VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.2.06Jæja eins og þið sjáið er kominn smá árangur af work outinu.. eða sýnist ykkur það ekki? Gellan er bara að verða helmössuð! hí hí... en hér eru allaveganna febrúarmyndir

Próf á morgun í skaðabótarétti... alltaf stuð í prófum eða ekki....

|

Kaldar kveðjur í Háskóla Íslands

Ég og Marín fórum á námskynningu í Háskóla Íslands um daginn. Við höfðum báðar hug á því að skoða mastersnám en kynningin samanstóð af hvorutveggja, grunnnámi og framhaldsnámi. Við byrjuðum í Odda. Þar höfðum við mestan áhuga á mastersnámi í hagfræði og kynnti ég mér MS nám í fjármálum fyrirtækja. Nú allt var þetta, enn sem komið er, ágætis kynning og áhugaverð.
Nú, ská á móti hagfræðibásnum var svo lagadeild HÍ með bás. Þar voru brosmildir stúdentar að dreifa bæklingum um námið í lagadeildinni og ég ákvað að forvitnast aðeins um ML námið. Ég byrjaði á að spyrja stúdentana hvort að það væri skylda að hafa lokið 90 einingum í “pjúra” laganámi til þess að komast inn í ML (Master í lögum). Þau vissu það hreint ekki alveg og kölluðu til skrifstofustjóra lagadeildar til að svara fyrirspurnum mínum. Þegar að sú “ágæta” kona komst að því að ég hafði lokið mínum lögfræðieiningum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst kom á hana svipur sem vart er hægt að lýsa með orðum. Í framhaldi tilkynnti hún mér að ég fengi sko ekki einustu lögfræðieiningu metna ef að ég sækti um í lagadeild HÍ, heldur yrði ég að taka 90 einingar ÞAR til þess að komast inn í ML námið. Ég sagði að mér fyndist það nú skjóta skökku við þar sem að sömu kennararnir kenndu sömu fögin í báðum skólunum eins og t.d. vinnurétt. Hún fussaði yfir því og sagði vinnurétt aðeins valfag í HÍ og hún væri aðallega að tala um þessa grunnlögfræði sem að greinilega, að hennar mati, er ekki kennd upp á Bifröst. Þar værum við aðeins að læra “barna”lögfræði. Nú í framhaldi fór hún að rakka niður ML námið upp á Bifröst (sem að by the way hefur verið samþykkt af Menntamálaráðuneytinu og gefur réttindi til að taka lögmannsprófið) og sagðist ekki skilja nám sem að keyrt væri í gegn og bla bla. Ég sagði henni að ég væri nú bara að forvitnast og ég hefði nú t.d. séð að hægt væri að komast í ML í Háskólanum í Reykjavík. “HR tekur nú ALLA inn” sagði hún þá. Ykkur að segja tekur HR ekki ALLA inn, heldur fólk sem að lokið hefur BA og BS námi. Þeir í HR líta nefnilega svo á að lögfræði sé ekki fag fyrir fáeina útvalda lagadeildar HÍ-inga heldur fag sem að margir hafa gagn og gaman af að læra og kynna sér. Þar þarftu ekki að hafa lært lögfræðina ÞAR til að komast inn í ML.
Og þannig er það þá, að ég eftir 3 ára nám í HÁSKÓLA, fengi ekki eina einustu einingu metna við lagadeild HÍ. Að þeirra mati kann ég ekkert í lögfræði (nema örlitla barnalögfræði) og ekki óskað í lagadeild HÍ.
Þetta kalla ég ekki kynningu á lögfræðinámi HÍ, heldur “drullum yfir aðra skóla” og “snobb” kynningu. Ég ætla bara að láta ykkur vita að þegar að ég hef lesið lagabæklinginn þeirra þá ætla ég að skeina mér á honum!
Að lokum vil ég þó segja að kynning á öðru námi í HÍ var fróðleg og skemmtileg.

Efnisorð: ,

|

27.2.06

Mér finnst sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að styðja við fjölskyldur sem ættleiða börn erlendis frá alveg meiriháttar. Nú í ljósi þess að fóstureyðingar eru "ókeypis" finnst mér í raun hafa ríkt hér hrópandi óréttlæti. Ég sem skattgreiðandi er allaveganna meira en lítið til í að styrkja fólk til þess að verða foreldrar en ættleiðingar eru mjög kostnaðarsamar og nemur kostnaður við hverja ættleiðingu tæplega milljón króna.
Svona ættleiðingastyrkir hafa verið veittir á hinum Norðurlöndunum og er vert að taka slíkt til fyrirmyndar en ég las það að þeir styrkir nemi um 200-500 þúsund krónum á hverja ættleiðingu.
Mér finnst þetta löngu tímabært.

Efnisorð: ,

|

25.2.06

FJÖGUR STÖRF SEM ÞÚ HEFUR UNNIÐ UM ÆVINA:
1. Bensínafgreiðslustúlka á Shell (það var ekki minn tebolli og þeir sem að þekkja mig vita hvers vegna ;)
2. Matráðskona í Dillonshúsi á Árbæjarsafni (þar var ég í voða fínum búning)
3. Útlánafulltrúi hjá Frjálsa Fjárfestingarbankanum (þar gat ég verið í pilsunum mínu á háhæluðu skónum mínum)
4. Sjóðaumsýsla hjá Sameinaða líftryggingarfélaginu (þar réð ég ríkjum og blómstraði)

FJÓRAR BÍOMYNDIR SEM ÞÚ GÆTIR HORFT Á AFTUR OG AFTUR:
1. Cinema Paradiso (ég horfði á þessa mynd endalaust mikið þegar að ég var unglingur)
2. The Notebook (nýjasta æðið mitt)
3. Love Actually (þessa sá ég fyrst í bíó í Lundi)
4. Notting Hill (þessi er BARA yndisleg)
(ég get reyndar skrifað svona 10 myndir þarna, elska svona rómantískar gamanmyndir)

FJÓRIR SJÓNVARPSÞÆTTIR SEM ÞÚ ELSKAR AÐ HORFA Á:
1. 24 (Jack og ég erum eitt)
2. Desperate housewives (Gabrielle Solis er líkamleg fyrirmynd mín)
3. Idol (ég bara hreinlega elska þetta bull)
4. Lost (spenna dauðans)

FJÓRIR STAÐIR SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ TIL FRÍ:
1. Prag (Ein fallegasta borg sem að ég hef séð)
2. Róm (Ein magnaðasta borg sem að ég hef séð)
3. Barcelona (Ein skemmtilegasta borg sem að ég hef séð)
4. Berlín (Ein speisaðasta borg sem að ég hef séð)
(Vá hvað ég gæti skrifað margar borgir á þennan lista en þær eru næstum því allar evrópskar, verð að fara að koma mér út fyrir Evrópu)

FJÓRAR VEFSLÓÐIR SEM ÞÚ HEIMSÆKIR DAGLEGA:
1. www.barnanet.is/eirikurtumi
2. www.mbl.is
3. www.bifrost.is
4. www.kbbanki.is
(svo öll bloggin hjá vinum mínum og ókunnugum líka)

FJÓRIR UPPÁHALDS VEITINGARSTAÐIR:
1. Austur Indíafjelagið
2. Sjávarkjallarinn
3. Vegamót
4. Argentína

FJÓRIR SKÓLAR SEM ÞÚ HEFUR SÓTT:
1. Menntaskólinn í Reykjavík
2. Háskóli Íslands
3. Viðskiptaháskólinn á Bifröst
4. Universitat Lueneburg

FJÖGUR UPPÁHALDS PIZZUÁLEGGIN ÞÍN:
1. Skinka
2. Piparostur
3. Sveppir
4. Tómatar

FJÓRIR UPPÁHALDS DRYKKIR:
1. Pepsi Max
2. Ískalt vatn
3. Milliþurt hvítvín
4. Bjór

FJÓRAR UPPÁHALDS LYKTIR:
1. af Eiríki Tuma litla sætasta
2. Vanilla
3. Hypnotic poison
4. Nýþveginn þvottur

FJÓRIR UPPÁHALDS EFTIRRÉTTIR:
1. Frönsk súkkulaðikaka
2. Ís, ávextir og rjómi
3. Svampterta með rjóma,jarðaberjum og súkkulaði
4. Ostakaka

FJÓRIR FRÆGIR KARLAR SEM ÞÚ FÍLAR:
1. Brad Pitt
2. David Beckham
3. Garðar Cortez
4. Jónsi í Svörtum fötum
(Tveir að þessum mega alveg sleppa því að tala he he he)

|

24.2.06

Svolítið gaman að pæla í því hvernig fólk heilsast. Spánverjar kyssa mann t.d. bak og fyrir. Man þegar að ég hitti pabba eins spænsks vinar míns út í Þýskalandi. Pabbinn vildi kyssa mig en ég hörfaði og lét handabandið nægja. Skammaðist mín svo hryllilega því að ég hélt að ég hefði móðgað hann. Ég bara þekkti manninn ekki neitt og fannst eitthvað of persónulegt að fara að knúsa hann þarna. Í gærkveldi var ég kynnt fyrir nokkrum strákum og þá fannst mér handabandið vera eitthvað svo hallærislegt en átti ég að kyssa þá? Það væri kannski aðeins of mikið eða? Er ekki til eitthvað þarna á milli?

____________________________________________________________

Fór á X-Fm tónlistarhátíðina í gær í boði Tótlu. Við T&T hittumst á Vegamótum og fengum okkur léttan dinner og hvítvín. Ég veit að ég sagði um daginn að ég væri hætt að panta mér hvítvín á Vegamótum en ég bara VARÐ að fá mér hvítvín með humarsúpunni sem að ég pantaði mér. Mikið er yndislegt að sitja með tveimur föngulegum og fríðum dömum á Vegamótum og kjafta. Það gerist varla betra. Við fórum svo á verðlaunahátíðina og sáum Dr. Spock, Jakobínurínu, Trabant, Brain Police og Jeff who who spila. Mér fannst Jeff og Trabant geðsjúklega flottir, alveg að fíla þá. Nú Ampop verðlaun fyrir besta lagið og bjartasta vonin, Jakobínarína fyrir nýliðar ársins, Dr. Spock fyrir besta tónleikabandið, Sigurrós fyrir besta myndbandið og Trabant fyrir bestu plötuna svo eitthvað sé nefnt. Rúnar Júlíusson fékk heiðursverðlaun og í kynningunni kom immit fram að þegar að hann var rúmlega tvítugur þá var hann íslandsmeistari í knattspyrnu, nýbúinn að byggja sér hús, var í vinsælustu hljómsveit landsins og kærastan hans var ungfrú Ísland!!! Töff, töff, töff....
Við kíktum svo á Gaukinn. Ég hef ekki farið þangað í mörg ár! Og umleið og ég kom inn á staðinn mundi ég hvers vegna. Það var eins og ég væri komin í fermingarveislu! Ég veit að ég hef nú stundum deitað yngri stráka en kommon!!!! Við trítluðum því upp á Ölstofu og spjölluðum við alla og enga.
Vonbrigði kvöldsins: Ég sá EKKI Jónsa í Svörtum fötum :(

|

21.2.06

Það er hægt að segja að ég hafi brugðið undir mig betri fætinum því að ég skellti mér í heimsókn til þeirra Glanna glæps, Sollu stirðu og íþróttaálfsins um daginn, já ég fór í heimsókn í Latabæ. Fengum leiðsögn um 5000 fm.svæði en starfsemi Latabæjar hefur breitt töluvert úr sér á stuttum tíma svo ekki sé minna sagt. Við hittum brúðugerðafólk, búningahönnuði, grafíkhönnuði, “stunt”leikara og sáum íþróttaálfinn sjálfan. Íþróttaálfurinn var samur við sig, í þrusuformi og stjórnaði öllu í stúdíóinu með harðri hendi. Í Latabæ er velbúið að öllum og þar er að finna hvíldarherbergi, íþróttasal með lyftingatækjum, nuddstofu og flott mötuneyti. Þarna er meira að segja japönsk kaffistofa! Það var rosalega gaman að fá að koma í heimsókn í Latabæ en nú er verið að taka um 18 nýja þætti. Latibær er nú sýndur í 70 löndum.. alveg hreint frábært!
_________________________________________________________

Hef séð Crash og Walk the line. Þær eru báðar góðar. Mér fannst Walk the line frábærlega vel leikin og ég var rosalega ánægð með hana. Nú svo klikkar aldrei lunch á Vegamótum. Hitti T&T þar í hádeginu og fékk mér ferskt kalkúna og pastasalat, alveg uppáhalds! Nú það sem að er á dagskrá er vísindaferð í Eimskip, bíóferð, bjútítrítment og fleira ásamt skrifum á Bs-ritgerð minni og PRÓFLESTRI... já það fer að styttast í 2 próf hjá mér... úff hvað tíminn flýgur. En nú er best að snúa sér að afleiðuverkefni dauðans með strákunum mínum. Hey eitt að lokum, fór í prufutíma í Yoga og það var geggjað, eitthvað sem að ég ætla að prófa frekar og ég er fastagestur í ræktinni 6 dagar í viku!! Er ég ekki dugleg??

|

20.2.06

Allt í steik

Afleiður eru að gera mig geðveika! Og ég sem þykist ætla að fara að vinna hjá bönkunum á fjármálamörkuðum!! Æi ég er eitthvað treg þessa dagana .... er að reyna að "teikna" upp gröf í excel og bla bla ... allt í steik! Helgin var góð. fór í matarboð bæði á föskv og laugkv. og pantaði pizzu á sunnudagskv. átakið því líka í steik. Nú svo er ég með harðsperrur eftir massívar lyftingar í sl. viku=allt í steik í líkamanum + hálsinn minn er í steik því að ég er með hálsbólgu! Held að ég fái mér bara steik í kvöldmatinn....

___________________________________________________________

Eurovision og Idol

Ja, ekki kom það á óvart að Silvía Nótt ynni Júróið. Ég ELSKA Homma og Nammi og gullbrækurnar þeirra. Ég verð pottþétt í gullbrók fyrir framan tv í maí, kemur ekki annað til greina! Ég náði nú samt eila ekkert að kjósa, kaus eitt lag fyrir mömmu og Andvaka.. ætlaði svo að kjósa meira en símkerfið alveg hrunið he he....
Bingóið datt út í Idolinu og er það vel. Samt var hún nú ekki verst í þessum þætti heldur Eiríkur sem að var rammfalskur og hreinlega alveg hryllilega óspennandi. Fór illa með BeeGees lagið, eða hvað fannst ykkur?

|

16.2.06

Ég fékk 2 pakka og 1 vefkort á Valentínusardeginum! Ekki verið ausið í mig gjöfum á þessum degi svo árum skiptir.
Pakki nr. 1: Við HÁS gellurnar skiptumst á pökkum í notalegum gír á Súfistanum en Sara og Diljá voru á landinu. Ég var hvít í framan af blóðleysi og leið eins og ég væri á breytingarskeiðinu, fékk svona hitaflöss og svitakóf öðru hverju... hryllilegt. Samt var mjög notalegt að hitta stelpurnar og nú er soldið skrýtið að hugsa til þess að Dill sé komin til San Fran.
Pakki nr. 2: leyndó
Vefkortið fékk ég svo frá Sigrúnu minni yndislegu.. kossar og knús
Verð nú samt að segja að ég fæ nettan kjána yfir þessum degi. Ekki það að mér finnist eitthvað að því að fólk knúsist þ.e. finni sér auka tíma til að knúsast og segja eitthvað fallegt við vini og vandamenn. Hins vegar fer auglýsingamennskan í mínar fínustu... og markaðssetningin dregur rómantíkina á lægra plan að mínu mati.
ps. ég vil samt fá pakka á þessum degi (heyri þeir sem að heyra vilja)!!!!

___________________________________________________

Í dag á Sverrir hennar Katrínar afmæli. Jamm hann Sverrir sem að er A-maður (af því að hann fæddist fyrir hádegi sko) er orðinn 24 ára gamall!!!! (sem þýðir að ég er ekkert að verða neitt yngri!) Nú ég fæddist kl. 12:20, sem sagt EFTIR hádegi, sem að skýrir náttla margt þ.e.a.s. að ég sé EKKI A-manneskja!!! :)
en allaveganna congratz Sverrir minn

|

13.2.06

USA tripp?
Við Tinna erum að plana USA ferð. Tímasetningin er ekki alveg komin á hreint en við erum að spá í að fara til NY og San Fran. Mig langar rosalega til að fara til USA en ég hef bara komið einu sinni þangað áður. Hef t.d. aldrei farið til NY en hef heyrt að hún sé geggjuð!! Þurfum að spjalla við Dill um þetta og ákveða þetta endanlega....

_________________________________________________________

Ég er mjög sátt með að Dagur skyldi vinna prófkjör Samfylkingarinnar. Fór á kjörstað í dag (í mjög lélegu ástandi) til þess að styðja hann. Hvort að ég kjósi Samfylkinguna svo í vor er annað mál... það kemur bara í ljós! :)

_________________________________________________________

Loksins datt hún þarna út í Idolinu. Hefur fundist hún meira og minna fölsk í undanförnum þáttum og tími til komin að hún dytti út. Reyndar vorkenndi ég henni pinku því stelpugreyið hefur verið gagnrýnd alveg hrylllilega mikið.. þarf ábyggilega sterkar taugar til þess að þola svona :) en maður verður víst að þola svolleiðis þegar að mar vill verða idol!

_________________________________________________________

|

10.2.06

Lunch date er nýjasta æðið hjá minni. Ég er nefninlega svo heppin að hafa getað skellt mér á lunch date með hinum og þessum undanfarnar vikur. Ég hef notað þessi lunch date óspart til að rifja upp gömul kynni t.d. með Júlíusi skólafélaga mínum úr MR sem að bauð mér á lunch date um daginn. Nú svo fór ég í "late" lunch date með yfirmanni mínum til margra ára honum Hilmari og núna síðast með Berglindi vinkonu minni sem að ég hef ekki séð í langan tíma. Nú í næstu viku er svo planað lunch date með öðrum fyrrverandi vinnufélaga henni Ingu og hlakka ég mikið til. Nú ekki nota ég lunch date-in aðeins til að halda sambandi við góða félaga heldur líka til að kynnast nýjum því að ég á lunch date með aldeilis ókunnugum manni næsta laugardag. Spennandi það :)

_____________________________________________________

Hvað er þetta með útlendinga. Einhvern veginn getur maður spottað þá út langar leiðir í down town Reykjavík. Kom stór hópur af fólki inn á Óliver í gær og það var svo augljóst að þar væru útlendingar á ferð og þá er ég að tala um áður en að ég heyrði þá tala sín á milli!!!
Þeir þrömmuðu þarna inn hver öðrum kappklæddari, með yfirvaraskeggin og hallærislegar þverslaufur. Æ ég á í mestu vandræðum með að pikka út nákvæmlega hvað gerir þá svona áberandi mikla útlendinga. Síðan skelltum við Ólöf okkur á Derailed. Mér fannst myndin algjört djók og meira að segja Ólöfu fannst hún léleg (þá er nú mikið sagt). Clive Owen var samt svakalega hot, algjör KARLMAÐUR og mjög mikill sjarmör. Ég fékk hins vegar ágætis mat á Óliver en þjónustan var ekki upp á marga fiska. Ég bað um drykk 3svar og fékk hann aldrei!!! Þá var nú B5 og P&P betra, ekki satt Ólöf?!
Þar sem að við Ólöf ætlum að fara að skella okkur í dinner og bíó einu sinni í mánuði þá kemur hér smá stjörnugjöf á síðustu ferð og ferðinni í gær:

B5
Matur: **** stjörnur
Þjónusta: **1/2 stjarna
Umhverfi: **** stjörnur
=Afburðagóður matur, ágætis þjónusta á rosalega flottum stað

Café Óliver
Matur:*** stjörnur
Þjónusta:*1/2 stjarna
Umhverfi:***stjörnur
=Góður matur á skemmtilegum stað en arfa slök þjónusta

P&P: ***1/2 stjarna = gamaldags rómantísk mynd um ástir og afbrýði
Derailed: * stjarna = hlægilega léleg mynd og varla þess virði að sjá hana fyrir utan Clive Owen sem að fær þessa einu stjörnu fyrir að vera hönk

|

7.2.06


Í dag er nákvæmlega 1 ár frá því að Eiríkur og Marín giftu sig. Þau eiga sem sagt pappírsbrúðkaup í dag 6. febrúar. Nú svo á sonur þeirra hann Eiríkur Tumi "afmæli" í dag en hann er orðinn 5 mánaða þessi elska. Ég sendi því hamingjuóskir til litlu sætu fjölskyldunnar í Njörvasundi :)

|

4.2.06

Já hver hefði trúða því að ég sæti á ráðstefnu um skattamál á föstudagseftirmiðdegi??
og það að eigin vali!! neibb þetta var ekki hluti af skólanum, engar einingar, einungis pjúra fróðleiksfýsn um skattamál á Íslandi. Get ekki hugsað mér betri eftirmiðdag en sitja upp á 8. hæð hjá KPMG, horfa á Esjuna og sjóinn, hlusta á fyrirlestur um tvísköttunarsamninga og milliverðlagningu... just love it! Ekki var heldur verra að fá gott í gogginn og vera samferða sjamma dauðans í lyftunni (as in yfirmanni skattasviðs KPMG).
Nú skemmtilegheitin héldu áfram því ég kokkaði ofaní foreldra, systkini og maka þeirra, þegar að heim kom, og knúsaði ET áður en að við horfðum saman á IDOLIÐ eða Ídolet (sagt með MJÖG sænskum hreim) eins og Eiríkur sænski vill kalla þetta.
Röng manneskja datt út í kvöld og átti Bingó-gellan að detta út að mínu mati.... ég meina hún var svo í vitlausum þætti... var þetta ekki annars hippaþáttur?? ég bara spyr... en gellan mætti í syngjandi "ömmu"sveiflu í rauðum kjól með svarta uppháa hanska... GOD!

___________________________________________

Fór á "Ég er mín eigin kona" og líkaði svona glimrandi vel. Fannst sagan áhugaverð (þýskur transvestæt sem að safnaði antíkmunum, drap pabba sinn, lifði af nasismann og kommúnismann, var uppljóstrari STASI ogsovíðere...) Snilldarlega leikið af Hilmi Snæ sem stóð aleinn á sviðinu í næstum 3 klst. í hinum ýmsu hlutverkum (31 hlutverk). Gott stykki og gott kvöld...

___________________________________________

Kósýkvöld eru yndisleg. Átti eitt þannig í vikunni með T&T eins og ég vil kalla þessa ljúfu tvennu kvenkosti. Osturinn með mangostuffinu og furuhnetunum var BARA snilld... úff komin í matartalið... sem minnir mig á að ræktin er að virka og þá meina ég virka fínt! Fann snilldarsíðu og við Kata skvís erum sem óðar ... heilsan er jú það dýrmætasta semmar á, ekki satt?

___________________________________________

"Æsingar" vikunnar...
1.Myndbirtingarnar af Múhameð. Ekki að fatta þær (sé ekki alveg tilganginn með þeim) og hvað þá þessi öfgakenndu viðbrögð múslima. Finnst sárt að sjá fána Norðmanna og Dana brennda.. kemur eitthvað mjög svo illa við mig. Allt hið fáránlegasta mál.
2.Silvía Nótt og Eurovision... reka eða ekki reka... það er spurningin? Er nokkuð viss um að aðstandendur lagsins hafi fundið glufu í reglum RUV og notfært sér "ókeypis" auglýsingu á laginu... það kemst náttla deffinettlí áfram... enda er lagið bráðsnjall og eila alveg HILLARIUS... já til hamingju Ísland því ég fæddist hér... á vel við báða "æsingana"

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com