VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.10.07


Herdís María

Dóttir okkar Einars var skírð Herdís María 27. október sl. Þessi dagur var fullkominn í alla staði og foreldrarnir eru svo stoltir að þeir eru að springa. Allt heppnaðist svo vel og og hamingjan sveif yfir vötnum. Herdís María var eins og ljós allan daginn og leyfði öllum að halda á sér og lullaði þess á milli. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur heppnuðust svo vel og allir átu á sig gat. Mikil hamingja ríkti með nafnið og Herdís langamma var hrærð og stolt. Daman fékk fallegar gjafir og góðar kveðjur og við þökkum kærlega fyrir okkur. Fleiri myndir eru komnar inn á síðunna hennar, endilega kíkið.

Efnisorð:

|

25.10.07

Ryksugan á fullu

Undirbúningurinn fyrir skírnina gengur vel. Ég hef fengið sitt lítið af hverju lánað hjá mömmu og pabba, t.d. kertastjaka, dúk ofl. Já og ekki má gleyma skírnarborðinu sjálfu og skírnarskálinni! Tengdamamma ætlar að hjálpa mér að elda indverskan pottrétt og í forrétt ætlum við að hafa Dim Sum og súkkulaðihúðuð jarðaber. Skírnarkakan verður á sínum stað, búið að panta hana. Það verður rautt og hvítt á boðstólnum og auðvitað lúxuskaffi.
Svo hef ég verið að útbúa gestabók og Ólöf hannaði ættartré fyrir mig. Við Einar ætlum að gefa dömuni voða sæta gjöf sem að ég segi frá eftir skírn.
Það er aðeins einn höfuðverkur eftir. Í hverju á ég að vera???? Damn! Ætla að reyna að finna mér eitthvað í bænum á morgun.
Fötin á dömuna eru hins vegar ready. Skírnarkjóllinn er gasalega fallegur en Einar var skírður í honum á sínum tíma. Svo keypti tengdamamma 2 kjóla í Búdapest sl. helgi. Einn hvítan og einn í sterkum litum, spurning í hvorn daman fer eftir skírnina sjálfa.
Guuuuð mikið hlakka ég til! Spennó að sjá framan í liðið þegar að nafnið verður tilkynnt, vonandi að þau fái ekki sjokk!

Efnisorð: ,

|

22.10.07











Smá myndasyrpa....

Efnisorð:

|

20.10.07

Blood diamond

Horfðum á Blood diamond eitt kvöldið í vikunni. Hún var góð og ágætis áminning um ástandið sumstaðar í heiminum. Já maður getur verið þakklátur fyrir að búa hér. Myndin var átakanleg og spennandi og ágætlega leikin. Alveg þess virði að leigja.

Annars er allt fínt að frétta. Litlan dafnar vel og ég er á fullu að skipuleggja skírnina hennar. Hún verður skírð eftir viku og aðeins nánasta slegtið verður á svæðinu. Doddi frændi ætlar að skíra og skírnin verður hérna heima hjá okkur í Arnarkletti. Nafnið er ennþá leyndarmál :)

Það er kannski ekki viðeigandi að tala um gjafir í sömu færslu og Blood diamond en mér finnst bara svo "fyndið" að nær allar gjafirnar til lillu eru í poka. Ekki Hagkaupspoka heldur svona fínum pokum, allir hættir að pakka inn ;) ;)

Efnisorð: , ,

|

19.10.07

Dagur í lífi okkar mæðgna

Ég hef verið að koma dóttur minni í svefnrútínu svo ég skrifa niður hvernig dagurinn/nóttin er. Hér er t.d. 18. október 2007.

V=vakandi
S=sofandi
G=gefa

S: 24:00-5:30
G:5:30-6:10
V:6:10-6:30
S:6:30-9:30
G:9:30-9:45
V:9:45-10:40
S:10:40-12:00
G:12:00-12:45
V:12:45-13:30
S:13:30-16:30
G:16:30-17:20
S:17:20-17:30
V:17:30-18:00
S:18:00-20:00
G:20:00-20:45
V:20:45-21:30
S:21:30-23:30
V:23:30-00:30
G:00:30-1:15

Þennan dag gerðum við fullt saman. Fórum út í langan labbitúr, kíktum til ömmu í Hamravík, elduðum pizzu, dúlluðum okkur saman, fengum ömmu og afa í knús og margt fleira. Pabbinn var víst líka eitthvað þarna að knúsa litluna :)

Efnisorð: ,

|

18.10.07


Ég er Poolari eins og pabbi minn!!

Efnisorð:

|

12.10.07

Riddari á hvítum hesti

Dagur er nýr borgarstjóri í Reykjavík! Ég hef lengi haft dálæti á Degi eða alveg síðan að ég var skotin í honum þegar að ég byrjaði í 3. bekk í MR. Ábyggilega ein af mörgum.
Þá var hann í 5. bekk og Scriba. Hann gekk hnarreistur um skólann og sveiflaði makkanum gáfumannlega. Svo var hann í ræðuliðinu og skrifaði ljóð í Skólablaðið. Ég varð alveg staurblind, sá ekkert annað en hann fram að jólum.
Þennan vetur fór ég á mörg skólaböll. Mikill troðningur myndaðist fyrir utan skemmtistað, þar sem að ég beið eftir að komast á eitt þeirra. Ég lítil sem ég er, var gjörsamlega að kafna þarna í miðri þvögunni. Allt í einu var mér lyft upp úr þvögunni og borin inn af engum öðrum en nýkjörnum borgarstjóranum. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig litla busanum leið! Riddari á hvítum hesti er réttnefni og nú er hann riddarinn sem bjargar borginni eða er þaggi??

ps. þessi saga er DAGsönn ;)

Efnisorð: , ,

|

10.10.07



Hér erum við Eiríkur bróðir með börnin okkar. Nú er bara að bíða eftir að Katarína fari að unga út ;) hehe...

Efnisorð:

|

6.10.07


Ítalinn í eldhúsinu

Það mætti halda að ég væri "gift" Ítala. Sambýlismaður minn syngur ítalskar aríur meðan hann eldar ofaní eiganda þessa bloggs.


Æ þetta blogg er dulítið einhæft þessa dagana.. maður er bara í barnastússinu. Í tilefni þess skelli ég mynd af ljósálfinum mínum hér inn.

Nei nú, Þorbjörg Jónsdóttir, gengur þú of langt!!

Efnisorð: ,

|

3.10.07

Harðsperrur

Ég er með harðsperrur!! Fór í fyrsta "alvöru" göngutúrinn í dag, þ.e. tók vagninn og "trítlaði" út. Hildur og Hákon komu í heimsókn og við skelltum okkur á kaffihúsið Geirabakarí, fórum í Bónus og enduðum hjá ömmu og afa í Hamravíkinni. Við komum líka við í bankanum og Einar sýndi samstarfsfólki frumburðinn. Og viti menn, mín er með harðsperrur. Litlan svaf hins vegar allan tímann og er varla með harðsperru? Barnið sefur þvílíkt.

En þvílíkur aumingi er maður orðinn? Hjálpi mér allir og herr Gud osfrv.......

Bifrastargellurnar Lísa, Maja og Tótla voru að fara en þær skelltu sér í heimsókn til mín í sveitina og litlan fékk fleiri pakka. Takk fyrir :)

Ég er hins vegar að hugsa um að teygja á núna!

Efnisorð:

|

1.10.07

Mamma

ég er mamma! einhvern veginn er það eitthvað svo óraunverulegt! Ég man svo greinilega eftir því þegar að ég lá á ælunni í febrúar sl. og Birna hjúkraði mér. Einar var ennþá í Genf og fæðingin eitthvað svo fjarlæg. Þá hugsaði ég oft "í október verð ég orðin mamma". Og núna er október og ég er orðin mamma. Tíminn líður svo sannarlega hratt. Og þvílíka draumabarnið sem að við eigum. Litla prinsessan okkar sefur bara og drekkur og þvílíka dásemdin að fylgjast með henni þegar að hún er vakandi. Svipirnir og fallegu augun hennar dáleiða okkur foreldrana og ég verð að passa mig á því að knúsa hana ekki of fast eða hreinlega éta hana.

Bæjarferðin gekk vel. Við skelltum okkur í heimsókn í Njörvasundið og hittum Harald Nökkva í fyrsta sinn. Hann er nú BARA sætur og svaf allan tímann. Stóri bróðir skottaðist þarna í kring, algjör rúsína líka. Svo fórum við til afa og ömmu í Selvogsgrunni og þau elduðu handa okkur. Daman svaf meira og minna allan tímann en vaknaði örskamma stund og leyfði fólkinu að knúsa sig. Í gær fórum við svo í mat til ömmu og afa í Hamravíkinni. Fengum nýslátrað lamb og litlan fór í 1. skipti í kjól! Stal náttúrlega senunni og lenti í þvílíku myndatökunum :)

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com