VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.1.03

Ég hlusta stanslaust á lög nr. 7 og 8 á nýja Coldplay-disknum....
þ.e. Green eyes og Warning sign.....
ég bara get ekki hætt að hlusta á þessi lög...
þó að ég segi sjálf frá.......
you are the rock which upon I stand....
when the truth is .... i miss u......

|

30.1.03

Bleeesuð...... afhverju er ekki hægt að finna upp miðstöðvar sem að hitna strax.... ég meina ASAP bílinn settur í gang... og hann verður funheitur... mín er nefnó bara 5 mín að keyra í vinnuna og bíllinn er ekki alveg að ná að hitna í þessar 5 svo þetta verða 5 mínútur DAUÐANS... þarna á milli !!!

Brjóstin mín eru eitthvað svo stinn.... þau bara standa beint út í loftið og geirarnir!!!! bara alltaf harðir og til í tuskið ;-) og barasta gaddfreðnir þarna í þessar 5 mínútur... he he... brjóst eru bara eitthvað svo brilliant... og ég segi eins og Eddie Murphy um, um, um.......

Hei já og bara hörku leikur, sleikur í gær....... við bara að meika það þarna á HM... og nú er bara veisla í kvell.... Spaníólarnir eru nú alltaf soldið sexy... þó ég sé nú oftast að falla fyrir ljóshærðum... "germönskum karlmönnum".... eða hvernig hafa þessi efstu 3 á top 10 litið út???? Veit einhverjir hverjir þeir eru, nú er bara að sjá hvað þið þekkið mig vel???? bara svona í gamni gert og ekkert til að særa neinn sem ekki nær inn á topp 3! (sorry strákar)

En þar sem að ég þarf að fara að kaupa gjöf handa pabba sem á bæðevei ammæli í dag (1000 kossar til hans) ætla ég að segja bæææææææjóóóóóo
og til hamingju elsku pabbi!

|

27.1.03

Mín djammaði bara á föstudagskvöldið!!! Ég, sugarbabe, Ziggy og lovely slettum í okkur reddara, tókum nokkrar polaroid og héldum á Hvebbann þar sem að við dönsuðum og mín tók aðeins of mörg skot á barnum :-/.... djammið setti því mark sitt á laugardaginn... sem að fór í kjaftagang og dott upp í rúmi.. og soldið pizzaát og gill... ummm Diljá draumur...
Sigrún sveitastelpan kíkti svo í heimsókna á laugardagskv. og þá hófst rúntur á Grillhúsið, sjoppustopp, 8 mile, Laugarinn og beddinn :-)

Þjóðverjar tóku okkur svo í leiknum í gær... maður getur nú alveg sleppt sér yfir svona leikjum... þjóðernisfílingurinn í algleymi og stuttur þráðurinn!

Surprice helgarinnar: Eminem var ÞOKKALEGA sexy í 8 mile..... já detti mér allar dauðar lýs úr......

ps. Jón Þór gaf mér blóm um helgina.... takk og aftur takk.. og þau dafna vel :o)

|

24.1.03

Jæja kom ekki á óvart hver vann!!!!
Svona skildi ég við hann síðast ;-)
Jæja hjálpið okkur Dill og Eika bro að velja borg fyrir djamm og verslunartripp!!!

og smá upplýsingar á blogger.com he he.......

The 10 most recently published blogs:
7:07 AM
Not a Fish
sculpted word blog [P]
El vicio Precident
Mjúkt er meyjarbrjóstið nema harðb...
Domain Of Castle Ravenloft
It's Just Me
What is the meaning of life ?
JudyJudy bloggol arcotokba
Magisterial Fidelity
Piekernie

|

FÖSTUDAGUR
Djöll var ég þreytt í morgun... ætlaði aldrei að geta dröslast á lappir ;-)... en hér er ég mætt...
Helgin lítið plönuð... Sugerbabe ætlar að koma til mín í kvöld og kannski að einhver detti með henni inn..... :o) svo kíkir maður kannski eitthvað út á lífið með HG og Diljá og maður rekst kannski á Eika bro sem kann svo vel að fara með áfengi he he he.... að eigin sögn!!! Það verður forvitnilegt að fylgjast með Djúpu lauginni í kvell.... ætla að kaupa rauðvínsflösku og sötra yfir imbanum....
Laugardagurinn fer í heilsurækt og búðarráp.... ætla að fara í sund og kíkja í búðir.... og sunnudagurinn verður til sælu... nákvæmlega eins og þegar að ég fæddist he he he

Ég var soldið fúl með leikinn í gær... fannst við ekki vera sannfærandi á móti Portúgal.... við unnum þó... og það er það sem að telur... var samt eitthvað fúl yfir þessum leik og dómararnir.... þeir voru bara steiktastir...!!!!! dæmdu bara bull á báða bóga!!! Svo eru það Katar næst... ég sem að hélt að ég væri þokkalega vel að mér svona almennt... hef barasta aldrei heyrt á þetta land minnst! Katar eða Qatar... ??? Ég er að fara til Katar... segir maður það??

|

23.1.03

Halló allir saman nú........ einn, tveir, þrír og svo SEX :o) Mér líður eins og algjörum íþróttafréttaritara: Man og Liv í úrslitum og Klakinn og hitinn í handbolta í dag.... Við ísklumparnir á móti sólstrandargæjunum he he he ;-) Ísland - Portúgal... ætla skoooo að horfa á hann... nú tekur alvaran við, er þaggi???

Annars nenni ég ekki að blogga um hvað það sé kalt... maður er bara eitthvað með þetta á heilanum.... skjálfandi undir flísteppi... já minnir mig á það að ég fékk flísteppi frá vinnunni í gær og það var NB merkt mér :o) Guðrún fékk líka sitt rækilega merkt.... vantaði bara kennitöluna :-)

Annars minnir Guðrún augnakonfekt (ég meina ég horfi á hana ALLAN daginn) mig á EXO og borðstofuborðið sem að ég er að fara að kaupa mér þar á næstu vikum ..... Það er geggjað flott og það tekur laaaaaaaangan tíma að safna sér fyrir því (búin samt að safna) .... íslenskt já takk!

Fór í gær og kíkti í heimsókn til Guðnýjar að sjá "litla" strákinn hennar. Hann er 2,5 mánaða og kræst drengurinn er á við þrítugan gaur :-) og hann veit svooooo pottþétt eitthvað sem að við hin vitum ekki, þvílíka rúsínan eða á ég að segja sveskjan!

ps. Áfram Ísland

|

22.1.03

Jæja núna geta Púlararnir loksins skriðið undan feldinum.... he he he.... og ég hlæ, skellihlæ. ...... horfði nefnó á leikinn í gær og núna kemur þetta.... já þetta er allt saman að koma. Nú er bara að sjá hvort Man.Utd tekur "gamla"Utd :-) í kvöld = eðalúrslitaleikur!!!!

Annars er svo kalt maður.... og nú tek ég Halla á orðinu... því hann sagði að bloggarar töluðu um lítið annað en veður... hann hefur þá ekki lesið bloggið hennar Diljár! Þar er sko stuð-skyldulesning he he....

Var á fundi með verkfræðingum í morgun.... og talandi um verkfræðinga.... þeir eru svooooo nákvæmir, og útpældir og reikna allt svo út... ég þekki sko nokkra... gæti verið einn ;-)

Annars hefur tölvukerfið hérna verið að stríða mér í vikunni... allar keyrslur sem að ég keyri af stað hrynja og ég er í tómu f**ck því að aðaltölvugellan er stungin af til RIO!!! Bara að maður væri þar, ætla svo pottþétt að fara á interrail... er nú búin að nefna það nokkru sinnum... ég og Helga sugarbabe á sandölunum með fléttur sötrandi bjór og dansandi á ströndinni.... ummmmmmm sól og sumar!!!

Ziggy stardust ætlar að elda með mér kjulla annað kvöld, ég meina við verðum nú að gefa barninu okkar að borða!!!! ha ha :o)

Naturally%20Cute
What type of girl are you?

brought to you by Quizilla

|

21.1.03

Þriðjudagur til þrautar..... hver samdi þessa vitleysu... ógesslega gaman eitthvað að fæðast á þrautardegi... annars fæddist ég á sunnudegi...í sæluvímu ummmmmm
Afi hringir alltaf í mig á afmælinu mínu og segir mér sömu söguna.... (samt er alltaf jafngaman að heyra hana).... "ég man nú þegar við amma þín fengum hringingu frá Svíþjóð fyrir x árum, á sólríkum sunnudegi................að lítil stúlka væri fædd.............." Sunnudagur til sælu!Hey, á ég að fara í Djúpu laugina!!!!!!!!???????? svariði í komments.... ég á þá að mæta á föstudaginn!!!!

|

20.1.03

Veikindi, súrindi.. bólur, frunsur, 2 kg farin, hálsbólga, slappleiki.... er þetta ekki skemmtilegt he he he...
Annars var helgin ágæt.... Liverpool vann sinn fyrsta leik síðan í nóvember (ussss)..... og ég get farið að horfa á enska boltann aftur... nú eru kallarnir komnir á sigurbrautina.... Verst að Man. Utd. vann Chelsea... og Arsenal fékk tvo mörk gefins í gær skv. góðum heimildum ;o)!!!
En úr boltanum í harðindin og gallharðan raunveruleikann..... Bachelor.... vááááááá horfðuð þið á þennan þátt.. og Trista bara orðin bachelorette!!!
Kaninn er nú algjör sleikjó... og við girlurnar ætlum sko sannarlega að fylgjast með, greinilega svæsnum þætti... gæinn var bara með tunguna upp í öllum og öllu.... sería nr. II er alltaf AÐEINS meira hneykslandi en sú fyrsta, svo það er POTTÞÉTTUR skandall á leiðinni!!!!!
Ég hef annars ekkert gert undanfarna daga annað en lakkað táneglurnar og glápt á dauðu fluguna í svefnherbergisloftljósinu... ég gæti svo sem sagt ykkur hvað hún heitir ... hún heitir Bella og var einu sinni vinkona mín....þ.e. þangað til hún steiktist... í ljósabekk!

|

14.1.03

SNJÓR í morgun...!! og það þurfti að skafa! Deadboring að skafa en ég kvarta ekki.... þetta er í annað skipti, held ég, í allan vetur sem að ég þarf að skafa... svo ég brosi mót þessum bleeeeesuuuðu veðurgvöðum ;-) Annars væri nú gaman að skella sér á skíði en allir sem þekkja mig vita að ég fer á skíði hvenær sem tækifæri gefst!!! :o) og er að safna mér fyrir skíðaferð he he he.... Snjórinn hefði mátt koma um jólin, er það ekki?? en árið er að "afsteikjast" Nú hrynur líklegast fylgið af Samfylkingunni, reyndar hrynur það af VG en það skiptir litlu... grænálfarnir mínir hí hí......
Það er ALLT á fullu í hausnum á mér núna...!!! Lífið er eitthvað svo klikkað.....
Samt finnst mér gaman að lifa íhaaa................. svo maður verði væmin :o)

|

13.1.03

Heeellllúúúú....
Helgarpistill:
Matarboð, Ron Jeremy, Rómeó og Júlía, kínamatur, Viddi, Jón og Hólmfríður, matarboð....= helgin í hnotskurn... ekkert áfengi og ég er fersk eins og mintulauf.... íííhaaaa... :o)
Annars byrjar árið svona frekar rólega.. er ennþá í 1. gír... en er að fara að gefa í... er það ekki týpískt að vera soldil skjaldbaka í janúar... sem er by the way soldið úrillur mánuður?? Gleymdi saumaklúbb í gær :-( átti að vera í MR-saumaklúbb en var eitthvað utanvið mig og gerði eitthvað ALLT annað!
Annars á bara að fara að snjóa í vikunni... árið sem að byrjar svo steikt.... afsteikist kannski ef að við fáum snjó í janúar og Mogginn hættir að koma á mánudögum.... það er bara allt að gerast.... :o)
Vikan er bara óplönuð og ég bíð bara spennt eftir óvæntum atvikum!
Vill einhver koma mér á óvart???

|

10.1.03

Jebb og jæja, helgin að skríða inn...
Það er búið að vera brjálað að gera hérna í vinnunni alla vikuna svo ég keypti mér bara tvenn ný skópör!! Finnst ykkur það ekki gott hjá mér, ég meina þar sem ég er að reyna að spara :o)
Mér fannst ég allaveganna eiga það skilið og ætla að vígja annað parið í kvell.... halda smá dinnerveislu fyrir sætar stelpur og einn sætan strák... og sá strákur hefur séð á mér brjóstin he he he....
Annars bið ég ykkur vel að lifa og eigið ljómandi góða helgi eins og mín mun verða...
bæjó í bili
ps. ofangreindur brjóstastrákur er 1 1/2 árs ;-) og hann elskar skó alveg eins og ég!

|

Ég fékk þau skilaboð í gær að bloggsíðan mín væri ekki ég??? Ég væri barasta einhver allt önnur manneskja á blogginu :-(... veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það!!!!!!!!???????????

|

9.1.03

Aragorn er bara æði! eða réttara sagt Viggo Mortensen... hann er svoooo sexy í LOTR, það er eitthvað svo kynþokkafullt við leikarann og persónuna að ég fæ fiðring í magann og tek andköf... hann er alveg að gera það fyrir mig í þessari mynd sem Aragorn. Mig dreymdi hann í alla nótt... riddarann á hestinum, hetja, traustur, góður og tryggur.... (og ábyggilega góður í rúminu)... væri til í einn þannig, já takk ;-)... Legolas er nú líka helvíti flottur í myndinni... en hann er svona ósnertanlegur.. ekki alveg hægt að ímynda sér hann í villtum ástarleikjum :o) ég fengi flipp ef að hárið á honum ruglaðist eða ef einhver pinkulítil misfella yrði á hans fullkomna yfirbragði...! Annars var myndin frábær, og mjög spennandi... og nú er að bíða í enn eitt árið....... sigh.........
Nú er Sigga byrjuð að blogga og er hér til hliðar undir Ziggy... vonandi að hún haldi þetta út hí hí hí ;-) fór til hennar og Helgu Guðnýjar í knús í gær... yndislegt alveg hreint!

Er að pæla í að fara á heimspekinámskeið með Eika bro sem að byrjar í febrúar... segi ykkur betur frá því seinna en það er kennt upp í HÍ og fjallar um sjálfið, siðfræði, manninn og fl.

.....en nú bíður vinnan......
bæææææææææææjjjjjjjjjjjjjjóóóóóóóó
ps. potturinn og Borgarnes, sæta og kjulli klikkuðu ekki sl. helgi :-)

|

8.1.03

Snúðar
Kleinur
Vínarbrauð
Rún(n)stykki
Ástarpungar
Kjallarabolla

..... hver fann nöfn á þennan bakarísmat???!!! Ég hef aldrei almennilega fattað rúnnstykki?? veit ekki einu sinni hvernig það er skrifað.... var viss um að þetta væri rúmstykki þegar að ég var lítil (enda fullkomin logik í því, ekki satt??) Fá stykki í rúmið á morgnana?? he he...
Það var nefnó morgunverðarfundur í vinnunni .... og kaffi og með því á boðstólnum... en þar sem að mín svaf yfir sig... þá missti ég af öllu góðgætinu... ;-) sem betur fer því ég er þvílíkt að reyna að sættast við vigtina í sundinu!

Mekong í gær... með Diljá og Kötu skvís... ekki eins gott og forðum en slapp fyrir horn... svona dænerstemmning og við enduðum í leikjunum:
ég hef aldrei....
hvað er langt síðan þú.....
hvort myndirðu vilja....
(sem er langversti leikurinn, kræst... Diljá greinilega í æfingu)
Horfði svo á kapphlaupið mikla heima hjá bro með strákunum... var ein af strákunum og FÍLAÐI ÞAÐ! hí hí... Djöfull var fyndið að sjá "soccer"mömmurnar, modeltvíburana jesus þeir voru hræðilegir... fjandinn hafi það, eru svona menn framleiddir ????? Þið verðið að sjá næsta þátt til að sjá þá!!! Þeir voru svo miklir fábjánar að þeir létu leigubílstjóra í Mexico geyma farangurinn fyrir sig!!!!!!!!! og honum var náttla stolið he he..... loosers... og modeltvinnarnir með colgatebrosið misstu sig ;-)
og svo horfðum við á Friends..... my brain allover the wall :-)
Kíkti svo í eina heimsókn áður en að ég fór að sofa.....ummmmmmmmmmmm
og svaf yfir mig.... guð blessi heimilið!

|

7.1.03

Í tilefni af sundferðinni minni í gær set ég upp kvörtunarlista:

Ég þoli illa:
........þetta skápakerfi... einkar lagin við að láta peninginn detta niður áður en að ég læsi(vil bara hafa gamaldags lykla)
........að helmingurinn af sturtunum virkar ekki... ég meina þær blanda ekki saman heitu og köldu vatni !!
........sápunni í sturtunum... maður þarf deffennettlí að taka með sér sápu
........órakaðar dömur og ofrakaðar dömur
........litla krakka sem að glápa endalaust
........blautar klósettsetur!! hvað er málið með það að geta ekki farið rassaþurr á klósettið og allt blautt í kring oj bara
........hárlufsur út um allt... löng slepjuleg hár - hrollur...
........vigtina... sýnir óþarflega mörg kíló
........hárþurrkuna... gæti alveg eins blásið á mér hárið með munninum...

en eftir að ég er komin ofaní... þá ummmm gleymist allt
slappa af í pottinum....synda sér til hressingar ..... glápa á fólkið .....

sund er bara brilliant!

|

Sælt veri fólkið....
jæja þá er rútínan byrjuð aftur.... allt brjálað í vinnunni... uppgjör og læti. Fór í sund í gær... yndislegt alveg hreint og viti menn: mín synti 400 metra en fékk svo þokkalega fyrir hjartað að ég hélt að ég myndi drukkna þarna innan um sundæfingarliðið :-)
Svo var legið yfir imbanum með Helgu Guðnýju og við höfðum það næs og kjöftuðum af okkur öll vit he he...
Vikan leggst bara vel í mig.. matarboð á föstudagskvöldið og Lordinn á miðvikudagskvöldið...
ps.Annars bjóst ég nú við að Sara og Diljá og þær gellur myndu kommentera á bestoff listann minn þar sem að þær voru nú með mér í nokkrum þessara liða :-)
og af því tilefni set ég Söru super hérna inn :o)
Við í starfsmannafélaginu erum nú farin að skipuleggja Vetrarfagnað hérna í vinnunni og er stefnt að því að halda hann 14. febrúar þ.e. á Valentínusardag kiss kiss ;-)
Ég held nú vanalega ekki upp á þennan dag, nema kannski í fyrra... en það verður tjúttað ef af þessum fagnaði verður, hikk hikk
Annars er ég nú að hugsa um að taka djammpásu en ætla að spara stóru orðin.. hef nú séð nokkra detta beint á rassinn á síðum internetsins með yfirlýsingum um djammpásur !!!!

Mig dreymir um sól og sumar........

|

6.1.03

Jæja ég ætla að herma eftir Jóa og gera svona best of lista yfir 2002..... og mér sem að minnti að 2002 hefði ekki verið gott ár....

10. Borgarnes og potturinn

9. Menningarnótt... brjálað stuð á G&G á Vídalín

8. Coldplay... ég fékk í hnéin

7. HM... þvílík spenna... Argentína- Svíþjóð og Suður-Kórea - Ítalía.... og Nings

6. Travis.. og Sirkus ;o)....

5. River-rafting ferðin sem að við smygluðum okkur í ... pissuðum næstum í okkur í rútunni og pikkuðum útlending með brjálað hár upp á Laugaveginum

4. Barcelona..... brillant borg, full af stemmningu og lífi... Ramblan engu lík.. draumur í dós að sitja á kaffihúsi og láta sig dreyma

3. Nick Cave... þrumu upplifun... þvílíkur kraftur og tilfinning... ég er betri manneskja fyrir vikið...

2. Afmælið mitt sem að krakkarnir gerðu ógleymanlegt og ég tárast þegar að ég hugsa um það

1. Prag... skíthrædd að þetta yrði disaster enda náttúruhamfarir nýyfirstaðnar... en viti menn... aldrei séð fallegri borg né fallegra fólk.. sagan og menningin...ólýsanlegt!!


|

3.1.03

Kossar... eru svoooooooooooo yndislegir.... já það ert best að kyssast en að kyssa einhvern sem að maður ber tilfinningar til færir mann á hæstu hæðir eða allaveganna mig... þetta er það langbesta sem til er og kossar og faðmlög eru skotheld tvenna! Ég gæti aldrei lifað án kossa og faðmlaga, kiss kiss :-)

Og þau svífa í kvöld snjókornin
sem kossar án vara.
Og við sem vorum ástfangin
aldrei náðum saman,
það lá í loftinu
að ég mundi fara.


En mér fannst nú soldið fyndið í Kryddsíldinni á gamlársdag... þ.e. orðasennan milli Davíðs og Össurar... þetta illa uppalinn og dónatal var BARA fyndið og það gætir greinilega pirrings hjá Davíð ... enda kannski ekki skrýtið því Össur getur verið svo mikil blaðra. Ég hef samt aldrei séð Davíð svona pirraðan... nema kannski þegar Solla vann borgina fyrir 4 árum.. þá kom mjög pirrað viðtal við Davíð í fréttunum. Annars hefur Davíð gert góða hluti en kannski þarf einhverja endurnýjun... það verður allaveganna gaman að fylgjast með þessum kosningavetri... og spennó að sjá hvað maður kýs í vor... er samt farin að hallast aðeins á aðra hliðina... en ekki meir um það :-)

|

2.1.03

jæja hvernig líst ykkur á næsta forseta Bandaríkjanna??? Verður Ben Affleck næsti presedento???
Allavega finnst J-lo hann vera svo rosaklár og fróður um allt........ hver hefði trúað því að Reagan myndi enda sem forseti þegar að hann var upp á sitt besta í b-myndunum hérna um árið???? Annars skiptir bara miklu máli að henda Bush út... hann er BARA geðveikur... in a bad way.....

|

Gleðilegt ár!!!!!
Ég er varla að ná því en nú er 2. janúar 2003! Ég hafði það yndislegt yfir áramótin eftir þvílíkan dinner að ég hef nú bara ekki kynnst öðru eins. í forrétt fengum við humar og hreindýrakjöt í aðalrétt..... þetta var svo rosalega gott að ég er enn með bragð í munninum. Skaupið var fínt... eins og í fyrra (þó kannski örlítið betra í fyrra) en mér fannst Árna-djókin alveg mátt missa sín... ég meina kallinn var svo rækilega tekinn fyrir í fyrra og mér finnst óþarfi að sparka í liggjandi mann.... en í heildina litið... mjög gott skaup.... Við vorum á besta útsýnisstað í borginni, liggur beinast við að segja, og horfðum á flugeldana og skáluðum í kampavíni kl. 00:00 eins og flestir ... og ég táraðist eins og alltaf á áramótum... sprengdum 2002 í burtu og fögnuðum 2003 :-) Svo lá leiðin í nokkur partý m.a. verkfræðingapartý í Garðabæ og bóhempartý en við gengum þó hægt um gleðinnar dyr. Annars hefur 2002 verið svona upp og ofan... í heildina litið nokkuð gott ár... en svona eins og í skaupinu þá hefði mátt sleppa nokkrum atriðum ;-) Ég fór tvisvar erlendis á árinu 2002 þ.e. til Prag og til Barcelona... fór í river-rafting en það hafði mig lengi langað að prófa... keypti mér bíl... og treysti vináttubönd... he he he ..svo maður verði korní :o)
Annars leggst 2003 þokkalega vel í mig... ég held að þetta verði besta árið mitt síðan 1998... eða ég vona það og krossa fingurnar... sjö níu þrettán.....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com