VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.3.08Pælið í tímalausri hönnun. Þessi vasi er hannaður af Alvar Aalto á 4. áratugnum og er mjög vinsæll í dag. Ég á tvo svona glæra en rauða glerið er dýrast í framleiðslu (bara svona smá fróðleiksmoli. Það er víst mjög dýrt að blása rautt gler). Ég er einstaklega hrifin af hönnun Aaltos og hef verið það frá því að ég var lítil stelpa. Þá fór amma reglulega með mig í Norræna húsið sem að er einmitt hannað af honum og þar lásum við sænskar barnabækur saman, í stólum hönnuðum af honum. Lúsíuhátíðin var líka alltaf haldin í Norræna húsinu og ég tók mig náttúrurlega sérstaklega vel út sem lúsía (soldið feimin samt). Ég viðurkenni að ég tók nú samt smá tímabil þar sem að ég þóttist ekki fíla Aalto. Þá var ég í menntó og fannst hann svo bókasafnslegur og ekki nógu töff. (hönnunin has hefur prýtt ófá bókasöfnin) Hér er önnur tímalaus hönnun:
Hver kannast ekki við þennan koll?? Brilljant

Efnisorð:

|

30.3.08

Mig dreymir um...

.... að sitja á útikaffihúsi. Það er sumar og sólin skín. Ég er í sumarkjól og háhæluðum skóm með bera sólbrúna leggi. Ég er með sólgleraugu, heimsbókmenntir (okey okey, slúðurblað) og ískalt hvítvínsglas. Ég sit ein í svona klukkutíma, horfi á fólkið og les Aristóteles (ræsk). Þá koma vinkonur mínar, setjast og panta sér líka hvítvín. Við teygjum andlitin á móti sól og njótum þess að finna örlitla golu skríða upp pilsfaldinn. Það er mikið hlegið og ennþá meira kjaftað. Nokkrum tímum og hvítvínsglösum síðar ákveðum við að fá okkur sushi. Eftir það er kvöldið ungt og óráðið. Ævintýri liggur í loftinu.

Efnisorð:

|

27.3.08

Sniðug stelpa

Það er meira hvað þau eru glúrin þessi kríli. Herdís María er til dæmis alveg búin að átta sig á því að það þýðir ekki að banka í mömmu sína þegar að hún vaknar fyrir allar aldir. Hún snýr sér því að pabba sínum og bankar létt í hann og blakar augnhárunum. Hann bráðnar alveg og fer með hana fram. Þar eiga þau feðginin notalega morgunstund saman áður en að hann fer í vinnuna og ekki kvarta ég!
Nú svo var ég að ryksuga um daginn og Herdís María fríkaði út af hræðslu. Ég hef samt ryksugað einu sinni í viku frá því að hún fæddist svo ég varð mjög undrandi á þessari ofsahræðslu. Nú má hún ekki einu sinni sjá ryksuguna þá kemur skeifa og hún verður voða hrædd. Ég sem sagt þarf ekki einu sinni að kveikja á tryllitækinu svo barnið verði hrætt!

Í morgun fórum við í dagmömmuferð. Kíktu í heimsókn til dagmömmunnar sem að við vorum að spá í að láta HM til. Okkur leist voðalega vel á allt hjá dagmömmunni og stefnum á að Herdís María byrji í ágúst. Herdís sýndi á sér sínar bestu hliðar og dagmamman féll alveg fyrir henni. Núna liggur litla skvísan steinsofandi uppí rúmi. Hún verður meira og meira fyrir kúr og kelerí með hverjum deginum og var hún samt knúsikelling fyrir. Þegar að ég ligg hjá henni strýkur hún mig bak og fyrir og kyssir, fiktar í hárinu mínu og ég ligg bara þarna í alsælu!

Efnisorð: ,

|

19.3.08

Las þessa bók fyrir nokkru. Hún var brill! Ég hló mig máttlausa. Becky Bloomwood er yndisleg týpa. Það er ekki oft sem að ég hlæ upphátt þegar að ég les. Ég, hins vegar, grét upphátt þegar að ég las Þúsund bjartar sólir. Sú bók er eftir sama höfund og skrifaði Flugdrekahlauparann. Flugdrekahlauparinn er yndisleg bók sem að snerti mig, ein besta bók sem að ég hef lesið. Þúsund bjartar sólir er bók af svipuðum toga þ.e. fjallar um tvíburasálir þar sem að sögusviðið er Afganistan. Hins vegar finnst mér höfundurinn ganga einu skrefi of langt í henni. Hún er eiginlega yfirgengilega hræðileg á köflum. Mér leið illa þegar að ég las hana og þurfti að fletta yfir bls. í endann, meikaði bókina engan veginn. Ég held hreinlega að ég geti ekki mælt með henni.
Annars verður lítið um blogg næstu daga svo ég segi GLEÐILEGA PÁSKA!

Efnisorð:

|

18.3.08

Danir sannspáir?

Nú er það bara brauðskorpan og vatnið út árið. Krónan er að fara fjandans til. Bara meðan ég skrifa þetta orð hérna fellur krónan og lánið okkar hækkar. Bensínið svo dýrt að við komumst ekki út úr innkeyrslunni og hvað þá til Reykjavíkur. Við sjáumst bara árið 2010 þegar að þetta hefur jafnað sig. Við verðum allaveganna ekki spikuð famelían eftir brauðskorpuátið og vatnssopann. Nei sei sei.

Efnisorð: ,

|

17.3.08

Ber að neðan

Fór í leikhús fyrir nokkru og sá Kommúnuna. Mér fannst þetta hin besta skemmtun. Skemmtilegt og fyndið. Svo fékk maður að sjá bera rassa og "rottur" og nokkur typpi líka! Leikararnir stóðu sig vel og sviðsmyndin var skemmtileg. Gael var voða sætur og mjög fyndinn, tók sig t.d. vel út sem Kínverji! Myndin var samt betri, sumir djókanna voru hreinlega OFfyndnir á sænsku. Það hljómaði einhvern veginn "betur" að heyra Línu Langsokk líkt við kapítaliskt svín og Emil í Kattholti sem andfeminískan á sænsku. Mér finnst svo gaman að fara í leikhús, mikil synd hvað ég fer sjaldan. Svona er að eiga ekki lengur vinkonu sem að vinnur í leikhúsi og gat boðið manni á ófáar sýningarnar ;)
Annars er Arnarkletturinn pestarbæli eins og stendur. Við mæðgurnar vorum hryllilega veikar um helgina og höfum ekki náð okkur. Vonandi verða allir hressir um páskana.

Efnisorð: ,

|

14.3.08
Herdís María er 6 mánaða í dag!
Ég hálfpartinn trúi því ekki að það séu liðnir 6 mánuðir frá því að ég stóð með drippið í æð og fann hríðarnar magnast! Þegar að þetta er skrifað (kl. 11) voru hríðarnar að harðna töluvert og náðu hámarki þarna rétt eftir hádegi. Klukkan 15:26 var dúllan svo komin í heiminn og við Einar orðnir foreldrar. Þessir 6 mánuðir hafa verið lærdómsríkir fyrir okkur öll. Herdís María hefur lært að hjala, brosa, hlægja, velta sér, sitja studd og óstudd í 15 sek!, knúsa, drekka, borða, leika sér í baði, að horfa á tv, farið í vagn og kerru, setið á kaffihúsi, farið í sumarbústað og pæjast út í eitt! Hún er hins vegar ennþá tannlaus greyið :) Ég hef líka lært óendanlega mikið. Þvílíka breytingin að eignast barn. Herdís María var inn í mér í 9 mánuði og hefur svona næstum hangið á túttunni síðan þá. Við sofnum saman og vöknum saman, knúsumst á næturnar og daginn, borðum saman, hún horfir á mig í sturtu og við leikum og hlægjum saman. Obbosslegar vinkonur við! Ég elska þessa litlu dúllu skilyrðislaust og hlakka svo til að fylgjast með henni áfram. Knús til þín elsku fallega dóttir mín, ég elska þig.

Efnisorð:

|

13.3.08

Litlir englar

Ég horfði á Kompás í vikunni. Ég varð svo að hætta að horfa á þáttinn og hlusta bara, meikaði ekki að horfa á þáttinn með pólskum texta. Endaði alltaf á því að reyna að lesa blessaðan textann og fékk geðveikan hausverk! En mikið finn ég til með foreldrum drengsins og líka með foreldrum Jakobs Arnar sem að lést í vikunni úr heilablæðingu. Mamma hans er gömul bekkjarsystir mín. Úff ég fer bara að skæla þegar að hugsa um þetta. Það er hræðilegast í heimi að missa barnið sitt. Andstætt náttúrulögmálunum. Ég sendi allar mínar samúðaróskir og bið góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum.

Efnisorð:

|

7.3.08

Aðdáun

Við Einar vorum að spá í því hvenær foreldrar hætti að dást að börnunum sínum. Við getum nefninlega horft endalaust á Herdísi Maríu með aðdáun. Í gærkvöldi lágum við uppí rúmi og horfðum á krílið okkar sofandi (gátum ekki hætt að glápa á hana) og fórum að spá í þessu. Held að mamma mín sitji sko ekki við rúmgaflinn hjá mér og horfi á mig sofandi þegar að ég gisti í Selvogsgrunni ;) Kannski að maður hætti þegar að maður á trilljón börn að maður hefur ekki tíma til að glápa á þau öll eða þegar að þau eru orðin loðin annars staðar en á hausnum? Allaveganna er þetta frekar tímafrekt sko...

Efnisorð:

|

3.3.08

The bold and and the beautiful

Ég elska að lesa slúðurblöð. Núna er ég með tvö eintök af OK og les af áfergju um Angie´s joy and Jen´s pain! Nú svo eru sætar myndir af Dannielynn og pabba hennar með höfrungum og svo fer ég næstum að skæla þegar að ég sé myndir af litla sílinu hans Heath Ledger. Svo er gaman að sjá stjörnur á óheppilegum tímum þegar að þær eru næstum "alveg eins" og við og svo líka þegar að þær eru uppdressaðar og ómótstæðilega flottar. Þetta er eitt af trítunum mínum. Það er dásamlegt að fara í freyðibað, krema sig svo og leggjast upp í sófa með stórt vatnsglas með klökum/pepsimax með klökum og lesa þessi blöð.
Las einhver viðtalið við Lúðvík Gizurarson í 24 stundum um helgina? Gott viðtal. Ég er eitthvað ferlega svag fyrir þessu drama og öðrum líkum. Mér finnst réttur fólks til að vita uppruna sinn svo sterkur og grundvallarmannréttindi. Í Kastljósi sl. viku var einnig fjallað um svona faðernismál en það var með ólíkindum að sú kona hefur verið rangfeðruð 2svar!
Jæja best að fara að skrifa ritgerð... damn að hafa þessi OK-blöð hérna!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com