VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.11.07

Bækur bækur bækur


Byrjum á bókinni Dætur Kína sem er samansafn frásagna kínverskra kvenna eftir daga Maós. Í bókinni stjórnar kínversk kona útvarpsþætti þar sem að hún les upp úr bréfum sem borist hafa þættinum. Margar frásagnanna eru hræðilegar og mjög sláandi. Oft á tíðum fannst mér þær hreinlega ótrúlegar svo fjarlægur okkur er/var þessi raunveruleiki kínverskra kvenna. Frásagnirnar eru þó ekki eintóm harðneskja. Maður fær innsýn inn í annars konar þjóðfélag en maður á að venjast og ég uppgötvaði eiginlega þegar að ég las þessa bók hvað aðrir menningaheimar heilla mig.


Saffraneldhúsið e . Yasmin Crowther er bók sem að segir frá lífi íranskrar konu sem giftist enskum manni. Með honum eignast hún dótturina Söru. Við kynnumst Íran fyrir byltinguna þar sem að móðirin er lítil stúlka sem að þráir annars konar líf en henni er ætlað. Í bókinni skarast tveir menningarheimar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sagan er full af kærleik, fortíðarþrá og ást í meinum. Ég viðurkenni að ég felldi tár meðan að ég las þessa bók og hún vakti mig til umhugsunar um Íran líkt og Flugdrekahlauparinn gerði um Afganistan. Ég mæli með þessari bók. Núnar er ég að lesa Villta svani og hlakka svo til að lesa Þúsund bjartar sólir en ég fékk hana í afmælisgjöf.

Efnisorð:

|

27.11.07


Örlög

Í dag á Einar afmæli. Örlögin höguðu því þannig að í mörg ár vorum við í nálægð við hvort annað en þekktumst ekki. Við vorum bæði á Bifröst, Einar nokkrum árum á undan mér, fórum bæði til Luneburgar en Einar nokkrum árum á undan mér og við vorum bæði ritarar Skólafélagsins nema já Einar nokkrum árum á undan mér. Það var ekki fyrr en sumarið 2006 að við kynntumst fyrir alvöru og þá smullum við saman. Síðan þá hefur margt gerst. Við höfum ferðast mikið saman á þessum stutta tíma. París, Köben, Genf, Istanbul, Lissabonn svo eitthvað sé nefnt. Við höfum líka keypt okkur hús og bíl. Síðast en ekki síst þá eignuðumst við barn. Sú upplifun færði okkur nær hvort öðru og við sjáum ekki sólina fyrir litlu stúlkunni okkar. Ég hefði ekki viljað upplifa þetta allt með neinum öðrum en Einari. Hann er lúmskur húmoristi sem að á er treystandi. Hann er einstaklega góður við mig og +eg gæti ekki verið hamingjusamari. Hann er besti vinur minn. Til hamingju með afmælið ástin mín.

Efnisorð:

|

24.11.07


Búkollustelpa

Ég varð að setja þessar myndir inn. Þetta Búkolludress fékk Herdís María frá Sóleyju vinkonu sinni og Búkollu sjálfa frá Sigrúnu vinkonu sinni. Það er gott að eiga góðar vinkonur sem að sjoppa sæta hluti handa manni :)

Ég er með æði fyrir nýja laginu með Dísellu. Óperuútgáfa af Okkar nótt. Rosa flott. Svo horfði ég á Í beinni með Loga áðan og þar söng Páll Óskar Allt fyrir ástina í rólegri útgáfu. Rosa flott líka. Maður er eitthvað svo mússí múss þessa dagana.

Ég er að lesa frábæra bók núna sem að heitir Saffraneldhúsið. Mæli með henni. Tala smá um hana í næsta bókapistli.

Jólaundirbúningurinn er hafinn fyrir alvöru. Búina að kaupa nokkrar jólagjafir og dunda mér við að pakka þeim inn. Skreyta þær flott og svona. Annars er maður að reyna að hlífa höndunum sínum en ég er sem betur fer betri í þeim. Jæja nóg í bili.

Efnisorð: ,

|

22.11.07


Flotta gella!
Posted by Picasa

|

21.11.07

Dúlluskapur og rómans

Afmælisdagurinn var góður. Fékk góðar gjafir og gott að borða. Kokkurinn á heimilinu eldaði ítalska nautasteik og steikti ost í forrétt. Rosa gott.

Svo finnst mér svo dúllulegt að horfa á ungabörn sofa. Þau liggja alltaf með hendurnar uppfyrir haus. Svooooooo dúlló. Þessi stelling er samt ekki fyrir fullorðna ;)

Herdís María dafnar vel. Við fórum í skoðun í morgun og hún er nú 4.790 gr. og 58 cm. Hún er mikið farin að fylgjast með og er svakalega forvitin. Hún elskar tásunudd og höfuðnudd og auðvitað snuðið sitt. Hún dundar sér lengi á teppinu sínu og fer að sofa þegjandi og hljóðalaust.

Efnisorð: ,

|

17.11.07

Bestasti dagurinn

Í dag er bestasti dagurinn.... afmælisdagurinn minn. Fæddist kl 12:20 í Linköping Sverige fyrir 33 árum. Hugsa sér!

Efnisorð:

|

15.11.07

Veit ekki alveg af hverju ég er brosandi hehe, þið getið samt ekki neitað því að ég er flottasta gellan í bænum með þetta!?
Posted by Picasa

Efnisorð:

|

14.11.07

Gifs-gips

Ég var gifsuð upp að olnbogum í gær... á báðum höndum! Það verður því ekki mikið um mastersritgerðarskrif það sem eftir lifir annar :(

ps. kíkti í orðabók og það má víst bæði skrifa gifs og gips

Efnisorð:

|

13.11.07

Bóka"gagnrýni" I

Ég hef lesið nokkrar bækur undanfarið.
Byrjum á Sushi for beginners. Þessi bók er eftir Marian Keyes og ég fékk hana lánaða hjá Marínu. Hún var nokkuð lengi á náttborðinu mínu en svo þegar að ég byrjaði kláraði ég hana nokkuð fljótt. Þetta eru svona "froðu"bókmenntir og sagan segir frá þremur ungum en ólíkum konum. Ein þeirra er á framabraut, borðar lítið sem ekkert og lítur út eins og súpermódel. Einhvern veginn vantar samt eitthvað í hennar líf. Önnur er fyrrverandi promqueen-týpa, ljúf og góð og er komin í pakkann með the promking-týpunni. Allt er voða fullkomið eitthvað. Einhvern veginn vantar samt eitthvað í hennar líf. Sú þriðja er mjög svo "venjuleg" kona sem vill fá meira út úr lífinu. Líf þessara kvenna fléttast saman og auðvitað kemur ástin við sögu. Höfundurinn er með dálítið kaldhæðinn stíl og það tók mig smá tíma að fatta hann þ.e. húmorinn en svo þegar að ég náði honum þá fannst mér bókin virkilega skemmtileg og góð afþreying. Mæli með henni og ég ætla að sníkja aðra bók hjá Marínu e. sama höfund.

Undarlegt háttarlag hunds um nótt er virkilega einlæg og einföld bók. Hún er eftir Mark Haddon og hefur unnið til margra verðlauna. Ég las hana þýdda og hún snerti mig á barnslega einlægan hátt. Mér fannst hún virkilega vel þýdd. Hún fjallar um einhverfan dreng sem að rannsakar hundsdráp í götunni sinni. Sú rannsókn leiðir hann hins vegar á vafasamar slóðir. Ég hló oft upphátt þegar að ég las bókina og náði að tengjast aðalpersónunni þannig að ég fann til með henni og skildi drenginn eitthvað svo vel í einhverfum heimi sínum.

Viltu vinna milljarð e. Vikas Swarup olli mér vonbrigðum. Ég leitaði logandi ljósi að henni þegar að ég var í Genf en fann hana ekki. Ég las hana því þegar að heim kom í íslenskri þýðingu sem að ég fílaði ekki. Mér fannst setningarnar stundum svo skringilega uppbyggðar og það truflaði mig. Bókin var engu að síður góð og mjög skemmtileg. Ég var fljót að klára hana og fléttan var fín. Bókin snerti mig samt ekkert og ég var frekar fljót að gleyma henni. Við Einar vorum sammála um að hún minnti örlítið á Forrest Gump þ.e. sögustíllinn. Saga eftir sögu í lífshlaupi manns.

Meira næst....

Efnisorð:

|

9.11.07

Kósý kósý

Við Herdís María erum með kósý-dag í dag. Þá kveikjum við á kertum og setjum slökunar tónlist á fóninn og kúrum okkur. Við förum ekkert úr náttfötunum og ekkert út í vagn. Við sváfum til kl 11 og erum búnar að vera að kúra okkur síðan þá. Fengum okkur smá að snæða og þá aðallega mjólkurvörur..... Herdís María fékk mjólk og ég fékk mér skyr. Nú bíðum við spenntar eftir að fá karlmanninn á heimilinu heim, það eru nefninlega smákökur í ofninum :)

ps. sem að eru að verða HUGE... úpps

Efnisorð:

|

7.11.07

Fastir liðir eins og venjulega

Við Einar höfum verið að horfa á þessa snilldarþætti undanfarið. Eigum einn eftir. Greyið Indi, ég segi nú ekki annað hehe.. með þennan klikkaða pabba og hárið sitt og Þórgunni sem er kvenremba. Indi greyið þurfti að sofa í baðinu eina nóttina. Nú svo er Erla farin til Svíþjóðar til lesbunnar sem að Indi hélt að væri mótorhjól haha.. Þessir þættir eru á undan sinni samtíð, snilldarlega skrifaði og velleiknir. Brill.

Herdís María er alltaf svo góð en í gær og í dag hefur hún gjörsamlega hangið á brjóstinu mínu og er óróleg og hefur ælt eins og þynkubolti í nokkurn tíma. Ég skipti um aldress á henni mörgum sinnum á dag!! Ég hef verið að ryksuga með hana á handleggnum í dag og bakaði eina sort í gær... fyrstu jólasmákökurnar. Það er frænkuklúbbur í kvöld svo ég verð að spýta í lófana... eins gott að ég er 1/4 Svíi.. svoooo skipulögð ;)

ps. Hún Birna mín á afmæli í dag.... Til hamingju sæta mús

Efnisorð:

|

6.11.07

3. nóvember

Þann 3. nóvember sl. hefði Eiríkur afi minn átt afmæli ef að hann væri á lífi. Hann dó i febrúar 1989 en þá var ég bara 14 ara gömul. Ég hugsa oft til þess hve gaman hefði verið ef ad hann hefði lifað lengur. Ég vildi óska þess að ég gæti rætt við hann um allt milli himins og jarðar og efast ekki um að ég hefði fengið góð ráð hjá honum.
Ég er mjög stolt af afa minum og finnst hann hafa verið afar merkilegur maður. Hann var bæði farsæll í starfi og einkalífi, algjör sjarmör og heillaði alla upp úr skónum.
Ég varð yfirmáta stolt þegar að ég las minningarorð Jóhannesar Nordal þáverandi seðlabankastjóra í hans garð:

"Með Eiríki Briem, rafmagnsverkfræðingi og fyrrverandi rafmagnsveitustjóra ríkisins og síðar forstjóra Landsvirkjunar, er fallinn frá einnaf brautryðjendum tækniframfara og betri lífskjara á Íslandi á síðara helmingi þessarar aldar. Vinir hans og samstarfsmenn eiga á bak að sjá heillandi persónuleika, sem með fjölþættum gáfum sínum, skarpri hugsun og leiftrandi skopskyni brá birtu hins óvænta jafnvel yfir hversdagslegustu hluti. Eiríkur var höfðingi í lund og stórlyndur, og það leyndi sér ekki, að að honum stóðu merkar ættir fjölhæfra gáfumanna."

Afi lærði rafmagnsverkfræði í Svíþjóð og þar kynntist hann ástinni og tók ömmu mína með sér heim til Íslands. Amma sagði mér síðar frá því að hún hefði fyrst séð hann hjólandi í hálku með skrýtna húfu á hausnum. Vinkona hennar benti henni á hann og sagði "þarna er skrýtni Íslendingurinn". Svo virðist sem að ömmu hafi ekki fundist hann svo skrýtinn. :)
Heima hja afa og ömmu i Snekkjuvogi var yndislegt að vera og heimili þeirra yfirfullt af fallegum hlutum, málverkum og skemmtilegri hönnun. Ég hugsa oft með söknuði til sunnudagsmáltíðanna. Þá var mikið hlegið. Afi sat við borðsendann, virðulegur og glettinn og sagði oft gamansögur eða fór með stökur. Hann knúsaði okkur barnabörnin oft og mikið og um leið og við komum inn um dyrnar hlupum við inn á skrifstofuna hans, þar sem að hann sat iðulega við skrifborðið sitt, og knúsuðum hann og fengum nammi. Skrifborðið hans var yfirfullt af leyndardómum og ekki sjaldan sem að hann gróf upp muni frá fjarlægum löndum til að sýna okkur eða gefa. Um páska fórum við oft á Búrfell. Þar var nú ýmislegt brallað t.d. veiddum við síli niðrí læk, klifruðum upp á fjall, fórum í sund og skoðuðum Þjóðveldisbæinn og virkjunina.

Ég sakna afa mins og ömmu mikid og vildi óska þess að Herdís María og Einar hefðu fengið að kynnast þeim. En ég veit að þau eru saman núna og halda yfir mér verndarhendi. Til hamingju með afmælið elsku afi minn. Þú att RISAstóran stað i hjartanu minu.

Efnisorð:

|

5.11.07

Fyrsta sinn í 101

Við Herdís María fórum í jólalunch á Njálsgötuna sl. laugardag. Sænskar kjötbollur, piparkökur, mandarínur, jólaöl og nefndu það.. jólalög á fóninum og kerti úti í glugga. Jólastemmarinn í botni. Fullt af krílum og notalegheit. Við röltum svo niðrí bæ, fórum niður Laugaveginn og enduðum á Listasafni Íslands. Þar skoðuðum við sýningu Kristjáns Davíðssonar. Á sýningunni er afrakstur síðastliðinna 17 ára í list Kristjáns. Hann er með einskonar slettutækni og mörg verka hans flott. Herdís María var því þokkalega menningarleg með móður sinni þennan nóvembereftirmiðdag.

En að öðru. Laugardagslögin. Við hlógum okkur máttlaus í Njörvasundinu þegar að við sáum lagið hans Barða. Týpískt Eurotrash-lag með olíubornum vöðvatröllum. Ég veit samt ekki hvort að mig langar að senda "djók" aftur í Júróið. Langar svo hryllilega að eitthvað virkilega gott lag vinni og fari út. Því miður hafa flest lögin verið frekar slöpp það sem af er og þetta lag hans Barða er eina lagið sem að ég man viðlagið úr.

Og að allt öðru. Einiberjasósa. Ein sú besta sósa sem að ég hef fengið!

Og að lokum. Herdís María brosir eins og henni sé borgað fyrir það. Þegar að ég mæti með myndavélina þá setur hún hins vegar í brýrnar eða setur upp "hissa"svipinn sinn.

Efnisorð:

|

1.11.07




Tvífarar vikunnar

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com