mig rakakrem og olíu. Hef ekkert slitnað ennþá og er sátt með það. Nú fer líka baðtíminn minn að hefjast aftur. Ég var rosalega dugleg að fara í bað á síðustu meðgöngu og ég held að það hafi hjálpað til með að halda bjúgnum í lágmarki. Ég elska að fara í bað og slaka á en viðurkenni að tíminn fyrir það er aðeins minni núna þegar að Herdís María ræður hér ríkjum. Hún er alveg hætt á brjósti daman svo ég fæ núna pásu í ca. 3 mánuði.... og á brjóstin því fyrir mig eina... júhú hahah ;) Litla dís er nú samt ekki alveg búin að gleyma þeim og kíkir stundum niðrí hálsmálið og er aaaa við þau og sleikir á mér bringuna. Hún er næstum farin að ganga og ég held að það komi núna á næstu dögum. Hún er líka duglegri að borða en áður og alltaf eitthvað að bætast við hjá henni. Svo segir hún nokkur orð. Hefur reyndar ekki bætt við sig og er ennþá með datt, takk, þetta, mamma og pabbi. Sagði reyndar tæta um daginn. En hún skilur mun meira. Veit hvað bók er, brauð, drekka, sofa, bolti, snudda, táslur, munnur, kyssa ofl. Ég get sagt henni að ná í snuddunan sína eða boltann og hún gerir það. Svo er ýkt dúlló þegar að ég segi henni að kyssa táslurnar sínar. Mér finnst skilningurinn alltaf að aukast og það er vel hægt að ræða við hana og tjónka við hana ef að hún er með stæla. Jæja nóg í bili um krílin mín.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com