VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.2.08

Sænska skipulagið

Til að heimilshaldið fúnkeri eins og ég vil hafa það þá dustaði ég rykið af sænsku genunum um leið og Herdís María fæddist. Á mánudagsmorgnum og þriðjudagsmorgunum eru þvottadagar. Þá er þvegið og hengt upp og brotið saman. Miðvikudagsmorgnar eru svona frjálsir hehe.. stundum geri ég ekki neitt og stundum tek ég til í blaðakörfu, skápum, skúffum, ísskápnum, pússa silfrið og þannig. Á fimmtudagsmorgnum þurrka ég af og tek eldhúsinnréttinguna. Á föstudagsmorgnum eru gólfdagar :( oj leiðinlegt en svo gott þegar að það er búið. Helgarnar eru nokkurveginn fríar. Baðherbergið er þrifið þegar að þarf sem er eiginlega svona annan hvern dag og svo eru náttúrlega dagleg húsverk gerð á hverjum degi eins og að setja í og taka úr uppþvottavél, búa um og svona almenn yfirborðstiltekt. Nú eftir hádegi reyni ég að skrifa ritgerð og svo fer ég í ræktina 4-5x í viku. (Okey nýbyrjuð á því) Einar sér um matseldina, bílinn, verslar inn og fer með dósir og blöð í Sorpu og þannig. Hann æfir 2-3x í viku og vinnur fullan vinnudag. Svo er hann líka formaður knattspyrnudeildar Skallagríms og það er heilmikið stúss í kringum það. Þrátt fyrir allt þetta þá eigum við fullt af tíma saman og með Herdísi Maríu. Sænska skipulagið er svo að svínvirka á grillið, meira að segja Einsi er að fíalaða!!
ps. skipulagið með Herdísi Maríu er efni í annan pisitl!
pps. gestaþraut þessa pistils er: hvenær og hvar er kynlífið stundað??? hehe

Efnisorð:

|

26.2.08

Armani

Nina Ricci

Þetta er konan hans Forest Whitakers, veit ekki eftir hvern kjóllinn er


David Meister

John Galliano

Escada

Jean Paul Gaultier

Flottustu kjólarnir
Mér finnst þessir kjólar mjög flottir.
Mér finnst þessi neðsti mermaid-dress eftir Jean Paul Gaultier geggjaður!

Efnisorð: , ,

|

Sjötta sóttin

Herdís María, litla skinnið, er svakalega slöpp. Hún fékk hita sl. föstudagskvöld, sem datt niður og rauk upp með ákveðnu millibili. Við fjölskyldan sváfum því lítið aðfaranótt laugardags. Útskriftin hennar Katrínar var svo á laugardeginum. Herdís María var hitalaus og við brunuðum í bæinn. Útskriftin var glæsileg, Katrín var rosalega sæt í nýja útskriftarkjólnum sínum með nýju klippinguna og allir í miklu stuði. Herdís María var í stuði fyrst um sinn en svo varð hún lítil í sér og ég mældi hana og litla greyið var þá komin með hita aftur. Við ákváðum að gista í Selvogsgrunni og nóttin var strembin. Lítil heit og sveitt dama grét og kjökraði á milli foreldranna. Okkur var hætt að lítast á blikuna kl 7 á sunnudagsmorgninum og hringdum á læknavaktina. Við vorum kölluð inn og læknirinn á læknavaktinni sendi okkur á bráðamóttöku barna á Landspítalanum. Þar fór Herdís í alls konar test og stóð sig eins og hetja. Sem betur fer kom allt gott út úr testunum og um enga bakteríusýkingu að ræða. Læknarnir sendu okkur heim og sögðu að Herdís María væri líklegast bara með flensu og beinverki. Nú í gær steyptist mín svo öll út í útbrotum. Hún er hitalaus en hræðilega hallærisleg með rauða flekki út um allt. Ég hringdi í lækninn og það er staðfest að hún er með Mislingabróður eða Sjöttu sóttina. Hún lýsir sér þannig að barnið fær háan hita í 2-3 daga og svo þegar að hitinn lækkar fær barnið útbrot. Þetta er veirusýking sem að gengur yfir svo ég get andað léttar. Þarf bara að fylgjast með stelpunni minni og knúsa hana xtra mikið.

Efnisorð:

|

25.2.08

Popp og kók....

og Óskarinn fær..... dadarada..... spennó! Ég er ábyggilega ein af fáum sem nennir að hanga yfir þessu fram á rauða nótt. Geri mitt besta í nótt og sé hvað ég endist. Finnst ykkur Heidi Klum og Seal ekki geggjað flott? Ég hlakka svaðalega til að sjá alla flottu kjólana og flottu gæjana. Annars verð ég eila að blogga smá um Júróið, af því að ég er svo mikið júrópæja.
- Friðrik Ómar kann ekki að vinna
- Friðrik Ómar kann ekki að tapa
- Söngkonan í Hey ho laginu var allt í einu geggjað sæt
- Söngkonan í Hey ho laginu getur ekki sungið
- Ragnheiður Gröndal var hallærislega klædd
- Birgitta Haukdal var ennþá hallærislegri
- Baggalútur var með leiðinlegasta lagið
- Dr. Spock voru geggjaðir
- Ragnhildur Steinunn var ógisslega sæt

Efnisorð: , ,

|

23.2.08

Atonment

Fór í bíó í sl. viku og sá Atonment. Hún var mjög góð. Flott myndataka, listræn stjórnun, flottir búningar og vel leikin. Allt vel gert. Sagan er líka sláandi og ég sé svolítið eftir að hafa ekki lesið bókina fyrst. Ég hef því miður ekki séð margar þeirra bíómynda sem að tilnefndar eru til Óskarsverðlauna. Held að þetta sé í 1. skipti sem að ég fer í bíó eftir að HM fæddist. En aftur að myndinni. Mér fannst leikarinn, James Mcavoy, sem að lék aðalhlutverkið mjög góður. Hef aldrei séð hann áður. Mér fannst Keira Knightley fín en váts hvað hún er horuð. Það truflaði mig smá. Og já hún sem að lék litlu stelpuna var mjööög góð. Myndin fjallar um það hvernig líf fólks getur breyst og þá bara vegna misskilnings/lygi einnar persónu. Mæli með þessari tregafullu, ljóðrænu og rómantísku mynd.

Efnisorð:

|

21.2.08

Herdís María borgarpía

Herdís María fór í Kringluna í gær með foreldrunum. Hún fékk nýja kerru og fannst alveg frábært að geta horft á allt og alla í kringum sig í Kringlunni. Hún horfði forvitin á afgreiðslufólkið í búðunum og fílaði ekkert smá vel að fá athygli. Pabbinn fékk líka athygli og fer líklegast núna að storma um bæinn með Herdísi Maríu í kerrunni!! (hún er babemagnet!) Við fórum svo á Café Paris og það fannst dísinni minni sko heldur ekki leiðinlegt. Sat í kerrunni sinni og fékk eplamauk sem að hún át af bestu lyst! Svo versluðum við fyrir hana baðstól og sundbol en 1. sundferðin er áætluð á morgun!

Efnisorð:

|

18.2.08

Herdís María í pössun

Við foreldrarnir fórum í partý sl. laugardagskvöld. Voða skemmtilegt sumarþemapartý hjá Jakob og Söndru. Herdís María var í pössun hjá ömmu sinni og afa í Selvogsgrunni á meðan. Ég ætlaði að koma henni niður áður en að við færum en ónei mín litla var ekki á þeim "sokka"buxunum að fara að sofa og streittist á móti. Amma hennar rak okkur foreldrana svo bara út og hringdi klukkutíma síðar og sagði að daman væri sofnuð... þvílíkur léttir!!! Jæja við skemmtum okkur vel í partýinu en þegar að heim kom mætti okkur lítil dama með RISAaugu. Herdís María hafði vaknað stuttu eftir að amma hringdi og vildi ALLS EKKI fara aftur að sofa heldur sat á milli afa síns og ömmu og horfði á sjónvarpið... til klukkan 2!!!
Fyrst vildi hún ekki líta á mömmu sína en þegar að ég tók hana í fangið grúfði hún sig oní hálsakotið mitt og knúsaði mig. Við foreldrarnir lögðumst svo með hana á milli uppí rúm. Þá leit hún fyrst á mömmuna, svo á pabbann, dæsti hátt, lokaði svo augunum og steinsofnaði. Við áttum ekki orð!! Þessi litla dama er karakter í lagi og veit sko hvað hún vill!

Efnisorð:

|

15.2.08

Ég bara hreinlega..

nenni ekki blogga um gamla góða Villa, samt gæti ég talað um þessi borgarstjórnarmál í 3 klukkutíma. Mér finnst þetta allt svo ferlega asnalegt. Um að gera að krefjast þess að aðrir segi af sér ef þeir eru staðnir að ósannindum en sitja svo sem fastast sjálfur. Annars óska ég engum að lenda í svona orrahríð eins og sumir stjórnmálamenn lenda í þegar að þeir gera "mistðk" eða "lenda í einhverju".
Ritgerðarskrifin ganga ferlega hægt og ég er orðin svo stressuð að ég er hreinlega að fara yfir um. Hvernig verð ég eiginlega í apríl? Þessi blessaða danska doktorsritgerð er eitthvað að vefjast fyrir mér og það verður ekkert úr tímanum. Einar ákvað að taka sér feðraorlof 2 daga í viku svo ég gæti skrifað. Það vildi ekki betur til en það að fyrsta daginn sem að hann tók frí þá þurfti hann að fara á námskeið og þriðja daginn lagðist hann í gubbuna. Svo ég geng hér um gólf og hárreyti mig og hræði barnið mitt og ég held að Einar sé verulega farinn að sjá eftir kynnum sínum við mig!
Helgin fer ekki í ritgerðarskrif. Við erum boðin í partý annað kvöld í RVK svo meirihluti helgarinnar fer í bæjarferð. Best að stressa sig yfir því líka!
Ok, nú ætla ég að skella slökunardisk á fóninn... er það ekki bara málið?

Efnisorð:

|

14.2.08

HERDÍS MARÍA 5 MÁNAÐA Í DAG!

Í dag er dagur elskenda og í dag á Herdís María elska afmæli. Ekkert stórafmæli en jú þó.. hún er 5 mánaða í dag. Þessir fyrstu 5 mánuðir í lífi hennar hafa gengið vel og hún stækkar og braggast með hverjum deginum. Núna er hún farin að rúlla sér á gólfinu. Veltir sér af maga yfir á bak og svo af baki aftur yfir á maga. Hún er líka þvílíkt stinn og getur staðið ef að hún er toguð upp. Hún heldur alveg haus, hlær, hjalar, grípur, færir hluti á milli handa, tekur út úr sér snuðið og stingur því aftur upp í sig. Herdís María er stríðin og stingur tungubroddinum út þegar að hún brosir og stríðir okkur foreldrunum. Hún er aðeins farin að smakka mat og hefur fengið rísmjölsgraut, banana og gulrætur. Við ætlum nú samt að fara varlega í matinn. Herdís María fór í skoðun í gær og hún er 6 kg og 65 cm, hraust og fín. Okkur foreldrunum finnst hún öll að koma til í mannfjölda og hún er farin að leyfa fleirum að leika við sig, hlær bara og skemmtir sér. Herdís María er stundum óþekktarpjakkur og vill ekki fara að sofa. Þá vill hún láta mömmu sína svæfa sig og vill helst vera á kafi á milli brjóstanna á henni! Svo vill hún strjúkast og kúrast og kyssast! enda er hún kysst svona 300þús sinnum á dag. Mamman segist stundum hafa unnið í BARNA-Lottóinu :). Hér er smá myndasyrpa af Herdísi Maríu!

Efnisorð:

|

13.2.08


Hákon Marteinn...

"stærsti" frændi Herdísar Maríu átti afmæli sl. mánudag. Hann varð 5 ára "kallinn". Við Einar og Herdís María höldum voðalega mikið upp á hann Hákon. Hann og Einar eru bestu vinir og góðir félagar. Ekki ósjaldan sem að þeir spjalla saman í símann um heima og geima eða þar til að Hákon segir "huRRu, eg hRingi eftir 1 mínútu" ..... þá veit Einar að Hákon nennir ekki að tala lengur í símann. Við Einar getum heldur varla hringt í Álfheimana því Hákon Marteinn heldur alltaf að það sé verið að hringja í sig og segir stundum að mamma sín og pabbi hringi bara í okkur seinna. Þeim skilaboðum er ekki alltaf komið áleiðis! Þegar að ég var ófrísk af Herdísi Maríu, komin 8 mánuði á leið, þá var ég að brjóta saman lítil barnaföt. Hákon Marteinn sá mig halda á pínulitlum sokkum og spurði mig svo íbygginn " vaR þetta að koma út úR maganum á þéR???" (hann er sko með ofuráherslu á R-in). Einu sinni vorum við hjá ömmu hans og afa í Hamravíkinni. Hákon er vanur að fá ís úr frystikistunni og afi er sá aðili sem að best er að plata til að gefa sér ís á öllum tímum, meira að segja rétt fyrir mat. Í þetta skipti var afi í vinnunni og Hákon biður um ís. Amma kíkir í kistuna og finnur engan ís: "ha, Hákon... klikkaði afi á ísnum??" Hákon verður voða hissa og amma segir: "Þú verður að hringja í afa þinn og biðja hann um að kaupa ís". Hákon hringir í afa sinn og segir : "Afi, þúRt klikkaðuR!" hehe.. afi hans skildi ekki neitt í neinu!
Elsku Hákon Marteinn innilega til hamingju með daginn þinn. We love you!
ps. Á myndinni sést í baksvipinn á Hákoni "flugstjóra" og "kærustunni" hans henni Sólveigu. Ja snemma beygist krókurinn, verð ég að segja!

Efnisorð:

|

12.2.08

Look-alike Meter

MyHeritage: Family tree - Genealogy - Celebrity - Collage - Morph

|

9.2.08

Ég horfði á.....

danska gamanþáttin Clown í fyrsta skipti í fyrrakvöld. Okey ég viðurkenni að hann var fyndinn. Hann er samt soldið grófur og ég var alveg "Guuuuð" og "Dísús" helminginn af þættinum. T.d. þegar að það var verið að gera grín að heiladauðu fólki. Bestur fannst mér svikuli "munnmálarinn" ! Svo finnst mér Flight of the Concords hillaríus. Ég spring úr hlátri þegar að þeir bresta í söng. Svo er Brett með svo kyssulegar varir. Eitt að lokum... ferlega er eitthvað glatað að vera að endursýna Stelpurnar svona..... og alveg á prime time-búin að sjá alla þessa djóka. Get svo sem hlegið að nokkrum þeirra aftur eins og t.d. skyggnu konunni og manni Þorbjargar Jónsdóttur en æi allt í lagi að hafa þetta á öðrum tíma. Svo langar mig til þess að skamma Guðnýju í beinni fyrir að hafa horft á alla Despó! Skamm skamm....

Efnisorð:

|

8.2.08

Jibbí...

það er grenjandi rigning úti!! Vona að snjórinn fari allur í nótt, nenni ekki að búa í snjóhúsi lengur!

Efnisorð:

|

7.2.08


Hér sjáiði Elías Torfa, Hákon Martein og Herdísi Maríu litlu :) Taka þau sig ekki vel út?
Ps. Herdís María fékk að vera með snudduna sína!

Efnisorð: ,

|

4.2.08

Surprise partý!!

Surprise partýið hans pabba gekk vel. Við krakkarnir + tengdabörn + krílin biðum eftir mömmu og pabba þegar að þau komu heim frá útlöndum sl. laugardagskvöld. Við vorum búin að plana dýrindis kvöldverð og kaupa gjöf og láta yrkja um kallinn. Þegar að hann mætti á svæðið skáluðum við í kampavíni og gáfum honum blómvönd. Ég hélt smá ræðu og las upp nokkrar vísur sem að Unnur Halldórsd. vinkona samdi. Við gáfum honum svo bronsörn en þá styttu (risastór og mjög þung) hafði pabbi látið sig dreyma um í dálítinn tíma. Svo fengum við okkur humar í forrétt, nokkrar vísur í viðbót lesnar upp, átum lambafillet, nokkrar vísur lesnar upp og enduðum í súkkulaðiköku og ferskum berjum. Svo var kaffi og koníak á boðstólnum. Unnur samdi mjög flottar og skemmtilegar vísur um hann og ég bætti þremur vísum inní. Hér koma herlegheitin:


Eiríkur Briem 60 ára 30. janúar 2008


Í Svíaríki afmælið sitt hentugt er að halda
sú hagræðing ku takmörkuðum óþægindum valda.
Pabbi okkar upplifði þar ánægjuna ríka
en ekki skal hann sleppa, við viljum party líka.

Vatnsberinn í heimahúsi í janúar er fæddur,
fallegur og hraustur, mörgum kostum gæddur
Í Snekkjuvogi í uppvextinum átti góða daga
yfir árangri á landsprófi ekki þurfti að klaga.

Hjá ættingjum í Svíþjóð sumrunum hann eyddi
og sitt af hverju þroskandi af dvölinni þar leiddi
Hann týndist nú í “Molli”, löggan fékk að leita
ja, leikföng eru seiðandi , þvi er ekki að neita.

Um þrældóminn í sveitavinnu kappinn heyrist klaga
þar kepptist hann og svitnaði langa sumardaga.
Tíu ára guttinn hljóp á harðaspretti
og hraðametin daglega í fjallgöngunum setti.

Í Menntaskóla Reykjavíkur skruddurnar hann hræddi,
á sumrin svo í mælingunum fjallaslóða þræddi.
Hann er manna fróðastur um Íslands landafræði
bara ef nú boðið í Meistarann hann þæði. (MHB)

Yngismeyju himneska hann hitti á Austurvelli
og heim til sín í Snekkjuvoginn bauð henni í hvelli.
Hann þurfti ekki að erfiða né elta hana á röndum
enda svaka gæi sem kunni að ganga á höndum.

Á námsárum í Linköping frumburðurinn fæddist,
og faðirinn svo stoltur með veggjum ekki læddist
Á göngutúr með barnavagninn brjóstið út hann þandi
bleyjur þvoði líka og hafði allt í standi.

Í Breiðholti nú byggt var hús,
og bráðlega kom lítil mús.
Beint í fang til pabba sem huggar
gengur um gólf, hossar og ruggar. (MHB)

Fjölskyldan í Neðstabergi, síðan festi rætur,
fæddur var þá sonur og yndislegar dætur.
Fyrir sína fjölskyldu hann faðir okkar lifir
fóðrar vel og skaffar og hlýðir börnum yfir.

Kraftana í garðinum karlinn líka sýndi,
af kappi gróf hann holur og grjótið þunga tíndi.
Blómarækt í Selvogsgrunni bærilega gengur
og bústaður í Nesjum, það er mikill fengur.

Um pólitík og hlýnun jarðar feðgar gjarnan ræða,
Hinir eiga í erfiðleikum lambalær´að snæða.
á fótbolta hann horfir ef Poolararnir leika,
og skellir svo á vinina ef spurt er eftir Eika. (MHB)

Rafmagnsveitufjármálum faglega hann stýrir
og fjárhaginn hjá Landsneti verðbólgan ei rýrir.
Á starfssviði hans pabba síns farsællega fetar
því forfeðurna, Briemara, kann hann vel að meta.

Í knattspyrnunni Frammara hann faðir okkar styður,
og fer núna í Laugar, svo vigtin þokist niður.
Fréttasjúkur morgunhani, grillmeistari góður
um gang mála í Leiðarljósi afskaplega fróður.

Með mömmu hefur ástfanginn æviveginn gengið,
yndislega krakka og tengdabörnin fengið.
Afastráka flotta og frökenina fínu
Já, farsæll er hann pabbi í einkalífi sínu.

Á afmælinu fær hann nú heillaóskir hlýjar
hamingjan mun fylgja honum inn á tuginn nýja.
Innst í okkar hjörtum sú hugsun er á sveimi
að hann sé alveg örugglega besti pabbi í heimi.
UH (og MHB)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com