Bloggleti
Voðalega er ég eitthvað löt að blogga þessa dagana. Þá er best að tilkynna bloggbann en þá er nokkuð öruggt að ég blogga stanslaust... já sama og með bjórbönnin mín frægu! Ég veit nú ekki hvort að ég nenni að fara að telja allt upp sem að á daga mína hefur drifið undanfarið en þeir hafa nú samt bara verið helv. fínir svo ekki sé annað sagt. Ég hef verið iðin við kolann þ.e. kaffihúsin, horft á HM og meira að segja farið í keilu! Já kallið mig góða.. enda komst ég að því að keilan er hvorki skartgripavæn né styrkjandi fyrir neglurnar.
Það er samt ekki annað hægt að segja en að á mig herji ein allsherjar leti og það með stórum staf! Ég er ekki að nýta þetta frí mitt sem skyldi.. nei sei sei.. hangi bara á netinu og horfi á regnið leka niður rúðurnar og dotta yfir fótboltaleikjum... engin afköst hérna megin.
Jæja ég bæti úr því í morgunsárið þar sem að ég á stefnumót á hlaupabrettinu niðrí Laugum!
10 dagar í Stokkhólm... vonandi að veður"blíðan" fylgi mér ekki þangað.
Efnisorð: Daglegt líf