VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.8.07

Díana
Það eru 10 ár síðan að Díana prinsessa dó. Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar að ég heyrði fréttirnar. Ég var í South-Carolina í heimsókn hjá vinafólki, nýkomin af ströndinni þegar að ég heyrði um bílslysið. Núna 10 árum síðar sit ég í Borgarnesi í nýja fína húsinu mínu og horfi á heimildar/leikna mynd um síðustu daga ævi prinsessunnar. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að fylgjast með kóngafólki og er ekkert sérstaklega vel að mér í slúðrinu hvað því viðkemur. Ég held meira að segja að ég hafi ekki alveg gert mér grein fyrir þeim áhrifum sem að Díana prinsessa hafði á fólk fyrr en eftir að hún dó. Ég get með sanni sagt að ég hef sjaldan upplifað annað eins andrúmsloft eins og ríkti í London nokkrum dögum e. andlát hennar. Blómahafið var þvílíkt og fólkið grét á götum úti. Ég hef hvorki fyrr né síðar upplifað neitt slíkt.

Efnisorð:

|

24.8.07


Síðasta prófið!!

Jæja, þá var maður að henda inn síðasta prófinu í meistaranáminu. Pælið í því! Þetta var heimapróf í samningarétti og ég byrjaði á því kl: 16:00 í gær. Í morgun mætti svo rafvirki á svæðið og var að taka út rafmagnið í húsinu (hvað sem það nú þýðir). Og viti menn hann tók náttúrlega rafmagnið af! Ég fór öll í panikk og komst ekki á netið og var alveg með í brókunum að netið kæmi ekki inn eftir að gaurinn væri farinn. Nú svo þrammaði hann um alla íbúð til að mæla tenglana og svo þurfti hann að nota klósettið, standa upp á stól með plömmerinn og bara endalaus vesenisgangur á honum! Ég var alveg í stresskastinu en náði nú að klára prófið og henda því inn. Nú er því sem sagt málflutningurinn eftir og svo blessaða ritgerðin.


Eitt að lokum, hafiði horft á spænsku sápuóperuna á Stöð 2. Tónlistin í henni er sko alveg mögnuð, þvílíku dramastefin og það hljómar alltaf eins og það sé verið að drepa mann eða halda fram hjá eða einhver sé að fá minnið......eitthvað voðalegt drama í gangi!

Efnisorð:

|

22.8.07Fat cats!

Þessar myndir eru túlkun á minni líðan þessa dagana!! Á efstu myndinni heldur Einar á mér! He he.. segi svona, en vá hvernig getur fólk leyft köttunum sínum að verða svona??? Þetta er svo mikill viðbjóður að það er ekkert lítið. Greyið dýrin segi ég nú bara.


Efnisorð:

|

21.8.07

Djamm!!!!
Já ég lofaði að skrifa um eitthvað annað en óléttu. Ég skellti mér á ættarmót sl. laugardagskvöld og það var þvílíkt stuð. Við grilluðum, djúsuðum, dönsuðum og djömmuðum fram á rauða nótt. Eða ég reyndi eins og ég gat ;)
Horfðuði á tónleikana á föstudagskvöldinu? Rosalega var Garðar Thor flottur, ég fékk alveg gæsahúð. Það sama er þó ekki hægt að segja um alla söngvarana sem að stigu þarna á stokk. Nylon var í skrautbúningi utan um ekki neitt ef að þig fattið mig og svo var Helgi Björns og Andrea Gylfa ekki alveg upp á sitt besta. Bubbi náði upp stuðinu, hlýtur að vera að gaman að sjá ALLA syngja með lögunum sínum. Svo fannst mér Páll Óskar góður og við baunin fórum í stuð þegar að uppáhaldslagið okkar kom. (Ég lá afvelta í sófanum samt) En góðan daginn, hver var að telja hversu margir væru á tónleikunum?? Rólegan æsing með tugi þúsunda! Mætti halda að talningarmennirnir frá Dalvík væru mættir á staðinn.
Ég missti því miður af Menningarnótt því ég var að læra allan laugardaginn og svo var þetta ættarmót um kvöldið. Sunnudagurinn fór í lærdóm en ég leit aðeins upp úr bókunum á sunndagskvöldinu þegar að Sigga Dóra kíkti til mín á leiðinni norður.
Einar vann fullt af verðlaunum á lokahófi fótboltans um helgina (besti leikmaðurinn, 100 leikir) og egóið þar af leiðandi risavaxið þessa dagana svo ég verð að passa mig að rekast ekki á það hvar sem að ég er í íbúðinni. Reyndar rekst maður á allt þar sem að kúlan er þvílíkt fyrir.

Efnisorð:

|

18.8.07


Fór í mæðraskoðun í gær. Ljósan sagði sinaskeiðabólguna líklegast vera vegna innvortis þrenginga þar sem að ég er ekki með neinn bjúg. Hún ráðlagði mér að fara í bað. Ég er hins vegar mjög dugleg að fara í bað, hreinlega elska það. Liggja með kertaljós í róandi freyðibaði. Alveg toppurinn. Svo pantaðai ég mér meðgöngu yoga disk á Amazon og finnst hann mjög fínn.
Jæja, áfram með skoðununia. Ég var með góðan blóðþrýsting sem hefur ekkert hækkað alla meðgönguna. Hjartsláttur barnsins var góður og legbotninn 33,5. Ljósan hélt að barnið væri ekkert voðalega stórt en ég er með rosamikið legvatn (sem er bara gott mál). Krílið er í höfuðstöðu en ekki búið að skorða sig. Vonandi að það fari ekki eitthvað að snúa sér. Mikið á maður nú líka góðan mann. Einsi kaldi er mjög tillitsamur og ég sé að hann er voða spenntur yfir þessu öllu saman. Á myndinni er ég í nýjum kjól sem að hann keypti handa mér í Vín. Alltaf gaman að fá föt þegar að maður passar ekki í margt :) Jæja nóg um meðgönguna í bili. Næsta blogg verður um eitthvað annað, promise !!

Efnisorð:

|

16.8.07


35. vika að hefjast

Nú er meðgangan farin að taka sinn toll. Fyrir utan fyrstu mánuðina þegar að ég var með ógleði dauðans þá hefur mér liðið vel. Núna er ég hins vegar farin að finna verulega fyrir krílinu. Kúlan mín er svo framstæð að ég held að litla baunabarnið mitt ætli bara út um naflann. Svæðið í kringum naflann er marið vegna þrýstings. Krílið er þvílíkt sprækt og hreyfir sig mikið og mér líður vel að finna hreyfingarnar jafnvel þótt að rifbeinin séu notuð sem gítarspil.


Á næturnar sef ég illa og vakna oft upp með sinadrátt, náladofa í handleggjum og á morgnana er verulega sárt að hreyfa sig. Ég er með sinaskeiðabólgu, líklegast út af bjúg, en ég er samt ekki mjög bjúguð svona utan á. Ég hef verið að skófla í mig vatnsmelónum (minnir mig á Spán) til að stemma stigu við bjúgmyndun. Reyni að vera dugleg að taka vítamín og þarf að fara að slaka á.


Í fyrrinótt þá hélt ég að ég væri komin af stað. Ég var með samdrætti og fyrirvaraverki enda var dagurinn strembinn. Ég hreinlega meika ekki að gera mikið yfir daginn þá verð ég ómöguleg og það bitnar á skólanum. Skólinn er á milljón og ég verð hreinlega að gera eingöngu það sem að viðkemur honum ef að ég ætla að klára dæmið. Skóli og ólétta næstu vikurnar og lítið annað!


Núna er baunabarnið að verða létt bakað, eina sem vantar upp á er að lungun þroskist smá meira. Það á svo eftir að þyngjast og stækka þessar vikur sem að eftir eru. Í þessari viku fær það neglur og getur því farið að klóra sér í hausnum. Obbosslega fínt!

Efnisorð:

|

15.8.07


Heimsmet á Menningarnótt

Diljá vinkona og bróðir hennar standa fyrir hvísluleik á Menningarnótt. Þau vonast til að slá heimsmetið en til þess þarf fólk að fjölmenna og hvísla. Þess vegna vil ég hvetja alla til að mæta og hafa gaman saman í garði Listasafns Einars Jónssonar. Frábært framtak hjá þeim systkinum!!

|

12.8.07

Postulínsdúkkan

Ein jólin, fyrir mörgum árum, þá fékk ég postulínsdúkku í jólagjöf. Mér þótti einstaklega vænt um þessa dúkku enda frá afa og ömmu. Postulínsdúkkan var með fíngert andlit, glansandi hvítt hörund, rjóð í vöngum, með stór dökk augu og löng augnahár. Undan bleikri hettu læddust brúnir slöngulokkar og bleiki kjóllinn náði henni rétt niður fyrir hné. Fíngerðir fæturnir voru klæddir í svarta tátilju skó. Ég lék mér aldrei með postulínsdúkkuna og hafði hana upp á punt. Ég gætti þess alltaf að hún fengi góðan stað þar sem að færi vel um hana. Annað hvort sat hún í gluggukistunni í bleika herberginu mínu eða í ruggustól í horninu og seinna þegar að ég varð eldri þá sat hún á hillu og fylgdist með mér og vinkonunum spjalla um stráka. Síðar þegar að ég var flutt að heiman fékk hún enn sinn stað í nýjum húsakynnum.
Svo var það eitt dimmt desemberkvöld, fyrir ca. 3 árum, að brotist var inn í bílskúr foreldra minna þar sem að ég geymdi búslóð mína tímabundið. Litlu var stolið því þjófurinn tók aðeins nautalundir úr frystinum og svo postulínsdúkkuna mína. Þjófurinn leit þannig fram hjá mun verðmætari hlutum. Ætli þjófurinn hafi gætt sér á nautalundunum á aðfangadagskvöld og svo glatt dóttur sína með góðri gjöf síðar um kvöldið?
Mér er oft hugsað til postulínsdúkkunnar minnar og hvar hún sé niðurkomin núna. Skrýtið hvaða hlutir fá sess í hjarta manns.

|

10.8.07

Aulahúmor

Finnst ekki fleirum en mér fyndið þegar að talað er um Upptyppinga í fréttunum. Þetta orð var sagt svona 15 sinnum í frétt á Stöð2 í hádeginu.
Annars stefnir í stórfína helgi. Reyndar þarf maður að læra en svo er það sleep-over í kvöld í Klettinum og svo bæjarferð á morgun. Hommapoppið verður í botni ;)

|

9.8.07

Homma Ibiza popp??

Við baunin hlustum dáldið mikið á nýja lagið hans Páls Óskars á leiðinni til og frá Bifröst. Erum í svaka stuði, ég syng með og baunabarnið sparkar. Sumir kalla þetta homma popp en mér finnst þetta þá skemmtilegt homma popp :) Er aðallega svekkt að Páll Óskar hafi ekki bara komið með þetta lag í Eurovision á næsta ári. Hvernig finnst ykkur þetta lag?? Svo hlustum við baunin stundum á Jógvan líka, svona til að tjúna okkur niður. Greyið baunin verður með ömurlega væminn tónlistarsmekk hehe....

Efnisorð:

|

7.8.07

Komin 32 vikur
Feðgar í jólalandi (Hákon kátur og Maggi grumpy)

ML-urnar í heimsókn

Birna, Jónína og Halla

Anna G, Mattý og Sóley

Aksjón
Helgin var stórfín. Hún byrjaði reyndar ekki vel þar sem að ég var drulluslöpp á föstudeginum. ML-urnar komu í smá saumó á fimmtudagskvöldinu en fimmtudagurinn sjálfur fór í andateppu. Fór líka í mæðraskoðun þennan sama dag og allt gekk vel.
Svo á laugardeginum fórum við norður í Vaglaskóg. Gistum þar í bústað hjá Hildi og Magga. Þau voru með Frakka í heimsókn og við spiluðum, grilluðum og tilheyrandi. Við kíktum í jólahúsið en ég hafði aldrei komið þangað. Allt rándýrt þar en ég keypti mér samt handgerða jólakúlu. Núna á ég jólakúlur frá London, Hamburg, Prag, Köben, Barcelona, Mílanó og Akureyri!! :)
Það var frekar fámennt á Akureyri. Mættum bæjarstjóranum niðrí bæ. Sú hlýtur að vera í kúk með þessa ákvörðun sína að meina 18-23 ára um tjaldstæði. Katrín systir mátti t.d. ekki tjalda á Akureyri hahaah... Af hverju var ekki frekar fólki á aldrinum 60-65 ára bannað að tjalda, helvíti leiðinlegur aldur!
Sem betur fer er hætt að fjalla um hundinn Lúkas í fréttunum og líka um skattakónga landsins. Svo gæti mér ekki verið meira sama hvort að fólk geti kíkt á álagningaskrárnar niðrá skatti eða ekki. Sá frétt þaðan og mér sýndist einhver einn gamall kall vera að blaða í þessu. Ég meina er einhver að kíkja á þetta???Efnisorð: ,

|

1.8.07

Hvað er málið með ruslakallana??

Fór í baunaleiðangur í gær og náði í allt baunadótið sem að ég var búin að fá lánað. Fyllti bílinn af drasli: vagn, bílstóll, stólar, göngugrind, burðarpokar and you name it.
Dagurinn í dag fór hins vegar í að bíða eftir ruslaköllunum! Við erum gjörsamlega að drukkna í rusli (soldið mikið rusl e. innflutningspartýið), ruslatunnan yfirfull og ég bara vil að þessir ruslakallar fari að láta sjá sig. Þeir koma vanalega á miðvikudögum en létu ekki sjá sig í dag. Verð að reyna að tæla þá hingað, bera bumbuna eða eitthvað. Annars er ég orðin ansi þung á mér og baunin sparkar og veltir sér um eins og henni sé borgað fyrir það. Ég viðurkenni að spenningurinn magnast, tæpir 2 mánuðir eftir!
Við erum að spá í að fara norður um Verslunarmannahelgina, vera í sumarbústað í Vaglaskógi. Veðurspáin er því miður alveg hörmuleg. Þá verður bara notó að sitja inn í bústað og spila. Reyndar er það nú ekki alveg uppáhalds að spila á móti Einari. Hann verður soldið æstur enda mikill keppnismaður. Ég hef ekki ennþá unnið hann í skrabbli (hann er yfir sig ánægður með það) og við höfum þurft að hætta í Trivial þar sem að ég var komin með fleiri kökur hehe. Ég hef reyndar unnið hann í keilu og það á okkar 2. deiti. Mjög stoltur lítill "keilari" ég! Ætli það verði ekki bara pör á móti pörum þarna um helgina.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com