VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.3.05

Idol og Swan

Hvað er málið með mig og allt sem nefnist Idol, ég er algjör sukker fyrir því og sit sem límd við sjáinn þegar að eitthvað sem að einhverju leyti minnir á Idol er sýnt. Var að enda við að horfa á American Idol og þar sungu keppendurnir lög frá 10. áratugnum. Ég er ekki að fatta lagavalið hjá flest öllum keppendunum!!! Þau mega velja sér ÖLL lög frá 1990-2000 og hvaða krapp er þetta sem að þau velja sér að syngja???? ég bara spyr? Ég þekkti ekki helming þessara laga og það er að gera þetta SVO miklu leiðinlegra! Ég er allaveganna kominn með hate-list og á honum er tveir gauranna þ.e. Nico svertinginn með gleraugun sem að vælir eins og stunginn grís og Scott sem er svo langt frá því að vera Idol sem mest má.. svo er hann líka falskur.

Svo gerði ég líka þau afdrifaríku mistök að horfa á The Swan... sem er svo mikill hryllingsþáttur að ég fékk tvöfaldan nettan kjána. Hversu sjúkt er það að velja tvær stelpur sem eru að drepast úr minnimáttakennd, karlarnir hafa haldið fram hjá þeim og þær hafa alltaf verið óvinsælar, og breyta þeim bara ALGJÖRLEGA ( og ekki alltaf til betri vegar) en enda svo þáttinn á að segja við aðra þeirra " Sorry en þú ert ekki nógu sæt til að komast í fegurðarsamkeppni til að verða fallegasti svanurinn"!!!!!!!! Það er eitthvað totally wrong og sad við þennan þátt!!!

|

28.3.05

Jarðskjálftar...

fyrst á 2. í jólum svo á 2. í páskum... kannski er Guð að reyna að segja okkur eitthvað??????

|

Sónar og upplausn!

ok ok þið getið slakað á því að ég fór ekki í sónar heldur Marín þ.e. í síðustu viku. Foreldrarnir vildu nefninlega fá að kíkja aðeins á krílið sem heilsaði þeim með hiksta (hikk hikk) og saug svo þumalinn og fékk sér lúr :-) já það lítur út fyrir það að krílið líkist frænku sinni á klakanum, allavegnna af þessum lýsingum að dæma. Svo fær krílið að fara til S-Afríku á þriðjudaginn (reyndar í fylgd með foreldrunum hí hí) og tjútta þar í brúðkaupsveislu nr. 2 og spóka sig í sólinni... jamm sumir eru heppnari en aðrir þvi frænkan á klakanum er að fara í próf :-( en þau byrja eftir rúmlega viku. Svo er ég ekkert að nenna að fara að vinna í sumar. Fæ gæsahúð af hryllingi þegar að ég hugsa til þess að þurfa að ráðleggja fólki um fjármál sín og reyna að sannfæra einhverja eyðsluseggi um að taka ekki 100% lán.. æ einhvern veginn ekki að hljóma spennandi núna... mig langar mest til þess að slá þessu öllu upp í kæruleysi og stinga af til útlanda. Fara í málaskóla til Ítalíu og fljúga svo til S-Ameríku í eitthvað sjálfboðastarf og setjast svo að í fjallakofa í Alaska og skrifa bók!

|

27.3.05

Jæja, ég kalla það nú afrek að ná að verða veik um páskana... congratz .. alltaf jafnheppin en

Gleðilega páska :-)

|

21.3.05

HÁS

Ég vil þakka Diljá fyrir frábæran föstudag. Óvissuferðin var geggjuð og ég er sjúklega sátt við þennan aktivití hóp minn. Eftir ferð upp í Hallgrímskirkjuturn þá var farið í sund og síðan var sötrað á kampavíni og jarðarber snædd fyrir utan Vesturbæjarlaugina. Á meðan dönsuðum við gellurnar við HÁS diskinn en hver og ein okkar fékk lag tileinkað sér á disknum. Svo mætti mín niðrá Thorvaldsen kl.21 og klóraði mér í hausnum þar sem að engin var mætt. Nú þarna stóð ég með umslag í höndunum sem að ég ákvað svo að gægjast í og í bréfinu stóð að ég ætti að brosa til barþjónsins og fá hjá honum næstu vísbendingu og kannski eitthvað með því, úlala ég skælbrosti eftir Fishermansfriendið!!! he he... en svo notaði ég vísbendingarnar til að komast á leiðarenda og við enduðum allar á TAPAS-barnum og höfðum það kósý. TAKK TAKK Diljá mín! Þetta var geggjað!!

|

Ferð á hárgreiðslustofuna

Ég hef verið haldin mikilli hræðslu við hnífinn (skærin)undanfarna mánuði. Hárgreiðslufólk hlustar nefninlega ekki alltof vel á fyrirmæli mín. Ég VIL vera með SÍTT hár en sumum klippurum finnst það eitthvað út úr kú og vilja gera allskyns klippingar í hárið mitt og ég geng út með hreiður á hausnum eða sítt á hliðinni og ikkvað svona krapp. Ég er nefninlega ekki þessi týpa sem að fíla nýstárlegar klippingar, ég vil bara vera með heilbrigt, sítt hár sem í eru örlitlar styttur, simple??? nibb þetta er nefninlega ekki simple og fyrir töff hárgreiðslufólk er þetta bara mjög erfitt mál.... þau standa þarna öll voðalega hipp og kúl eins og klippt út úr nýjasta tízkublaði en máliði er að ég vil ekki vera klippt eins og þau....
Ég var hjá æðislega flottum klippara á töff og hipp stofu... hann klippir voðalega vel og er mjög vandvirkur.. svo er líka ekki verra hvað hann er líkur Brad Pitt.. Hann hins vegar vill ekki eða skilur ekki hvað ég er að tala um þegar að ég segi að ég vilji bara simple klippingu og strípur! he he... eða jú hann náði þessu með klippinguna en honum finnst held ég ekki flott að vera með strípur, allaveganna ekki röndóttar strípur...
Nú svo fór ég til vinkonu minnar, hún strípar mig eins og ég vil en vill alltaf klippa hárið bara ALVEG af eða ikkvað! svo fæ ég ódýrar hjá henni en í staðinn líður mér eins og ég fái ekki fullt trít.. og líður hálf bjánalega ikkvað og henni held ég líka....
allaveganna svo hef ég prófað nokkra staði og þar fékk ég nú bara ALLS EKKI það sem að ég vil.
En í síðustu viku fór ég á hárgreiðslustofu og fékk nákvæmlega það sem að ég vildi..

kostir:
Geðveikt hausanudd
tveir gæjar að blása á mér hárið
strípurnar og klippingin
gegt góð hárnæring
rólegt

gallar
enginn leit út eins og Brad Pitt
ekkert persónulegt tjatt
enginn að slétta og dunda við hárið mitt

en ég er alveg voðalega sátt við hárið mitt og svo er líka alltaf gott að fá smá tilbreytingu ... leggjast undir hnífinn hjá mismunandi??? úpps eða ekki??

|

20.3.05

Eurovision-lagið

Ok er einhver hætta á að við vinnum keppnina?? Ég verð nefnó í Amsterdam og meika ekki að Íslendingar vinni Eurovision þegar að ég er ekki á landinu!! Hvernig fannst ykkur lagið, þarf ég að hafa áhyggjur?

|

16.3.05

hmmmmm ekki gekk nú bjórbannið nú vel því mín var "dregin" á djamm sl. laugardagskvöld hmmm Ziggy, en váts hvað ég sé ekki eftir því! Þetta var nú samt mjög gott kvöld til að brjóta þetta blessaða bann... þið getið lesið skemmtilegan pistil á HÁS síðunni (linkur hérna til hægri). En ég er samt komin í bjórbann aftur.. til 19. maí en þá bæti ég allt bjórbannið upp á einni helgi í Amsterdam he he. Annað kvöld er stelpu-kvöld á Bifröst og það er bleikt þema í gangi... svo er HÁS-óvissuferð á föstudaginn!!! Dilján og Saran mæta á svæðið og við tökum góðan rúnt um miðbæinn það kvöldið :-)

|

10.3.05

IDOL

Hver verður næsta Idol-stjarna okkar Íslendinga?? Óvænt verðlaun í boði fyrir rétt svar :-)

Að djamma eða ekki djamma?

Á mar að skella sér út í kvöld eða taka því rólega?? Það er spurningin... Óvænt verðlaun fyrir rétt svar :-)

|

9.3.05

Jæja þá er það opinbert....

ég er komin í BJÓRBANN þar til að annað kemur í ljós!

Einnig mun ég draga stórlega úr neyslu minni á sýrðum rjóma....

|

6.3.05

Flísar

það ætti að banna flísar! Í gær stóð ég nefnó á flísum í 4 klst. á háhæluðum skóm og kynnti skólann minn á Stóru háskólakynningunni í Borgarleikhúsinu. Strákarnir voru meira að segja farnir að kvarta undan bakverkjum, en ég vorkenndi þeim lítið því við stelpurnar vorum allar á háum hælum. Sem betur fer virtust fáir taka eftir kvölum okkar því allir gestirnir voru svooo jákvæðir í garð skólans og það var mjög gaman að kynna námið og félagslífið. Nú svo náði maður að veiða nokkra í netið og hlökkuðu þvílíkt til að koma næsta haust. Gaman að því :-)

SUS

Fór í hádegisverð í Valhöll í gær. Eikibro var í sjokki og ég vona að hann sé búinn að jafna sig. Hann heldur að ég sé að breytast í Sigga Kára eða eitthvað!
Þetta var mjög skemmtilegur fundur og ekki var það verra að við fengum Nings að borða og í minni fortune cookie stóð "Smile and have fun because your future is full of fortune" eða ikkvað í þá áttina. Ég sem sagt valhoppaði út úr Valhöll eftir skemmtilegar umræður við nokkra úr stjórn SUS, með núðlur í mallanum og brosandi framtíðin beið eftir mér :-)

|

5.3.05

Lífið

...er eitthvað svo skrýtið. Eins og stendur er ég mjög ánægð með það. Ég á milljón trilljón vini sem að eru beztir í heimi, ég á frábæra fjölskyldu sem stendur með mér sama hvernig viðrar. Nú, ég er í bezta skóla í heimi ;-) þar sem að ég fíla mig í botn og hef kynnst frábæru fólki, bæði nemendum og kennurum. Svo sit ég nú í stjórn Miðgarðs þar sem að ég get tekið þátt í stjórnmálaumræðu af fullum krafti og haft gaman af. Mér gengur súper vel í náminu og er með fína sumarvinnu og á leið til útlanda næsta haust. Jamm lífið gæti ekki verið betra :o) Samt er ALLTAF verið að spyrja mig hvort að ég eigi ekki kærasta..... fyrst var mér alveg sama og sagði bara nei nei... ekkert þannig núna. Ég hef nefninlega átt kærasta í 8 ár af sl. 10 árum og já síðasta samband endaði aðeins fyrir rétt hálfu ári. Núna er þetta samt soldið farið að fara í pirrurnar á mér, finnst eins og ég sjái einhvern svip á fólki þegar að ég svara spurningunni neitandi og hvað þá að ég sé barnlaus! Mörgum finnst þetta alls ekki sniðugt hjá mér og hálf vorkenna mér. Á tímabili fór ég að velta því fyrir mér hvort að ÉG væri kannski virkilega vonsvikin að eiga ekki fullkomna manninn og börnin 3 og væri bara að kenna öðru fólki um að vera vonsvikið?? en nei það er ekki málið. Einhvern veginn finnst bara mörgum eitthvað voðalega sorglegt að stelpa á mínum aldri eigi ekki börn né mann, sé bara eitthvað að "leika sér". Hvað finnst ykkur um þetta? Ég er ekki einu sinni að pæla í að hætta að "leika mér" þótt ég eignist mann. Mig langar ekki að eignast börn alveg strax og plönin mín eftir Bs eru ekki mann og barnvæn... jahaaa stundum er erfitt að búa í þjóðfélagi sem að byggist upp á ungum fjölskyldum sem koma í Innlit útlit og eiga ALLT ... flott innbú, sæt börn og allt voða æðislegt, þegar að maður sjálfur býr á heimavist, lærir allan daginn og fer að djamma um helgar! Fer svo frekar á interrail heldur en að kaupa nýjustu gerð af bíl. Æ mér finnst ég stundum bara sorgleg. En úpps þessi færsla sem byrjaði svooo jákvætt er að enda í tómri vitleysu he he.... en já, hvað er ég að skammast mín fyrir það að finnast líf mitt eins og það er rosa gott???
lífið er bara óútreiknanlegt og það er það frábæra við það :o)

|

3.3.05

Fimmtudagur

jæja kominn enn einn fimmtudagurinn, trúi ekki að það sé vika frá grillinu okkar hérna í Jaðarselinu. Nú en til að halda þessari matarflóru áfram þá fer ég í matarboð til strákanna í B3 later. Nú verður samt tekið rólegt kvöld og ég efast jafnvel um að ég kíki á Kaffihúsið. Ég læt Ziggy bara um að drekka fyrir okkur tvær he he he....
Nú höfum við vinkonurnar stofnað bloggsíðu og er tengill hér til hægri inn á hana MÍSÓMA. Þetta verður eitthvað skrautlegt, við erum eitthvað svo mistæknivæddar að það er ekki venjó. Stundum held ég að sumar vilji ekki læra svona tæknidót eins og t.d. mamma sem kann ekki á video... mjög hentugt því þá þarf hún aldrei að taka eitthvað upp fyrir okkur hin!!!

|

2.3.05

Sund

Mikið rosalega er gott að vera í sundi. Lá í heita pottinum áðan eftir að hafa synt 500 metra og lét nuddið sprautast af öllum lífs og sálarkröftum í mjóbakið mitt. ÉG slappa svo rosalega vel af og ekki veitir af. Ég er bara komin með nett leið á skólanum núna. Langar bara að vera eitthvað að dúlla mér og slappa af. Nenni ekki fleiri verkefnum. En allaveganna í sturtuklefanum voru nokkrar litlar stelpur skríkjandi og ég fór að hugsa um sundferðir okkar vinkvennanna í Breiðholtslaugina forðum daga. Vá hvað mér finnst eitthvað langt síðan að það var....
Hjörtun mín vöktu mikla athygli hjá litlu skríkjandi stelpunum og ég horfði á þær í speglinum, þegar að þær héldu að ég sæi ekki til, pískra og hvísla og benda og tala um hjörtun. Ég varð eitthvað meir og mjúk á leiðinni heim í Snæfinni og setti Jarðarber á og hlutstaði á væmna tónlist þar til að glitti í Bifröst......
og þá byrjaði að snjóa.......

|

1.3.05

Óskarinn

Mestu vonbrigðin:
Mér finnst að Marty, my man, hefði átt að fá Óskarinn BARA af því að hann á afmæli 17. nóvember... (og mér er sama þótt að myndin hafi verið leiðinleg) við sem erum fædd sama dag stöndum saman!

Besta kommentið:
Þulur: "Nú ert þú alltaf á lista yfir bestklæddu konurnar á Óskarnum, hvernig á að velja sér kjóla?"
Halley Berry: "já kona á að þekkja líkama sinn og klæða sig eftir vexti" !!!!!!!! dahaaaaa..... jamm rosa erfitt fyrir hana... klæða sig eftir vexti my ass ;-) annars þá fannst mér hún flottust eins og vanalega :o)

Asnalegasta ræðan:
Einhver gaur að syngja á spænsku, kunni pottþétt ekki ensku og var að reyna að bjarga sér á rómantískan hátt.... og Banderas grenjandi út í sal... he he he

Fyndnasta senan:
Þegar að Hillary Swank var öskrandi oní tónlistina

Sárasti taparinn:
Án efa Annette Benning þegar að Swank fékk óskarinn, tékkið á henni í endursýningu

Mesti pullinn:
Heiðursverðlaunahafinn Sidney Lumet

Stærstu feik brjóstin:
Einhver gella skyld eða gift heiðursverðlaunahafanum

Besti brandarinn:
Michael Moore brandarinn.... það að hann hefði frekar átt að gera heimildarmyndina Super size me en 9/11... hann væri allaveganna búin að vinna undirbúningsvinnuna vel, as in spiiiiiik feitur

Sætasta sætasta
Natalie Portman, dí hvað hún er sæt

Óskarinn var hin ágæsta skemmtun eða þar til að ég sofnaði ;-) Við Kata skvís átum á okkur gat af nammi og snakki og drukkum Pepsi í gríð og erg.... meðan við blótuðum öllum kroppalínunum... og bæðevei ég er byrjuð í megrun

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com