VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.1.08

Draumur í dós


Er þetta ekki draumur í dós... ég bara spyr? Sé þetta alveg fyrir mér í ellinni.
Annars minnir Jón Baldvin mig bara á samdrykkjuna á Bifröst forðum daga. Birna þú mannst nú eftir henni?? Jónína Ben í essinu sínu og óperugaurinn eitthvað að óperast. Valdi og Þóra að læra niðrí Helvíti (hvað var nú það??) meðan að við hin sulluðum í veigunum. Ögmundur og ég vorum ýmist systkini eða par og Mattý losnaði ekki við óperugaurinn..... þetta kvöld var dásemdin ein!

Efnisorð:

|

30.1.08

Ég og pabbi

Á milli okkar pabba eru náin tengsl. Þegar að ég fæddist voru foreldrar mínir í námi í Svíþjóð og hann varð strax rosalega mikill pabbi og hugsaði um mig til jafns á við mömmu. Ég varð strax mikil pabbastelpa og fannst fátt betra en að spjalla við hann og kúra í hálsakotinu hans. Sem barn var ég stríðin og eitt sinn bannaði hann mér að stinga steinvölu upp í mig. Ég gerði það hins vegar samt og hljóp af stað, vitandi að hann myndi elta mig. Hann þaut á eftir mér, náði mér og píndi mig til þess að opna munninn. En hann fann enga steinavölu þar, ég var bara að stríða og var með hana í lófanum. Þegar að ég byrjaði í skóla hlýddi hann mér undir próf og mér fannst hann vita svarið við öllum heimsins spurningum. Pabbi var duglegur að hvetja mig áfram og þess vegna fannst mér allir vegir færir, ætlaði á tímabili að verða forsætisráðherra! Ein af uppáhaldssögum hans er þegar að ég lærði sjálf að lesa, hann segir þá sögu mjög stoltur :) Þegar að ég komst á gelgjuna fannst mér hann hins vegar oft alveg ómögulegur. Mér fannst hann of strangur og hann þurfti ekki annað en að hækka róminn örlítið og ég fór öll úr sambandi, grenjaði og öskraði á hann. Pabbi lét það hins vegar ekki á sig fá og þegar að ég tók skróptímabilið mitt í MR tók pabbi sig til og keyrði mig í skólann. Eftir að síðasta bólan hvarf og hormónarnir "róuðust" var ég fljót að sættast við hann aftur og í dag spjöllum við oft saman í símann og ræðum saman um heima og geima við eldhúsborðið í Selvogsgrunni. Ég hringi strax í hann þegar að eitthvað skemmtilegt gerist í mínu lífi og líka þegar að eitthvað verra gerist.. t.d. þegar að ég hef verið rænd (hefur gerst í Amsterdam, Barcelona, Mílanó svo eitthvað sér nefnt) Í dag á pabbi minn afmæli. Hann fæddist á Barónstígnum fyrir 60 árum, var svo mikið að flýta sér í heiminn að enginn tími var til þess að fara á sjúkrahús. Ég vona að hann hafi átt góðan afmælisdag með mömmu en þau eru stödd erlendis. Ég er voðalega heppin með foreldra mína, hefði ekki getað fengið betri jafnvel þótt að ég hefði fengið að velja þá sjálf!

Efnisorð:

|

29.1.08


Fréttir af Herdísi Maríu


Nú er Herdís María að verða 4ra og hálfs mánaða gömul. Hún braggast vel og ég er voðalega spennt að fara með hana í 5 mánaða skoðun því mér finnst hún öll að blása út og stækka. Mér finnst hún gera eitthvað nýtt á hverjum degi þessa dagana. Hún er, eins og í fyrri færslu segir, farin að hlægja dátt. Ekkert smá krúttilegt. Hún hjalar ennþá af fullum krafti og stundum hreinlega öskrar hún, eins og hún sé að testa raddböndin. Hún öskraði voðalega mikið á páfagauk sem að hangir yfir leikteppinu, hreinlega þoldi hann ekki, en hún er farin að taka hann í sátt. Hún uppgötvaði tærnar á sér í sl. viku og núna eru þær sko AÐAL nr.2, grípur í þær og þegar að ég sting þeim upp í hana hlær hún eins og heljarinnar krúttíbolla. Við settum svona leiksokka á hana og henni fannst það drepfyndið! Nr. 1 eru hendurnar og hún er með þær á bólakafi upp í sér og slefar og slefar. Hana klæjar svo mikið í góminn greyinu.

Herdís María er farin að fíla það að liggja á maganum og reisir sig vel upp og spriklar heilmikið, alveg eins og hún vilji komast af stað. Á leikteppinu snýr hún sér næstum því yfir á magann en höndin er eitthvað að þvælast fyrir svo að hún stoppar á henni. Hún er líka voðalega góð í því að færa sig til á bakinu. Ég legg hana með höfuðið í norður og áður en að ég veit af er höfuðið komið í suður og lappirnar í norður! og svo er höfuðið komið aftur í norður!

Henni finnst skeggið á pabba sínum voðalega skrýtið og klípur í það og finnst líka heldur ekkert leiðinlegt að rífa í hárið á mér!

Hún hefur prófað Triptrap stólinn sinn en endist ekki lengi í honum, vill frekar vera í gamla góða ömmustólnum. Hún er líka mjög forvitin þegar að hún sér tölvuna og sjónvarpið. Stundum held ég að augun ætli út úr henni! Henni finnst fátt skemmtilegra en að sitja í fanginu á pabba sínum og fylgjast með honum í tölvunni. Ég leyfi henni að horfa á sjónvarpið stöku sinnum og set þá Baby Einstein á og Herdís María glápir á með munninn opinn!! Annars er ég mjög dugleg að leyfa henni að fylgjast með mér gera heimilisstörfin, henni finnst það ekki leiðinlegt. Foreldrarnir hafa ennþá ekki leyft Herdísi Maríu að fara í sund en hún fær það kannski bráðlega, verður að æfa sig fyrir Tenerife í sumar!

Jæja læt þetta gott heita í bili. Herdís María biður að heilsa ykkur öllum, knús í bala :)

Efnisorð:

|

28.1.08


Fisher Price


Það lítur út fyrir það að ég þurfi doktorsgráðu til þess að opna pakkningarnar frá Fisher Price.... þeir hljóta að vera að djóka með þetta!!!!

Efnisorð:

|

25.1.08


ohoo ég er strax farin að sakna hans.... hvað ætli hafi eiginlega komið fyrir?? Ég neit að trúa því að hann hafi framið sjálfsmorð, vissi hann ekki hvað hann var sætur eða hva?

Efnisorð:

|

24.1.08

Gleði hjá litlum sjóara

Herdís María er farin að hlægja. Það er sko ekki lítið fyndið þegar að hún hlær. Það er eins og að raddböndin séu ekki tilbúin fyrir svona mikinn hlátur því hún hlær eins og rámur lítill sjóari! Hláturinn kraumar í hálsinum og sprettur svo fram eins og "whiskey woice" Við Katrín bókstaflega grétum af hlátri þegar að hún tók hláturskast. Þetta er bara það mest krúttlegasta. Núna hefur hláturinn aðeins breyst og er "mýkri" en þarna fyrst. Jæja best að fara að láta hana hlægja... ekki verra að byrja daginn á smá hlátri!

Björn Ingi bara hættur í pólitík! Þá getur maður ekki hneykslast á honum lengur. Hann má þó eiga það að hann mætti í alla sjónvarpsþætti e. Rey-málið og útskýrði mál sitt. Það var meira en að Villi gerði. Ég er eitthvað svo meir alltaf.. ég hálfvorkenni honum. Merkilegt að sjá hve stuðningurinn við nýja meirihlutann er þó mikill þ.e. 26 %. Ég hefði giskað á svona 15%.
Það eru gleðifréttir að yfir 55% vilja sjá Dag sem borgarstjóra, Villi var bara með 18% og Ólafur í kringum 5%!!!!! Pælið í því... (tölurnar eru skv. könnun Fréttablaðsins) Vonandi verður Dagur aftur borgarstjóri áður en að langt um líður. Helst vildi ég að kosið yrði aftur í Reykjavík! (úpps ég fengi ekki að kjósa enda Borgnesingur)

Efnisorð: ,

|

23.1.08

Oprah og rútínan

Í gærmorgun horfði ég á jólaþátt Oprah og ómælord... þvílíka gjafaflóðið! Hverjir ætli komist í þennan þátt? Allaveganna eru þeir aðilar svakalega heppnir..... maður sá líka fleiri karlmenn í salnum en vanalega. Oprah gaf þvílíkt mikið af gjöfum t.d. 2faldan ísskáp með sjónvarpi, útvarpi, tölvuskjá sem geymdi m.a. 100 uppskriftir ofl. ! Það merkilega var að hann kostaði bara ca. 3.500 dollara =eitt stykki venjulegur 2faldur ísskápur hér. En vá hvað liðið var að tapa sér, það hreinlega öskraði úr sér lungun. Held samt að ég myndi öskra alveg jafnhátt, ef ekki hærra!

Við erum að reyna að koma Herdísi Maríu í rútínu eftir að hafa búið inn á tengdó/ma&pa sl. 2 vikur. Í þessar 2 vikur fékk hún að sofa á milli, var svæfð osfrv. Núna gengur því ekki, eins og áður, að leggja hana inn kl. 22 svo hún geti sofnað sjálf. Planið er því að láta hana vakna kl. 8-9 á morgnana, taka fyrsta lúr rétt fyrir hádegi og síðari lúr um kl. 14. Þá sefur hún til kl 18 og fær ekkert að sofna e. það. Svo er það bara dauðþreytt Herdís María sem að er lögð inn í rúm kl. 21-22 á kvöldin. Dagur 3 í rútínunni í dag. Dagrútínan gengur eins og í sögu, ekkert mál með það. Það er hins vegar búið að vera vesen að fá hana til að sofna á kvöldin. En þetta kemur.

Efnisorð: ,

|

22.1.08

Sjokk

Þegar að Birni Inga var kippt upp í bátinn eftir sl. borgarstjórnarkosningar talaði ég um vankanta lýðræðisins full velgju... og nú er velgjan ekki minni. Ég bara neita að trúa því að maður með lítið fylgi á bak við sig og engan varamann eigi skilið að verða borgarstjóri "allra" Reykvíkinga. Mér finnst skömm að þessu. Ég hefði viljað sjá afsögn Villa e. Rey-málið en hann er þó miklu betri kostur en Ólafur F sem borgarstjóri og enn betra væri ef að einhver annar Sjálfstæðismaður leiddi þetta allt saman.
Mér fannst Dagur standa sig frábærlega vel sem borgarstjóri og treysti honum og Svandísi Svavarsdóttur sérstaklega vel að gera góða hluti. Þau eru fulltrúar framtíðarinnar, sama get ég ekki sagt um þá Ólaf F. og Villa. Æ mér finnst þetta allt svo ömurlegt að ég er eiginlega í sjokki! Ég er svo svekkt út í Sjálfstæðisflokkinn að láta eftir borgarstjórastólinn... ojbara... þetta finnst mér lýsandi dæmi um það þegar að menn í sárindum sínum hrifsa til sín völd án þess að hafa hag borgarbúa í huga.

Efnisorð:

|

19.1.08Hér er smá sýnishorn af aðalljósmyndafyrirsætunni. Við fengum myndir í lit, svart/hvítar og brúntóna. Fleiri myndir hér.

Efnisorð:

|

17.1.08

Gott að vakna...

...með Herdísi Maríu. Ég opna augun og sé hana horfa á mig og það stirnir í augunum hennar. Svo teygi ég úr mér og geyspa og þá gerir Herdís María það líka. Obbosslegt krútt.

|

11.1.08

Það er svo ....

sorglegt þegar að fallegar konur (og menn) missa sig í lýtaaðgerðum og verða frík. Dæmi um það er leikonan (Hunter Tylo) sem að leikur Taylor í The Bold and the beautiful. Mér fannst hún alltaf svo sæt en í dag gæti hún verið litla systir The Joker. Hún hefur eitthvað misst sig í lýtaaðgerðunum og núna er eins og hún sé með herðatré uppí sér. Jamm sorglegt. Annað dæmi er Lara Flynn Boyle sem að lék í hinni frábæru mynd Threesome. Hún lék nýlega í Las Vegas og ómælord.. hún er komin með svo mikið í varirnar að hún gæti notað þær sem sundkúta!

Efnisorð:

|

9.1.08

Brjóstaþoka

er merkilegt fyrirbæri. Ég virðist þjást af þessum óskilgreinda sjúkdómi, Einari til ómældrar skemmtunar. Ég er gleymin, utan við mig á stundum og tala án þess að hugsa þannig að stundum koma þessar þvílíku gullsetningar. Um daginn fór ég í spinning og kom við heima til þess að ná í strigaskó. Fór inn og var eitthvað svo mikið að hugsa um eitthvað allt annað að þegar að ég kom niðrí íþróttahús var ég með hælaskó í aftursætinu! Ég er ekki í lagi. Ég get heldur ekki lagt saman lægstu tölur og Einar skellir upp úr, oft á dag, þegar að ég rugla eitthvað út í loftið eða trúi einhverju bulli sem að hann segir. Kannast einhverjar við þetta?

|

7.1.08

Fall er fararheill

Nýja árið fór heldur illa af stað í Arnarklettinum. Ég var eitthvað að bardúsa inní þvottahúsi þegar að ég heyrði skringilegt hljóð. Ég hélt að ég hefði gleymt að skrúfa fyrir kranann í eldhúsinu og fór þangað en þá mætti ég stórflóði. Hitavatnsrör undir vaskinum gaf sig og heitt vatn flæddi um alla íbúð. Allt fylltist af gufu, rafmagnið fór og ég stóð ein í myrkrinu með Herdísi Maríu á handleggnum. Ég tek vægt til orða þegar að ég segi að ég hafi fríkað út. Þá var nú gott að Einar er í 5 mínútna fjarlægð. Við þurftum sem sagt að flytja út meðan skipt er um parket og eldhúsinnréttingin löguð. Feitur bömmer!! Samt lán í óláni að þetta gerðist ekki fyrir jól. Ég spái því að þetta taki samt allan janúar. Sem sagt janúar 2008 á hótel tengdó!

Við fórum í bústað um helgina. Skelltum okkur í kósý ferð í tilefni af flóðunum í Arnarkletti. Það var yndislegt að sitja út í potti um miðja nótt, logn, stjörnubjart og stórar snjóflygsur féllu hægt til jarðar.

Efnisorð:

|

3.1.08

Árið 2007Gleðilegt nýtt ár!!!Árið 2007 er liðið. Það var einstaklega gott ár í mínu lífi. Það besta til þessa. Á árinu keyptum við Einar okkar fyrsta bíl og okkar fyrstu íbúð. Þann 14. september eignuðumst við svo obbosslega krúttíbollu sem að við skírðum Herdísi Maríu. Ég var ólétt mestan part ársins en ég pissaði á óléttuprufu þann 16. janúar. Á árinu kláraði ég svo alla kúrsa í meistaranáminu mínu, svo ég á bara ritgerðina eftir. Stefni á að útskrifast næsta vor. Það var minna um ferðalög á árinu en oft áður. Ég byrjaði árið á 3 vikna dvöl í Genf og fór einnig til Istanbul. Árið var einnig stútfullt af skemmtilegum stundum með vinum og fjölskyldu. Á árinu eignaðist ég líka nýjan frænda, hann Harald Nökkva. Hann er algjört yndi. Á árinu fæddust líka vinkonur hennar Herdísar Maríu þær Ragna Hlín og Sóllilja Björk.2008. Ég er uppfull af væntingum varðandi það ár. Það verður samt erfitt að toppa 2007. Er ekki týpískt um hver áramót að setja sér markmið?? Ég ætla allaveganna að taka mér tak og taka upp heilsusamlegra líferni, klassískt ekki satt? Nú svo þarf ég að klára ritgerðina mína og ætla að byrja að vinna eitthvað heima þegar að vorar. Nú svo er það task nr. 1 en það er að ala stelpuna mína upp og eyða tíma með henni. Mér finnst yndislegt að geta verið heima hjá henni og knúsað hana endalaust mikið. Hvað með ykkar áramótaheit?? einhver? Mig langar að fara til útlanda á árinu og gera sólpall hérna fyrir utan. Þá verður sko boðið í grill!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com