Ryksugan á fulluUndirbúningurinn fyrir skírnina gengur vel. Ég hef fengið sitt lítið af hverju lánað hjá mömmu og pabba, t.d. kertastjaka, dúk ofl. Já og ekki má gleyma skírnarborðinu sjálfu og skírnarskálinni! Tengdamamma ætlar að hjálpa mér að elda indverskan pottrétt og í forrétt ætlum við að hafa Dim Sum og súkkulaðihúðuð jarðaber. Skírnarkakan verður á sínum stað, búið að panta hana. Það verður rautt og hvítt á boðstólnum og auðvitað lúxuskaffi.
Svo hef ég verið að útbúa gestabók og Ólöf hannaði ættartré fyrir mig. Við Einar ætlum að gefa dömuni voða sæta gjöf sem að ég segi frá eftir skírn.
Það er aðeins einn höfuðverkur eftir. Í hverju á ég að vera???? Damn! Ætla að reyna að finna mér eitthvað í bænum á morgun.
Fötin á dömuna eru hins vegar ready. Skírnarkjóllinn er gasalega fallegur en Einar var skírður í honum á sínum tíma. Svo keypti tengdamamma 2 kjóla í Búdapest sl. helgi. Einn hvítan og einn í sterkum litum, spurning í hvorn daman fer eftir skírnina sjálfa.
Guuuuð mikið hlakka ég til! Spennó að sjá framan í liðið þegar að nafnið verður tilkynnt, vonandi að þau fái ekki sjokk!
Efnisorð: Barnahjal, Daglegt líf