VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.12.06
Aðfangadagskvöld

Fleiri myndir hér

Efnisorð:

|
Gleðileg jól

Efnisorð:

|

22.12.06

Hó hó hó.....

já er maður að komast í jólaskap eða hvað :o) Jólaskapið byrjaði náttúrúlega með trompi á litlu jólunum. Svo fór ég í jólagjafaleiðangur með Siggu og hitti svo Írisi og stelpurnar hennar í gær og við máluðum piparkökur. Nú jólakortin eru farin í póst og gjafirnar innpakkaðar svo ég er bara í dúlleríinu ;) Er að spá í að taka Laugara núna, fá mér heitt kakó og hugsa hlýtt til Einars sem að er í stemmaranum á Heathrow. Nú Þorláksmessa er á morgun og ég hlakka til að smakka "grjónagrautinn" í Fróðenginu ;)

Efnisorð:

|

20.12.06

Litlu jólin
Hér eru myndir frá litlu jólunum hjá Hás. Yndisleg kvöldstund og jólalegheit. Sigga eldaði fiskrétt fyrir okkur, svo opnuðum við pakka, drukkum jólaglögg ala Diljá og föndruðum svo jólakort. Hlustuðum á jólalög, drukkum malt og appelsín, átum piparkökur, knúsuðumst og sleiktum.. jamm say no more... en þar sem Hás kemur saman er gaman... svo mikið er á hreinu!
Efnisorð:

|

18.12.06

Afmælisbarn dagsins

Hafiði séð fallegri stúlku? Nei ég hélt ekki. Allaveganna er þetta fallegasta stelpa sem að ég veit um, bæði að innan og utan. (nema kannski þegar að hún hlær að mér þegar að ég dett eða geri mig að fífli!!) Ég hef þekkt hana frá því að hún fæddist eða frá þeim herrans degi 18. desember 1984.. svo já það eru komin 22 ár núna! Vá hvað tíminn flýgur.

Frá því að Katrín fæddist var ég ólm í að passa hana. Það var nú samt ekki alltaf auðvelt þar sem að hún var ekki skaplaus barnið en hún var mesta rassgat sem að ég hafði kynnst og aaalgjör dúlla. Mér fannst ekkert leiðinlegt að þykjast vera mamma hennar og skipta á henni og labba með hana í vagninum, fara með hana í Kringluna og dekra við hana. Það er eiginlega hægt að segja að ég hafi verið með hana í eftirdragi lengi lengi og ég man þegar að ég var spurð að því hvernig ég nennti eiginlega að hanga alltaf með liltu systur!!! Mér fannst það bara alveg stórfurðuleg spurning, ég meina af hverju ætti ég ekki að nenna því???

Svo einn daginn var hún orðin að gullfallegri ungri "konu"... ég kann varla við að segja kona því hún er soddans stelpa. Ég man þegar að ég fattaði allt í einu hvað ég ætti rooooosalega fallega systur og trausta vinkonu. Við erum mjög samrýmdar og heyrumst daglega ef ekki oft á dag og ég gæti ekki hugsað mér lífið án hennar (nema þegar að hún hlær að mér þegar að ég meiði mig eða geri mistök). Stundum finnst mér hún líka obbosslega frek við mig og oft finnst mér ég gefa eftir en ætli við séum ekki frekar við hvora aðra....

Katrín er draumadrottning, það vita flestir sem að þekkja hana. Hún er yngsta barn foreldra minna svo hún er líka svolítil dekurdrós.. hún er samt ekki dramadrottning (eitthvað annað barn foreldra minna sem að getur kallast dd) en hún er líka klár, ljúf og fyndin. Við erum með nákvæmlega sama húmorinn og skellum oft allsvaðalega uppúr yfir einhverju sem að flestum þætti ekki fyndið hehehe... við erum líka alveg jafnvitlausar þegar að við fáum okkur í tánna og getum mikið hlegið af nokkrum "ölstofusögum" as in trompetsystur og glúmsævintýrið!!

Ég vona svo sannarlega að næsta ár verði henni Katrínu gott og heillaríkt. Hún á það svo skilið. Ég veit að afmælisdagurinn hennar verður ekki sá skemmtilegasti en ég vona að hann verði eins skemmtilegur og hægt er!! Til hamingju elsku litla systir mín.. lovjú miklu meira en alltEfnisorð:

|

Verð að segja.......

.... að ég hef nú alveg upplifað betri og skemmtilegri tíma en akkúrat núna!

Efnisorð:

|

15.12.06

Þversögn, annar endinn og síðasti kossinn

Er ekki eitthvað bogið við það að vera að skoða meðgöngufatnað þegar að maður er með bullandi túrverki???

og nú er farið að styttast í annan endan á þessum prófum. Þremur lokið og eitt eftir. Þá getur maður tekið jólagleðina!

Horfði á The Last kiss eftir að ég kláraði heimaprófið. Fínasta mynd, nema gellan þarna úr O.C. fer eitthvað í pirrurnar á mér. Mér finnst að allir strákar ættu að horfa á þessa mynd!

Efnisorð:

|

Góð ráð vel þegin

Hvernig "lækna" ég varaþurrk?? Ég hef prófað nokkrar tegundir af varasalva en ekkert virkar. Ég er sko eitt flag á vörunum :(

Efnisorð:

|

14.12.06


Má ég kynna til leiks blondína a la Helga Guðný!! Nýja jólaklippingin !!

Efnisorð:

|

13.12.06

Staðreyndir

Í ár hef ég farið til:

Barcelona
Stokkhólms
Genf
Sitges
Köben
París
Lissabonn
London

= 7 lönd þar af 1 nýtt (Sviss)

Í dag á ég eftir

2 próf

Fyrri staðreyndin er mun meira spennandi ekki satt?

Efnisorð:

|

12.12.06

Glaðvöknuð!

Ég sofnaði milli 20-21 í gærkvöldi eftir skattamaraþonið mikla. Mikið er ég fegin að sú geðveiki er yfirstaðin og næsta er tekin við. Svo gaman að skipta svona um geðveikir! En annars þá sofnaði ég þarna mjög snemma í gær og er bara glaðvöknuð núna um miðja nótt!! Klukkan er 3:35 og ég er búin að vera að spjalla við Siggu á msn og skoða nýja my-spacið hennar. Svo las ég mbl.is og póstinn minn... (er þetta nokkuð að verða mest leiðinlega færslan???) en er núna að fara að horfa á nýjasta æðið mitt : House!! Klárlega nett góðir þættir! (klárlega-nett... Dill ég heimta komment á það :)

Efnisorð:

|

10.12.06


Örfréttir

Mitt í leiðindunum bárust mér gleðifréttir.
Eiríkur Tumi ákvað loksins að láta sig hafa það og er farinn að ganga.
Það eina sem að ég geri núna er að fara aftur og aftur inn á síðuna hans til að sjá hvort að myndbandið með "fyrstu" skrefunum sé ekki komið inn. Það var sko búið að lofa mér þessu myndbandi af einhverjum sem er augljóslega búinn að gleyma hvernig það er að vera í prófum.
Myndin af ET hérna að ofan er kannski ekkert sérlega viðeigandi (ég meina bað=labba?!) but at least he´s having fun... annað en ég!

Efnisorð:

|

7.12.06

Ritgerðarskrif og geðveiki

Jæja. Klukkan er þrjú að nóttu. Ég hef ekki orku í að skrifa meira um skattarétt. Kennarinn færði mér þær "gleðifréttir" áðan að ég hefði "misskilið" spurninguna. Þetta væri sko ekki spurning sem að ég ætti að svara! enda væri það efni í doktorsritgerð. Ég meina hvað geri ég í því??? Ég er orðin svo gegnsýrð í steypunni að mér líður eins og Gulla gullfiski. En nei ég er Vanillustrympa, lent í klónum á Kjartani galdrakarli. En svona þess á milli sem að ég græt söltum tárum yfir vanþekkingu minni á efni sem að ég valdi sjálfviljug þá hef ég:

-skúrað baðherbergisgólfið
-staðið á haus til að auka blóðflæði til heilans
-blóðflæðisæfingin virkaði ekki
-reynt sjálfsnudd á nýtilkomna vöðvabólgu sem að er að gera mig vitlausa
-skipulagt matseðil fyrir matarboð sem að ég ætla að halda einhvern tímann næsta sumar
-skoðað myndir af hamingjusömu fólki að gifta sig
-látið gerviketti hræða mig
-"tannþráðað" mig
-verið pirruð í símann við þá sem að hringja
-truflað sambýlinga mína
-stigið trylltan indíánadans upp í rúmi (ekki djók)
-mátað nýjan kjól

jæja best að fara að sofa...... ætli mig dreymi ekki bara skatterí, skatterí, skatt?

Efnisorð:

|

6.12.06

Spurning

Hvað eigum við að gera við Kjartan galdrakarl???
Strumpar allra landa sameinist!!!

Efnisorð:

|

Ljós í myrkrinu

Í fyrramálið verður tíminn í réttarheimspeki hérna heima hjá okkur í Ásgarði.
Heitt kakó, piparkökur og heimspeki á boðstólnum.
Eftir tímann heldur svo martröðin í alþjóðlegum skattarétti áfram.

Efnisorð:

|

Hjálp óskast

Ég er með spurningu fyrir ykkur:

Sumir fræðimenn halda því fram að það sé mun auðveldara að réttlæta afdráttarskatta á þóknanir, umboðslaun (royalties) og vaxtagreiðslur heldur en arðsgreiðslur. þar sem þær fyrrnefndu eru yfirleitt frádráttarbærar þegar kemur að því að reikna út tekjur skattaðila. Þess vegna hafi afdráttarskattar á vaxtagreiðslur og umboðslaun (royalties) litla raunhæfa þýðingu í alþjóðlegum skatttarétti. Ertu sammála þessu?

Svar óskast fyrir hádegi á föstudag, vel heimildað. Takk fyrir .. þið eruð elskur!

Efnisorð:

|

3.12.06

X-faktor og grænmetisbuff

Ég horfði á minn annan þátt af X-faktor um helgina. Ég sem hef svo mjög gaman að svona raunveruleikaþáttum verð nú að játa það að þessi þáttur byrjar ekki vel. Ég fékk nettan kjánahroll í fjölmörg skipti og gat ekki séð að mikið færi fyrir hæfileikum þátttakenda??? Kannski að það sé hægt að þjálfa þetta lið upp??? Einn gaurinn komst áfram út af því að hann gekk á höndum og skoppaðist um???!!!! Hrópaði svo hástöfum að hann væri að fara til Reykjavíkur þegar að hann komst áfram. Ein stelpa fékk tvær tilraunir þ.e. það var búið að neita henni en af því að hún var svo sæt og svo mikið krútt fékk hún að syngja aftur og jamm komst áfram, get samt ekki alveg hrópað húrra fyrir söng hennar í 2. skiptið. Æ, ég er eitthvað ekkert heit fyrir þessum þætti :( en kannski poppast þetta eitthvað upp??

Var boðin í 3. rétta máltíð á hæðinni fyrir neðan. Fékk mozarella og tómata í forrétt (er ennþá að ropa upp hvítlauk, E heppinn að vera ekki hér í kvöld), í aðalrétt var boðið upp á grænmetisbuff og delissjöss sósu og í eftirrétt var blaut sjúttlaðikaka með ís og alles. Ekkert smá ljúffengt, takk fyrir mig :) Ég á að vera að skrifa skattaréttarritgerð sem mér liggur við að segja að sé eitt erfiðasta verkefni vetrarins! Ég kemst ekkert áfram í henni og skil varla helminginn af því sem að ég les um efnið. Núna er hins vegar næst á dagskrá kjötbollugerð al la Sverige og matur með meisturum og lærimeisturum þeirra.

Efnisorð:

|

2.12.06

Hugleiðingar um fóstureyðingar

Hugmyndin um réttinn til lífs hefur verið fyrirferðarmikil í umræðum um fóstureyðingar. Flestir virðast aðhyllast réttinn til lífs í einni eða annarri mynd. Hins vegar er afstaða fólks til þessarar hugmyndar mismunandi. Flestir eru á því að dráp á hvítvoðungum sé siðferðislega rangt því börn hafi rétt til lífs. Deilurnar snúast því meðal annars um hvenær börn öðlist þennan rétt. Sumir myndu segja að þau öðlist réttinn til lífs við getnað og enn aðrir þegar að okfruman hefur fests í slímhúð konu. Sumir telja að fóstrið öðlist ekki rétt til lífs fyrr en það getur lifað utan kvenlíkama meðan enn aðrir telja fóstur ekki öðlast réttinn fyrr en við fæðingu. Burt séð frá því hvenær að fóstur telst vera manneskja þá eru flestir sammála um að fóstureyðingar séu réttlætanlegar að uppfylltu því skilyrði að þungunin ógni heilsu eða lífi móður. Þeir lífsverndarsinnar sem að ganga einna lengst í andstöðu sinni gegn fóstureyðingum telja það skilyrði þó ekki nægja, þungunin verði að ógna lífi móður og þeir sem að eru hvað harðastir í afstöðu sinni leyfa ekki undir neinum kringumstæðum að fóstri sé eytt. Ég get að mörgu leyti tekið undir rök lífsverndarsinna um að fóstur sé mannvera og rétt hennar til lífs. Hins vegar þá tel ég ekki annað hægt en að taka tillit til þess hvort að réttur til lífs sé alltaf mikilvægastur. Ég get ekki verið tilbúin til þess að taka réttinn til lífs, alltaf, fram yfir t.d. almenna velferð, nauðganir og félagslega bágar aðstæður. Það er einnig ómögulegt að taka afstöðu til fóstureyðinga án þess að tengja þær jafnréttisbaráttu. Staða kvenna er á mörgum stöðum ansi bágborin og ekki annað hægt en að líta til hins félagslega þáttar.
Á málþingi um réttarheimildir sem haldið var á Bifröst 31. október sl. fjallaði Skúli Magnússon dósent við Lagadeild Háskóla Íslands um meginreglur laga. Þar nefndi hann dæmi hvernig meginreglur um gildi lífsins og sjálfákvörðunarrétt vegast á. Í dæmaskyni nefndi hann Hæstaréttardóm frá árinu 1974. Þar kom fram í máli meirihluta dómara að það væri meginregla íslensks réttar að fóstur mætti ekki deyða. Hins vegar taldi minnihlutinn nauðsynlegt að túlka ófullkomin ákvæði eftir réttarþörf á hverjum tíma. Löggjöf um fóstureyðingar hefur tekið breytingum í átt að frekara frjálsræði frá því að fyrrnefndur dómur var kveðinn upp. Löggjöfin hefur því tekið breytingum í takt við tíðarandann. Þetta segir okkur meðal annars að þegar löggjafinn hyggst setja löggjöf um umdeild siðferðisleg málefni, þá standi hann frammi fyrir ákveðnum vanda. Á réttarþróun að fylgja samfélaginu? Verður meirihluti þegnanna ekki að vera sammála löggjafanum hvað varðar löggjöf um t.d. fóstureyðingar? Hvernig getur löggjafinn tekið afstöðu til siðferðilegra atriða við löggjöf, siðferðilegra atriða sem menn eru ekki sammála um? Burt sé frá fyrrnefndum þáttum tel ég mikilvægt að halda siðferðilegu réttmæti fóstureyðinga aðskildu frá lögmæti þeirra.
Mér dettur núna í hug ákveðin bíómynd. Kvikmyndin fjallaði um þungaðar konur sem allar veltu fóstureyðingu fyrir sér. Konurnar lifðu á mismunandi tímum, félagsleg staða þeirra var ólík og efnahagur þeirra mismunandi. Margir ólíkir þættir spiluðu stórt hlutverk við mat þeirra á því hvort að fóstureyðing væri réttlætanleg. Ég tel að þegar að rætt er um löggjöf um fóstureyðingar vakni oft álitamál er varða annað en siðfræðilegt réttmæti þeirra. Vandamál sem viðkoma t.d. læknisfræðilegum þáttum, efnahagsmálum, jafnréttisbaráttu og trúarskoðunum. Þannig tel ég það mikla einföldun að halda því fram að sá sem að sé fylgjandi fóstureyðingum virði á engan hátt líf ófædds barns og sá sem að sé andvígur fóstureyðingum virði rétt konu til ákvarðana um líf sitt að vettugi.

Efnisorð: ,

|

1.12.06

Dagur rauða nefsins

Í gær tók ég forskot á sæluna og keypti mér rautt nef. Með það á nefinu gerðist ég heimsforeldri. Það þýðir að næstu 6 mánuði munu 3 lítil svört Afríkubörn búa hjá mér hérna á Bifröst. Nei, nei.. segi svona.... það eina sem að ég þarf að gera er að láta draga 1000 kr. af kortinu mínu. Þessar 1000 kr. (auk annarra framlaga) fara svo í aukna menntun og bólusetningar barna í þróunarríkjunum.
Þetta er það minnsta sem að við getum gert. Ert þú búin(n) að skrá þig??

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com