VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.12.04

Hámenning og lágmenning???

Svik eftir Harold Pinter
Var boðið í leikhús í gær. Fór á litla svið Borgarleikhússins og sá Svik, leikrit um, já getiði??? jamm svik he he... Emma var sem sagt að svíkja eiginmann sinn hann Roger með því að halda fram hjá með besta vini hans sem var þá náttúrulega í leiðinni að svíkja besta vin sinn.... Ég fór í framhaldinu að pæla í því hvernig fólk getur lifað svona 2földu lífi?? Lifað með tveimur mönnum??!! ... mér fyndist ég ekki vera sönn. Annars hef ég nú svo fullt að gefa núna að ég veit ekki hvort að einn maður dygði yfir höfuð he he.. mar bara að verða meir svona yfir hátíðarnar :-)

Bachelorette
Nú úr hámenningu í lágmenningu..... horfði á endursýningu á Bachelorette áðan með Katrínu. Hún var búin að sjá þáttinn og ég pumpaði hana óspart hverjum Meredith hefði sparkað.... en Kata var þögul sem gröfin he he he.... Ian er að skora feitt hjá Katrínu en ég er soldið skotin í Lenny... annars kom þessi Matthew dáldið sterkur inn í þessum þætti og við systur spáum þeim þremur í final three!!! Annars er Meredith sko ekki að skora neitt hjá okkur. Hún er eitthvað svo engin stelpa??!! æ veit ekki hvort að þið skiljið, er bara eitthvað svo konuleg eitthvað og talar svo latt... he he... hreyfir varla munninn þegar að hún talar..
...mamma er líka komin á fullt inn í þetta og finnst Lenny voða krúttlegur svo ég spái því að við mæðgur verðum límdar við skjáinn e. viku :-) Hvað er málið með Chad??? mjööög ósexy en er víst rosalega góður maður......!!!! he he

|

29.12.04

obbobbobb.... var að frétta að við systur hefðum mætt með trompetin með okkur í gær og verið mjööööög kaffærandi og spes gellur.... höstltæknin ekki að virka he he he he he

|

Hæ ég veit að ég sagðist ætla að fara í bloggpásu en kvöldið í gær var BARA fyndið. Við byrjuðum daginn, ja svona sirka um kl 14, og fórum á Vegamót í léttan lunch. Við ætluðum sko að stússast fullt en enduðum með því að vera súper latar en dröttuðumst svo í Selvogs og fórum í nýtt Trivial þar sem að allar spurningarnar snúast um tónlist, kvikmyndir, sjónvarp og slúður... og spurningarnar á höfuðreit eru dvd-spurningar....... mjöööög skemmtilegt spil þar til að ég tapaði.... mér fannst ég sko persónulega vera best í þessu spili en Diljá smiljá og Kata rassgat fengu einhverjar skítléttar spurningar eins og Law and order spurningin, hvað var það??? Við Sverrir vorum búin að vera endalaust á þessum tv-reit og fengum bara eitthvað krapp og svo fara þær á hann og fáið Law and order! jæja við vorum alveg í gírnum og Katrín kom með nokkra öllara og við ákváðum að skella okkur í partý.... leituðum logandi ljósi að einhverju sing-star partýi en enduðum á Ölstofunni þar sem að við fórum í höstl-sögu keppni með einhverjum stelpum... ég sagði "why does it always rain on you?" höstl-söguna af söngvaranum í Travis... en svo voru einhverjir Danir þarna á næsta borði og ég var komin í þvílíkan augnkontakt með einum þeirra.... hann var með skegg (ummm) svo var ég samt ekki alveg viss um hvort að hann væri að gefa mér auga eða Katrínu eða jafnvel stelpunni í lopapeysunni svo ég var eitthvað voða óörugg og feimin og þorði ekki að horfa meira á hann... þá skokkaði Katrín til hans og fór að höstla hann fyrir mig (eins og í 12 ára bekk) og segja honum að ég væri skotin í honum og hann alveg "ohooo shes so sveet..." og katrín alveg já já... "but why didnt she come and talk to me"... hmmm Katrín alveg "shes so shy" ...he he við vorum alveg að skora feitt þarna... svo fundum við partý þegar að Ölstofan lokaði... (samt ekki sing star) og Dill, Kata og ég fundum taxa sem að okkur var hent út úr...... (sigh, íslenskir karlmenn) en þá kom Daninn (við vorum sem sagt greinilega að skora) og við rúlluðum í partýið en á leiðinni fór hann þvílíkt að vorkenna Diljá að búa í Árósum og svo seinna Katrínu að búa í Oxford. Honum fannst bara allt leim og glatað og vildi svo ekki borga neitt í taxanum... ég missti snarlega áhugann á skegginu í rauðu peysunni.... og ekkert varð úr neinu höstli svo sorry Diljá ég er ekki að standa mig hérna megin....

|

27.12.04

Jæja nú er hápunktinum náð í hátíðarhöldum og ég sofnaði í nótt alveg úttroðin af jólamat, konfekti og mandarínum.... ég vaknaði því södd í morgun og hef nú hafið heilsusamlegra líf, allaveganna fram á næsta föstudag.... Ætla að reyna að snúa sólarhringnum við frá og með morgundeginum og mæta í ræktina og eyða jólapeningnum í Kringlunni. Svo bíða jólabækurnar í tonnatali og ég verð að herða mig í lestrinum ef að ég ætla að komast yfir þær áður en að skólinn byrjar......
ég ætla að taka smá bloggpásu núna fram á nýtt ár svo ég bið ykkur vel að lifa og gangið hægt um gleðinnar dyr þegar að þið fagnið nýju ári !! :-)

|

24.12.04

GLEÐILEG JOL

kæru vinir ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári :-)

Þorláksmessa var brill, fórum á jólarölt og út að borða og enduðum kvöldið í Sing star!!!!!

|

21.12.04

Ég hef verið slöpp síðan á sunnudag... fyrst var það þynnka sem breyttist svo í gubbupest og flensu... svo ég skreið rétt út úr húsi í gærkvöldi ... svona rétt til að kíkja út. Sat með Sigrúnu og vinkonum hennar við kertaljós og með Eivöru á fóninum. Ekta jólastemmning... eins og núna þá ligg ég innan um jólaljósin meðan Ragnheiður Gröndal syngur fyrir mig um norðurljós og vetrarsól... ummm núna er ég loksins komin í jólaskap og líður svoooo jólalega :-)

|

18.12.04

Herra Ísland, Idol og Kata skvís

Vá ég hélt að við myndum deyja úr hlátri þegar að gæjarnir í Herra Ísland byrjuðu að dansa Britney Spears dansa eins og einhver frík vélmenni!!!! og svo þegar að þeir gengu um sviðið var eins og þeir væru villtir og vissu ekkert í hausinn á sér hvert að þeir ættu að rölta... leiðinlegt að segja það en við hlógum pinku að þeim.. eða kannski ekki pinku he he... nú svo fannst mér kynnarnir vera leim, ein þeir gerðu eila bara grín og lítið úr keppninni...

Idolið sukkar...... ég hef núna eytt morðfjár í að koma þessum Eini áfram svo ég hefði eitthvað kjet á skjánum í þessari keppni... ég var sem sagt ein af þessum "smá" stelpum sem að lá á línunni og kaus þennan sjarmör .... ég stend sko alveg og fell með því! Ég veit að hann er ekki besti söngvarinn í keppninni (far from it) en hann hefur einhvern stjörnusjarma og mjög þægilega nærveru á sviði... svo ég var drullufúl að hann skyldi enn og aftur tapa með 1% stigi :-(

Í dag er svo merkisdagur.... Kata sys er 20 ára í dag!!!!!!!!!!!! til hamingju litla snúllan mín ....
Í kvöld eru svo afmælisveislur í tonnatali og mun ég skella mér í tvær.... stuð stuð stuð vííííí

|

16.12.04

Fór í sund í dag eins og svo oft áður.
Í dag dvaldi ég bara í heitu pottunum og kjaftaði við hana Diljá mína. Vá hvað Laugardalslaugin er farin að láta á sjá! Það voru náttla svo fáir í sundi því það var brunagaddur!! ekki beint sólbaðsveður nei nei en allaveganna þá sést svo vel hvað allt er orðið sjúskað. Nú við sátum þarna í einu horninu á bubblupottinum og einhvern veginn vildu bara allir vera þar sem að við vorum.... annað hvort vorum við svona sætar eða fólki fannst gaman af því að hlusta á okkur???? Flestir sem að hlömmuðu sér í kringum okkur voru gamalt fólk og einn kallinn var mjög spes, alltaf að klóra sér og ræskja sig og skvetti vatni af áfergju framan í sig, meðan annar fór í kaf rétt við tærnar á Diljá og bara var þar í óratíma..... nú einn lagði næstum höfuðið á öxlina mína en þá var mér nóg boðið og rauk upp og dró Diljá með mér í næsta pott sem var svona týpískur íslenskur heitapottur en þar vorum við einar og gátum slummast í friði.
Við vorum ekki eins vinsælar á Súfistanum þar sem að við hámuðum í okkur grænmetisbökur og slúðruðum.

Nú býð ég bara spennt eftir að skötuhjúin mæti á svæðið.... jólaskinkan og jansons :-)

|

14.12.04

Ég viðurkenni það opinberlega að ég er lélegust í heimi í keilu!!!!!!

|

Systurnar þrjár eru voðalega sætar og fínar í nýju jólamyndböndunum sínum...ég get samt ekki að því gert að ég fæ nettan kjánahroll þegar að þær taka upp trompetin!


|

13.12.04

Málsvörnin gekk rosalega vel.
Kennararnir,Stráði og Ingibjörg Þ., voru bara svona líka roooosalega ánægð með okkur og hrósuðu okkur mikið. Við, misserishópur 14, vorum voða stolt og ætlum að fagna þessu góða gengi með því að fara út að borða og í keilu annað kvöld :-) he he he váts hvað ég mun taka þau í bakaríið í þessari keilu (búin að ljúga að ég sé voða léleg en kem svo og mala þetta pakk)
Nú svo er plöggari dauðans, hann Tóti, búinn að prómótera skýrsluna okkar hægri vinstri og ég held að helmingur poppara landsins bíði bara eftir að fá að handfjatla "rauðu skýrsluna" eins og ég vil kalla hana. Nú, svo er bara að bíða og sjá hvort að Kastljósið og Ísland í dag hafi ekki fljótlega samband :-)

Jæja þá er að skella sér í Laugar...... og fara svo í heitt og ilmandi freyðibað .............

|

11.12.04

Drottningadjammið!
Í gær var gaman. Við drottningarnar kremuðum, glimmeruðum, máluðum, naglalökkuðum, greiddum og stardustuðum okkur, skáluðum í kampavíni, sungum og dönsuðum fram á rauða nótt. Ég hitti tvo stráka þá Helga og Smára og hefði glöð fallið fyrir öðrum hvorum þeirra, en kannski fyrir svona 10 árum!!! Hvar eru karlmenn á mínum aldri, ég bara spyr?? Ef að ég hitti einhvern "gamlan" þá eru pervískir og fíla strappon!!! eða eru rétt volgir eftir skilnað (ooooojjj, hættumerki hættumerki).
Dagurinn í dag... ekki eins góður og kvöldið í gær
Sófinn, pizzan, imbinn get ekki gert neitt meira en það ..... sigh
Morgundaguirnn???
Undirbúningur fyrir málsvörn sem sagt læra læra læra.....

|

10.12.04

Barnaland, viðvera, drottningadjamm...

Ég er svona smá að spá í það hvort að ég sé eitthvað óeðlileg að hanga ekki inn á Barnalandi daginn út og daginn inn eins og svo margar stelpur gera!!??? Hins vegar hangi ég inn á fasteignavefjum dagblaðanna og skoða allar nýjar íbúðir sem detta inn þótt ég sé ekkert á leiðinni að fara að kaupa mér íbúð strax aftur????!!!

Nú svo er viðvera á morgun, leggjum í hann upp á Röstina eldsnemma í fyrramálið. Sömdu 27 heavy-þungar spurningar (greyið hópurinn) og ætlum sko að grilla liðið á morgun. He he.. smá spaug. Þetta var frekar skothelt verkefni sem að við fengum til að lesa fyrir, ég átti nú líka bara í mestu vandræðum með að skilja það!!! (þetta var sko reikningshaldsverkefni, ekki mín sterkasta hlið)

Nú annað kvöld er svo drottningadjamm, en þá dressum við okkur nokkrar upp og tökum kremsessjón, meiköppsessjón, greiðslusessjón og bara allan pakkann, sturtum í okkur kokteilum og dönsum eins og sönnum drottningum sæmir....


|

8.12.04

Alþjóðahúsið, kjúklingasallat, World class, Bachelorette og Liverpool...

Umm dagurinn í dag var góður.
Ég fór á kaffihúsið í Alþjóðahúsinu og hitti misserishópinn minn... hversu kúl er það fyrir okkur gellurnar að vera í hóp með gaurum sem hafa verið/eru
nr. 1 fangavörður,
nr. 2. hornamaður í meistaraflokki,
nr. 3 hönnuður eve-online og
nr. 4 búið í Paraguay og átt kærustu sem heitir Rita !
Við gellurnar eigum ekki sjéns í þetta he he...

Nú svo eldaði ég rosalega gott kjúklingasallat
Kjúklingasallat f. 2
2 bringur (smátt skornar)
klettasallat
4 tómatar (smátt skornir)
hálf agúrka (smátt skorin)
1/2 rauðlaukur (guess what, smátt skorinn)
4 msk gular baunir
(feta ostur)

og skellti mér svo í World class þar sem að ég horfði á Bachelorette meðan ég brenndi kjullasallatinu. Ég væri nú alveg til í að hafa 25 menn (hand-picked) fyrir mig og mega svo bara dissa þá af vild. Sá strax 3 þarna sem að ég myndi alveg geta fallið fyrir en svo voru svona 20 þarna sem að voru alveg OFF he he... nei nei segi svona. Annars er þessi þáttur eins og sniðinn fyrir væmnina í mér, ég þreytist aldrei á því að heyra fullorðna, föngulega karlmenn tala um barneignir og giftingar og happely ever after.....
Ég sé nú strax að inniskóa-gæinn á eftir að koma sterkur inn í þessa keppni... sem minnir mig á það að mig vantar inniskó (hint hint jólagjöf) einhverja djúsí og góða :-)
Nú meðan ég horfði á Bachelorette horfði ég á Liverpool vinna í meistaradeildinni og sá nokkra gaura misstíga sig af gleði á hlaupabrettunum þegar að Gerrard skoraði :-) gamanaðessu......

|

7.12.04

Auglýsingar og Nýdönsk

Mér finnst Pétur alveg eins og stelpa í nýju Landsíma-auglýsingunum, Sveppi er eins og miðaldra kelling en ég veit eila ekki alveg hverju Auddi líkist! Kannski svona she-male? eða klæðskiptingi...
það sorglega við þetta allt er að mér finnst Pétur sætari sem kvenkyns en karlkyns...

Diskurinn með Nýdönsk og sinfó er mikið auglýstur. Í fyrsta lagi hvað er málið með þetta sinfó, voða hipp eithvað að stytta þetta í sinfó, minnir mig á saumó eða ikkvað?? allaveganna þá er þetta svo mikið auglýst og það minnir mig á gelgjutímabil okkar stelpnanna þ.e. þegar að við gerðumst grúppíur og héngum fyrir framan sviðið á Þjóðhátíð til að geta náð augnkontakt við Daníel Ágúst og Björn Jörund. (Man að við horfðum líka hræðilega mikið á myndband með svaðalega hit-laginu "Það sem að enginn sér" og ýttum á pásu þegar að Daníel setti ákveðinn svip upp og dáðumst að fögru andlitsfalli hans! kræst trúi ekki að ég sé að segja þetta hér)
Nú en aftur að Þjóðhátið............ við náðum að lokum augnkontakt og enduðum í einhverju gelgju- partýi með hljómsveitinni, sem minnir mig á hve Björn Jörundur getur verið "smekklegur", sko Sylvía er voða sæt stelpa og Bjössi sagði við hana:
B: Hæ
S: Hæ (roðnaði og blakaði augnhárunum í gríð og erg)
B: Ertu á túr?
S: Ha, nei? (hætti að blaka og starði)
B: Koddu þá upp í tjald að ríða!

Smekklegt??..... sem minnir mig á annað. Einu sinni vorum við Björn Jörundur á sömu árshátið. Ég var svo "heppin" að lenda sem borðdama hans og var allt borðhaldið að halda höndum hans frá mínu allra heilagasta!
B: Ég þarf að pissa
Ég: Nú, jæja það er nú gaman
B: Ég ætla á klósettið
Ég: ok
Bjössi fer á klósettið og kemur svo aftur 10 mín seinna
B: þú komst ekkert!!!!!!
Ég: pjúk og æl

Ég er nú ekki vön að blammera fólk í beinni en bara átti til með að deila þessu með ykkur. Ég fer samt ekkert ofan af því að Björn Jörundur er klassa lagasmiður og ég á alla diskana með Nýdanskri!!!!!!|

6.12.04

Við erum búin með misserisverkefnið okkar!! Vorum á 1,2,3 Selfossi alla helgina í yfirlestri og kláruðum nú rétt undir miðnætti. Um leið og síðasta blaðsíðan kom heit úr prentaranum fór rafmagnið af öllum bænum! Svo við Ömmi (sem borðaði 5 hamborgara um helgina) keyrðum löturhægt í kolniðamyrkri út úr draugabænum (fyndið hvað allt verður sótsvart og maður verður hreinlega blindur) og ég var svo hrædd eitthvað að ég þorði ekki að líta í aftursætið! Nú við fórum svo náttla að tala um drauga sem endaði í skemmtilegri umræðu um trúarbrögð.
Á morgun skilum við svo skýrslunni innbundinni og undirritaðri og ætlum að skála yfir skilum í bjór... váts hvað það verður gott að skila þessari blessuðu skýrslu. Ég er samt mjög ánægð með hana og það verður ábyggilega stuð að verja hana, bara vonandi að maður fái skemmtilega kennara. Jæja svo komu einkunnirnar áðan og manni gekk bara svona glimrandi vel, tek á móti hamingjuóskum hér að neðan he he he...
Ég og Ömmi gistum hjá vini hans Ömma á laugardagskvöldið en við sátum yfir skýrslunni fram yfir miðnætti en um leið og við kláruðum beið vinurinn með bjór og alles handa okkur. Jæja strákarnir drukku svona 3 bjóra meðan að ég sötraði hálfan!! svo þeir fóru fljótlega að finna á sér því áður en að ég vissi af voru þeir búnir að blanda vodga í flatt og ógeðslegt pepsi-max (sem að ég var með í eftirdragi allan daginn) og komnir í þvílíkt trúnóstuð, drógu fram albúm þar sem að ég fékk að sjá þá með teina og asnalegar klippingar. Mig grunar svona að vinurinn hafi alveg verið tilbúinn að vera jólakærastinn minn en ég ætla að undirbúa mig betur.... hann gæti verið svona treider sendur af óvinunum!! Verð sko að undirbúa bardagann betur. Missionið er rétt að hefjast!

|

3.12.04

Mission “Jólakærasti”

...er hafin. Tók reyndar forskot á sæluna síðustu helgi þegar að ég prófaði nýja kjólinn minn en gerði þau stragetísku mistök að undirbúa ekki orrustuna sem skyldi. Því hef ég ákveðið að taka þessa helgi, leggjast undir feld og leggja herkænskulega á ráðin fyrir næstu helgi en þá verða öll skotvopn leyfð.
Mission “Jólakærasti” er hafin!!!!
Ég mun þannig kortleggja orrustusvæðið, þ.e. miðbæ Reykjavíkur, vel og vandlega áður en að ég geri atlögu að ógnvænlegum karlpeningnum. Orrustuvöllur 1, Hverfiz..... orrustuvöllur 2, Vegamót...... orrustuvöllur 3, Rex....... orrustuvöllur 4, Bar Bianco.... og svo videre....
þetta er farið að leggjast ansi vel í mig og þótt generalprufuorrustan á Thorvaldsen hafi tapast um síðustu helgi þá er stríðið ekki enn tapað!!!!!

|

2.12.04

Einhleyp um jólin....

Rakst á þennan frábæra pistil á deiglunni eftir Guðfinn Sigurvinsson sem að birtist um jólin í fyrra.... skil ekki hvernig hann fór fram hjá mér en vá sumt af þessu er eins og talað úr mínu hjarta :-)

t.d.
Jólin miðast nefnilega við þetta snargeggjaða parasamfélag þegar á fullorðnisár er komið. ,,Það er allt breytt vegna þín, þú komst með jólin með þér...úúúú....ég vil eiga jólin með þéééér!!!” Eða þá ´Blue Christmas´ sem gengur út hvað jólin séu ömurleg ef maður er ekki með maka sér við hlið. Það er aldrei sungið um hvað það sé frábært að vera einhleypur um jól, enda er það ekkert frábært. Þegar haldið er svo til dæmis í jólaboðin komum við einhleypu oftar en ekki í bíl með foreldrum okkar og sitjum aftur í spennt niður í sætin eins og börn. Pörin koma hins vegar saman á litlum Toyota Corolla-bílum skælbrosandi og sæl.
Jólaboðin eru svo kjörið tækifæri fyrir pörin til að taka okkur einhleypu og negla upp við vegg, eins og gert var við spænska rannsóknarréttinn fyrr á öldum. ,,Jæja Guffi, hvað segirðu þú ert ekki kominn með konu?”, ,,Er ekki kominn tími á barnabarn fyrir mömmu þína, ha?” ,,Ha, nei, nei....” segir maður og getur ekki annað. Verð eins og Tumi Þumall. Hvað á maður annars að segja? ,,Nei, heldurðu að ég sæti þá hérna einn, fíflið þitt?” eða ,,Nei, en þrátt fyrir það hef ég haft samfarir 20 sinnum á árinu,og þá ekki alltaf með sama aðilanum eins og þið hin!” Nei, það gengur ekki. Myndi eyðileggja jólaboðið og maður sæti sjálfur uppi með skömmina. Það verður að láta sig hafa þetta og bíða eftir að pörin miskunni sig yfir mann og komi með náðarspurninguna; ,,Hvernig gengur annars í skólanum?” Svo er alltaf mesti spenningurinn hjá fólki að bera saman gjafirnar sem makarnir gáfu hvoru öðru, taka andköf yfir hversu rómantískur og rausnarlegur makinn var þessi jólin. Svo er gaukað að manni aumkunarverðu augnatilliti, eða bara ekki. Maður er víst ekki alveg kominn í heim hinna fullorðnu, nema í tvíriti sé.
Það má vel vera að ég sé orðinn bitur piparkarl þó einungis 25 ára sé, og ef til vill ekki öll von úti. En það er samfélagið sem hefur gert kröfu um það...ekki mér að kenna. Ég á annars frábæran tíma hina 360 dagana, þegar menn geta ekki lyft spönn frá rassi án þess að fá til þess samþykki makans. Og ekki er ég búinn að sjá allar myndirnar á leigunum og búinn að liggja upp í sófa kófsveittur í jogginggalla allar helgar. Nei, þá er ég frjáls sem fuglinn, og bara ansi flottur þó ég segi sjálfur frá.

og svo langar mig að við einhleypu tökum hann Guffa á orðinu:

En varðandi jólin þá er ég ekki einn um að ganga í gegnum yfirheyrslu, augngotur og vorkunn. Þess vegna legg ég til að við einhleypu stofnum með okkur samtök, og tökum upp hentistefnusambönd um jól. Kaupum e-ð handa okkur sjálfum sem okkur hefur lengi langað í og skrifum á jólakortin ,,Til mín frá þér.” Tækjum fullan þátt í hátíðarhöldunum og yfirborðssamræðunum með hinum pörunum, sem þá hafa misst öll vopn úr hendi sér og slítum síðan samvistum á Nýársdag. Þá verðum við aftur frjáls og öfundarefni kófsveittra joggingpara sem hafa misst eina tækifærið til að láta okkur hafa það. Einhleyp...pörum okkur saman um jólin og lýsum yfir stríði á hendur þessu geggjaða parasamfélagi.
Sameinuðu stöndum vér, sundruð djömmum vér!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com