30.11.05
|29.11.05
Pinkulítil.....
Jæja þá er það opinbert... ég hef lækkað um heila 2 cm í Þýskalandi. Ætli aukinni bjórdrykkju sé um að kenna? Ja, ekki veit ég það, en það er staðreynd að mælistikan í H&M mælir mig 2 cm lægri en ég var mæld á löggustöðinni í Rvk. þegar að ég fékk mér nýjan passa á dögunum. Nú fyrst ber að líta á það hvort að Þjóðverjar séu eitthvað að spara sentimetrana eins og allt annað eða hvort að lögreglan í Reykjavík hafi verið að gera greyinu mér einhvern greiða. Ja allaveganna er H&M guð í mínum augum og sú dýrlega búð lýgur ekki. Ég verð því að sætta mig við að vera aðeins 156 cm að hæð. Nú þar sem að ég er nærri komin í dvergatölu hér í Germany og verð því miður að kveðja módeldrauma mína með tár á vanga er ekki úr vegi að kaupa sér fleiri háhælaða skó! Já finnst ykkur þetta ekki kalla á hærri hæla?? Ég bara spyr, oft er þörf en nú er nauðsyn!
En svona til að lina þetta mikla sjokk þá gúglaði ég nokkrar myndarlegar ”dvergvaxnar” konur og fann
Kylie Minogue sem er aðeins 1.52 cm á hæð (ég er alveg risi við hliðina á henni sko)
Cristina Ricci 1.55 cm
Reese Witherspoon sem er 1.57 cm
Dannii Minogue sem er 1.57 cm
Jennifer Love Hewitt 1.59 cm
Jessica Simpson 1.60 cm
Carmen Electra 1.60 cm
Lucy Liu 1.60 cm
Brittney Murphy 1.60 cm
Sarah Michelle Gellar 1.60 cm
Vanessa Paradis 1.60 cm
Natalie Portman 1.60 cm
Natalie Imbruglia 1.60 cm
Ætli þær hafi verið mældar í H&M eða á löggustöðinni?? Held að hópurinn sem að er 1.60 cm hafi rúnað sig upp... he he... þær eru svo helvíti margar !
Þar sem að ég er að skrifa leiðinlegustu ritgerð í heimi þá kíki ég reglulega á ofangreinda mynd... þá brosi ég út í annað og hugsa asskotans vesen er á þessum :)
Hér eru nokkrar djammmyndir
The first day of my life.....
...... byrjar á morgun! Hollur matur, lærdómur og svo framvegis... minnka sukkið og svínaríið... allaveganna fram að helgi! Flýg til London á fimmtudaginn og hlakka ekkert smá mikið til. Elska jólastemmarann á Oxford street og svo er ég líka að fara að hitta svo skemmtilega stelpu, hana Ingu mína. Hún er búin að panta fyrir mig í lúxusandlitsbað, svo ætlum við að borða sushi og drekka hvítvín, rölta um markaði, borða ís og hafa það kósý.
Tanksgiving var sl. fimmtudag (alltaf síðasta fimmtudaginn í nóvember) og ég, Bjarx, Justin, Ömmi og Dave fórum til Hamborgar og átum kalkún og allt stuffið sem fylgir og horfðum á amerískan fótbolta. Dave er frá Detroit en liðið hans tapaði og við drekktum sorgum okkar í kokteilatilboðinu á barnum. Síðan skelltum við okkur aftur með lestinni til Luneburgar, beint á írska pöbbinn og þaðan á Garage sem að er huge næturklúbbur. Gott kvöld!
Föstudagskvöldið fór svo bara í videogláp heima hjá Bjarka. Við Justin, Graham, Ömmi og Bjarki horfðum á 12 Monkeys og vá hvað ég var búin að gleyma því hvað þetta er steikt mynd! Okkur fannst öllum voða fyndið þegar að Bruce Willis sagði "I see dead people" he he...
Brad Pitt sveik mig heldur ekki frekar en fyrri daginn og ég bara hreinlega elska hann... horfði líka á Fight Club meðan að ég var veik og bara fæ ekki leið á þeirri mynd.
Dagurinn í dag fór allur í lærdóm og við náðum sem betur fer að klára stóra hópverkefnið okkar í samkeppnisrétti. Við fjölluðum um þátt Orkunnar í verðsamráði Olíufélaganna. Við erum hreinlega búin að vera í sjokki síðan að við lásum skýrslu samkeppnisráðs... að þeir hafi hreinlega leyft sér að brjóta lögin svona vísvitandi... þessi skýrsla er hreinlega skemmtiefni með sorglegu ívafi... sumir tölvupósta forstjóra olífélaganna eru bara ofboðslega fyndnir.. já algjör farsi.. sorglegur farsi...
26.11.05
Óhappaferð?
Það er ekki hægt að segja að afmælishelgin hafi byrjað vel. Við Tori áttum að fljúga til Milanó 17. nóvember og drösluðumst upp á flugvöll eldsnemma um morgun og það er sko ekkert lítið ferðalag að fara upp á flugvöll... strætó, lest, leigubíll......
Þar sem að við sátum í rólegheitunum upp á flugvelli og biðum eftir að fá að fara upp í vél var okkur tilkynnt um að fluginu hefði verið aflýst!! Við þurftum því að fara í röð og bíða í klukkustund til að geta breytt miðunum.....(röðin var helvíti líkast.. mér var skítkalt og einhver gaur vildi ólmur spjalla við okkur en það var mjög erfitt að skilja enskuna hans) og svo þurftum við að dröslast heim aftur með allan farangurinn!! Ég fann að ég var að verða slöpp og hálsinn minn á góðri leið með að klemmast illilega saman svo ég fór beint upp í rúm, þegar að heim kom, til að reyna sofa úr mér slappleikann... skemmtilegur afmælisdagur þetta!!
Tori hjúkraði mér samt vel og pantaði pizzu handa okkur og Ömmi og Bjarki kíktu í heimsókn með skilaboð frá öllum krökkunum.. 4 skrifaðar bls af afmæliskveðjum. (ég var voða ánægð með það)
Nú “taka tvö” næsta morgun heppnaðist betur og áður en að við vissum af vorum við komnar til Mílanó. Mílanó er ekki eins og aðrar borgir á Ítalíu sem að ég hef komið til. Hún virkar nútímalegri og er ekki eins falleg. Mér leið samt vel, eins og alltaf á Ítalíu. Í Mílanó er mjög falleg dómkirkja, nóg af búðum og veitingahúsum, vinalegt fólk og gott djamm. Ferðin var nú samt hálfgerð óhappaferð. Í fyrsta lagi var fluginu aflýst svo við misstum einn dag, hótelið sem að við héldum að væri í betri kantinum var skítahola, ég var rænd... hvað annað!!, ég var veik og því uppfull af verkjalyfjum alla helgina..., önnur ameríska stelpan var algjörlega óþolandi.., við komumst ekki til að sjá Síðustu kvöldmáltíðina þar sem að það þarf að panta fyrir fram og það er uppbókað út desember og ég gæti talið upp meira...
Það merkilega er að þrátt fyrir öll þessi leiðindi þá var helgin mjög skemmtileg. Ég og Tori náðum vel saman og við bindumst sterkari vináttuböndum með hverjum deginum.
Ég er því mjög ánægð með Mílanóferðina... og hlakka til að fara til Ítalíu aftur ....
Hér eru örfáar myndir, set fleiri inn seinna..
16.11.05
Snjókorn falla.......
...á allt og alla. Ég sit hérna á bókasafninu í Volgarshall og horfi út um gluggann. Það snjóar. Spánverjarnir eru alveg í skýjunum enda aldrei séð snjó áður. Ég er að vinna raunhæft verkefni í íslenskum samkeppnisrétti sem á að skila fyrir 17. nóvember.... já sem að er einmitt afmælisdagurinn minn. Á morgun flýg ég til Mílanó með Tori. Sarah og Lindsey koma svo síðar. Það verður því stelpuhelgi í Mílanó. Við höfum þegar orðið okkur út um off-season búðir Prada, Armani og fl. Ég hlakka líka mikið til að sjá síðustu kvöldmáltíðina og dómkirkjuna í Mílanó.?
Ef að ykkur langar til að hringja í mig á morgun eða senda mér kveðju er símanr. mitt 004917628643373 en ég tek líklegast íslenska símakortið mitt með.
Góða helgi lömbin mín
kiss kiss
13.11.05
Pimp´n ho
Við Justin héldum frábært partý í gær. Justin stakk upp á þemapartýi og þemað var Pimp´n Ho og White trash. Kvöldið heppnaðist vægast sagt frábærlega! Margir mættu í búning og við buðum upp á snakk og skot með því! Fyrr um daginn keypti ég blöðrur og við skreyttum alla íbúðina. Partýið varð dálítið villt um miðnætti... og við þurftum að leysa partýið upp og reka alla út um kl 1. Þá skunduðum við á írska pöbbinn. Ég (sem að endist vanalega ekki lengi) var manna lengst á djamminu... ýkt stolt af mér!
Að allt öðru.. ég, Ömmi og Bjarki kláruðum seminarið í Evrópskum samkeppnisrétti með glans. Við héldum kynningu um De-regulation of the Telecommunication market in EU. Stóðum okkur barasta vel enda lögðum við blóð, svita og tár í þessa kynningu. Vorum langt fram á nótt og við fengum nettan misserisverkefnafíling thar sem að við vorum út í skóla að æfa kynningu um miðja nótt!
og júgóslavneski leigubílstórinn keyrði mig ekki heim í gær.... þessi leigubílstjóri var frá Tyrklandi....
Efnisorð: Djamm
11.11.05
Mér leiðist því ég....
......sit núna í seminari í Evrópskum samkeppnisrétti. Við eigum að flytja kynningu á morgun og ég kvíði satt best að segja dálítið fyrir því. Við unnum langt fram á nótt í gær og verðum líklegast í alla nótt að æfa okkur að segja flókin orð á ensku... ég skil ekki einu sinni stundum hvað þau þýða á íslensku! Eeeeeeen við hljótum að rúlla þessu upp!!
Hey og ég hef eignast nyjan vin.... leigubílsstjóra frá Júgóslavíu. Ég virðist einhvern veginn alltaf rata upp í bílinn til hans... hann fagnar alltaf mikið þegar að ég sest upp í bílinn.... ICELAND... hrópar hann og klappar!
Og að lokum, þýskir skokkarar eru með ljós á hausnum....!!!! Gamanaðessu...
10.11.05
Elli kelling
Eg er algjörlega buin a thvi. Vaknadi i morgun eftir erfida nott.... aeldi ur mer garnirnar! Samt drakk eg ekki mikid i gaer (aetladi ad vera skynsöm svo ad eg gaeti maett i tima i morgun)svo annad hvort er likaminn ad reyna ad segja mer eitthvad (eins og HAETTA AD DREKKA) eda eg hafi bara fengid thessa typisku gubbupesti!? Hver veit, allaveganna veit eg thad ad eg vaknadi ekki upp med svarta bauga fyrir 5 arum! Er Elli kelling farin ad banka upp a hja mer?? Verdur naesti aratugur, aratugur lafandi brjosta og appelsinuhudar, hrukka og beinkramar?? Er fertugsaldurinn, eg vil samt meina ad eg se in my 30's ..., eitthvad sem ad eg aetti ad kvida? Uff... Franz Ferdinand voru mjög thettir. Spiludu kröftugt program eins og theim einum er lagid. Thad trylltist allt thegar ad their toku fraegu lögin sin og studid var i algleymingi. A eftir forum vid a irskan pöbb og drukkum einn öllara og eg var dregin upp a svid til ad velja karoki sigurvegara kvöldsins!!
Annars var eg ad paela i thvi hvers eg saknadi mest vid Island:
1. Fjölskyldan
2. Vinirnir
3. Bifröst
4. Skyr
5. Vatn
6. Laugar
7. Vegamot
8. Laugavegurinn
9. Snaefinnur
10.Bio
svo eru fullt af litlum momentum og litlum hlutum sem ad eg sakna. Samt langar mig ekki heim nuna, kannski bara rett til ad knusa vini og fjölskyldu.... soldid sceary ad segja thad en eg er farin ad fila Thyskalad i taetlur!!!
8.11.05
Minna er solarhringur thangad til......
ad eg verd stödd a Franz Ferdinand tonleikum i Hamburg, jibbi!
Ich bin eine Berliner!
Berlín er speisuð borg. Ég hef aldrei séð eins mikinn arkitektúr á einum og sama staðnum. Í Berlín geturðu séð arkitektúr frá öllum tímabilum sögunnar. Geggjað! Mér leið eins og ég væri komin út í geim þegar að ég var í Sony Center og í fortíðina þegar að ég gekk undir Brandenburgar hliðið. Við hófum ferðina á lestarstöðinni í Luneburg á föstudagsmorgninum. Wille finnski strákurinn mætti þangað klukkan 3 um nóttina með Vodga flösku og auka sett af nærbuxum, til í tuskið! Við hin mættum klukkan 9 og ókum sem leið lá til höfuðborgar Þýskalands, Berlin! Við komum okkur fyrir á hosteli “ The heart of gold” sem var algjörg hátíð í samanburði við HORRORINN í Amsterdam. Við fórum svo í bustúr um Berlin og skoðuðum alls konar arkitektúr. Mér fannst sendiráð Norðurlandanna geggjað flott en gædinn sagði það í gamni vera kallað “græna skápinn úr IKEA” he he... Við stoppuðum hjá Berlínar múrnum og ég var í hálfgerðu sjokki þarna. Múrinn (eða múrarnir, því þeir voru tveir) var reistur 1961 í kjölfar þess að 10% Austur-Þjóðverja höfðu flúið til V-Þýskalands í gegnum V-Berlín. Já í stað þess að hörfa frá pólitísku skipulagi sem að fólk var augljóslega óánægt með þá reistu stjórnvöld bara múr!! (með leyfi frá Moskvu). Föstudagskvöldið var geggjað. Fyrst fórum við út að borða á ´60 diner og svo á næturklúbb MATRIX. Áður en að við fundum næturklúbbinn röltum við um Berlin og enduðum í hálfgerðum lífsháska á lestarstöðinni þar sem að Bjarki spurði í sakleysi sínu einhverja gaura um ATM og þeir drógu upp hnífa! Sem betur fer vorum við um 20 manns svo við sluppum. Við dönsuðum eins og geðsjúklingar á næturklúbbnum og héldum áfram djamminu þegar að heim á hostelið kom. Eanna, einn írsku strákanna, vakti svo Bjarka, Justin og David upp með því að sprauta á þá úr slökkvitæki! Fötin fóru í mess og Eanna þurfti að borga 300 evru reikning og var rekinn af hostelinu! Laugardagurinn fór í söfn og verslunarleiðangur og um kvöldið fórum við í Berlínar Operuna og sáum Carmen. Það var geggjað! Á Sunnudeginum skoðuðum við svo Check point Charlie og Brandenburgar hliðið, fórum út að borða og brunuðum heim, frábær ferð! Í Berlín er hægt að finna rosalega flott hannaða veitingastaði, mikið af geggjuðum arkitektúr, djassklúbba, menningu og söfn og ódýrar og MJÖG dýrar verslanir. Ég hlakka mjög mikið til að fara til Berlínar aftur!
Hér eru myndir
3.11.05
3. november
I dag hefdi Eirikur afi minn att afmaeli ef ad hann vaeri a lifi. Hann do i februar 1989 en tha var eg bara 14 ara gömul. Eg hugsa oft til thess hve gaman hefdi verid ef ad hann hefdi lifad lengur. Eg vildi oska thess ad eg gaeti raett vid hann um allt milli himins og jardar og efast ekki um ad eg fengi god rad hja honum. Eg er mjög stolt af afa minum og finnst hann hafa verid afar merkilegur madur. Hann var baedi farsaell i starfi og einkalifi, algjör sjarmör og heilladi alla upp ur skonum. Hann var Rafmagnsveitustjori rikisins og svo forstjori Landsvirkjunar og var brautrydjandi i orkumalum thjodarinnar asamt ödrum godum mönnum. Hann laerdi rafmagnsverkfraedi i Svithjod og thar kynntist hann astinni og tok ömmu mina med ser heim til Islands. Heima hja theim i Snekkjuvogi var yndislegt ad vera og eg hugsa oft med söknudi til sunnudagsmaltidanna. Tha var mikid hlegid. Afi sat vid endann, virdulegur og glettinn og sagdi oft gamansögur eda for med stökur. Hann knusadi okkur barnabörnin oft og mikid og um leid og vid komum inn um dyrnar hlupum vid inn a skrifstofuna hans, thar sem ad hann sat idulega vid skrifbordid sitt, og knusudum hann og fengum nammi. Skrifbordid hans var yfirfullt af leyndardomum og ekki sjaldan sem ad hann grof upp muni fra fjarlaegum löndum til ad syna okkur eda gefa. Eg sakna afa mins og ömmu mikid en veit ad thau eru saman nuna og halda yfir mer verndarhendi. Til hamingju med afmaelid elsku afi minn. Thu att RISAstoran stad i hjartanu minu.
2.11.05
Buxur oní stígvélum
Já ég viðurkenni thad fúslega en ég er tískuþræll! Ég sór það fyrir nokkru að girða ALDREI buxurnar mínar oní stígvélin en viti menn..... mín mætti þannig í skólann í morgun! Uff það er erfitt að tolla í tískunni :) Halloween partyið var geggjad. Reyndar mættu fáir í búning sem að er frekar glatað. Ég var engill eins og áður sagði og vakti mikla lukku. Hér eru myndirnar!
Í kvöld ætlum vid til Hamburg af því að Graham á afmæli. Strákarnir keyptu afmælisgjöf handa honum...... uppblásna dúkku!! og ég er víst með í þeirri gjöf. Við ætlum út að borða og djamma smá.. hvað annað. Nú svo er Berlin næstu helgi.... hlakka ekkert smá mikið til!
ps. til gamans... hérna erum ég og sænski