VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.2.07

Dagurinn í dag

Í dag er dagur ungra fræðimanna hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Þar mun Einar kallinn stíga á stokk og fjalla um uppbyggingu Evrópuvitundar innan ESB. Ráðstefnan er frá 13:00-16:00 í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Í dag mun ég hins vegar klára stefnu í mjög svo furðulegu skaðabótamáli Jespers, Kaspers og Jónatans.

Efnisorð:

|

27.2.07

Tinna, Diljá og ég á Alþjóðahúsinu

Ég og Eiríkur á aðfangadag 2004
Í stúdentsveislunni hennar Katrínar vorið 2004


Sænska kjötbollan mín í Jaðarselinu haustið 2004


Ég á leið á árshátíð í mars 2004


Vorið 2004. Ég, Katrín og Óli frændi við minnisvarða um ömmu mína. Þennan dag gróðursettum við tré og tókum til í lundinum


Í saumaklúbb í Hamraberginu. Hér sjáum við Dag Dan og Ágústu vorið 2004

Sigurlið ræðukeppninnar þ.e. lögfræðideildin. Ég var frummælandi en með mér í liðinu voru Maja liðsstjóri, Krummi og Sighvatur.

Hér er ég að stjórna nýnemakvöldi haustið 2004. Nokkrir busar voru teknir upp og látnir gera þrautir.

Hér erum við Sigga á bjórkvöldi hjá THÍ á Ölveri haustið 2004


Vorið 2004 stóðum við Tótla og Helga Kristín fyrir rauðu stelpukvöldi á Bifröst. Það heppnaðist vel og allar konur voða lukkulegar og rauðar ;) Með mér á myndinni er Sigrún

Maja, ég og Tótla á Bifró 2004


Í sumarbústað vorið 2004. Sverrir og Katrín í sveiflu

Stjórn Skólafélagsins 2004-2005. Darri upplýsingafulltrúi, Bjarki formaður, Ömmi gjaldkeri, Linda félagsmálafulltrúi, Valdi meðstjórnandi og MajBritt ritari


Hér sjáiði Emmu Ólafar að gæða sér á súkkulaði í maí 2004

Saumó út að borða á Caruso. Á myndinni eru Ólöf, MajBritt, Sóley og Margrét

Reunion hjá MR í Viðey vorið 2004. Í bátnum á leiðinni út í eyju. Snjólaug, ég, Dóra og Erna

Á Portúgal haustið 2004 með Siggu Dóru

Upp í sumarbústað. Sjúskuð mynd af mér og Tótlunni í missógerð

Katrín stúdent vorið 2004

Mamma, Katrín og ég á gamlárskvöld 2004

Í vísindaferð í VÍS haustið 2004. Ömmi, ég og Linda

Í rauðu afmæli hjá Ólöfu í apríl 2004. Stuð á dansgólfinu!


Árið 2004

Efnisorð:

|

26.2.07

Rejúníon í kvöld

Það er ljóst að langspilið verður dregið fram og kotra spiluð fram á rauða nótt.

Efnisorð:

|

25.2.07

Hér sjáum við Vallarkot 4 en þar bjó ég fyrsta árið mitt á Bifröst með þeim Tótlu, Maju, Sollu, Öbru og Ellu (síðar Sebastian) hehe.

Hér erum við Majurnar tvær upp á GrábrókVið vorum mjög duglegar að elda í Vallarkotinu og hér er Tótla pizzugerðarmeistari að útbúa ljúffenga kjúklingapizzu með dyggri hjálp Maju og ÖbruHér sjáiði herbergið mitt í Vallarkotinu. Hér gisti til dæmis Hringur eina nóttina en sambýlingar mínir munu klárlega eftir honum!!Hér erum við í partý í Hraunbæ en það breyttist fljótlega í pottapartýið fræga. Í sófanum sitja í sakleysi sínu Friðdóra, Silja, Linda og Ögmundur en ég þekkti þau lítið sem ekki neitt þarna. Fyndið!!!


Hérna er ég í 1. vísindaferðinni minni með Bifröst. Við fórum í mjög menningarlega ferð í Ámuna og síðan í partý til Rósu. Stuð, stuð og aftur stuð.Hér erum við Tótla í góðum fíling í afmæli skólans í desember 2003.


Hér erum við Abra á KK á kaffihúsinu. Algjörir pallar þarna :)


Hérna er síðasti vinnudagurinn minn í Samlífinu góða rétt áður en að ég hóf nám á Bifröst. Þessa flott skólatösku fékk ég frá Halla og Gauja en hún var stútfull af smokkum og fleira góðgæti hehe..Hér erum við stöllur samankomnar á Menningarnótt 2003. Þetta kvöld djömmuðum við á Thorvaldsen (aldrei þessu vant) og skemmtum okkur konunglegaHér erum við Bondararnir á gamlárskvöld 2003

Sumarið 2003. Úti í garði hjá mömmu og pabba í Selvogsgrunni

Hér er ég í heimsókn hjá Marínu og Eiríki í Lundi. (enginn Eiríkur Tumi fæddur!!!)

Árið 2003

Smá upprifjun frá því herrans ári 2003. Ég fékk ekki digital-myndavélina fyrr en í lok sumars svo ég man ekkert hvað ég var að gera áður en að ég fékk hana!! Ég man reyndar að ég fór til Ítalíu með Helgu Guðnýju þetta sumar og það var geggjað gaman hjá okkur. Ég hætti að vinna hjá Samlíf og byrjaði á Bifröst. Fór til Köben og Lundar og djammaði sem aldrei fyrr. Myndirnar tala sínu máli.

Efnisorð:

|

23.2.07


Einn bátur á dag, kemur skapinu í lag
Ég er gjörsamlega sjúk í Subway þessa dagana og dreymir bara um roastbeaf bát með grænmeti ummmmm.... drepið mig núna!!

Efnisorð:

|

22.2.07


Jahá... þetta er nú meira málið. Hvað finnst ykkur eiginlega um þessa klámráðstefnu? Við þurfum kannski ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur þar sem að ráðstefnugestirnir 150 eru hættir við að koma. Eða er einmitt ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu núna? Nú þekki ég ekki þennan hóp sem að er að koma en mér hefur skilist að þetta sé aðallega fólk sem að vinnur við markaðssetningu og vefsíðugerð tengdu klámi, kannski er það rangt hjá mér?? En það skiptir kannski ekki höfuðmáli því eins og málið horfir við mér þá hefur þetta fólk ekki framið lögbrot og ætlar sér ekki að gera það hér. Það ætlaði bara að eyða peningum í Bláa lóninu og í skíðabrekkum og jamm fá sér nokkra kokteila í miðbæ Reykjavíkur. Við búum í rótgrónu lýðræðisríki þar sem að skoðanafrelsi hefur almennt verið virt og ég eiginlega skil ekki þessa hysteríu varðandi þennan hóp fólks. T.d. að tengja hann við barnaklám og mansal. Hefur einhver eitthvað fyrir sér í því? En jæja þetta lið er hætt við að koma og mér gæti svo sem ekki verið meira sama. Veit reyndar ekki með Einar, heyrði að hann hefði verið búinn að skrá sig á þessa ráðstefnu :).

Efnisorð:

|

21.2.07

Uppskrift

5 dl. spelt
3 tsk. lyftiduft
1 tsk salt
2 msk. ólívuolía
1 msk. krydd eftir smekk t.d. pizzakrydd
ca. 3 dl AB-mjólk

Setjið speltið, lyftiduftið og saltið saman. Kryddið. Bætið svo oíunni saman við og AB-mjólkinni á meðan þið hrærið blöndunni létt saman þangað til að deigkúla myndast. Ekki hnoða mikið. Fletjið svo deigið út á smjörpappír og forbakið í ca. 5 mín, setjið það álegg sem þið kjósið ofan á og bakið svo áfram í ca.15 mín.

Það er geggjað að setja pizzasósu, mozzarellaost, skinku og svo aftur mozzarellaost ofaná... ummmmmm
verði ykkur að góðu.

Sá Little miss sunshine um daginn. Hún er ferlega góð og bráðfyndin. Mæli með henni.
Stjörnur ***

Efnisorð:

|

Veikindaæði

á vel við, því House er jú læknaþáttur. Þar sem að ég hef þurft að liggja töluvert og bora upp í nefið undanfarið þá hefur House stytt mér stundir. Ég er hreinlega komin með æði fyrir þessum grumpy lækni sem að er heillandi á óútskýrðan hátt!! Ég geng nú kannski ekki eins langt og Birna og sofna slefandi en jú svei mér þá ef að kallinn er ekki bara helvíti flottur svona haltur og geðillur. Þar sem að ekkert lát virðist vera á legu minni mestan hluta dagsins þá held ég áfram að knúsast með House. Óskið mér góðrar skemmtunar!!!

Efnisorð:

|

18.2.07

Eiríkur Hauksson bjargaði bróður mínum frá einelti :o)

og ég er ferlega ánægð með að hann sé að fara til Finnlands. Hann tekur þetta á rauða hárinu... aaarrrwwwww....

og KONUR.... til hamingju með daginn!!!

Efnisorð:

|

16.2.07

Framundan er....

spennandi helgi. Stelpuhittingur annað kvöld, afmæli/útskriftarveisla á laugardagskv., fjölskyldudinner á sunnudaginn. Ætli maður reyni ekki að læra eitthvað líka og ef að þið viljið hitta yours truly mætið þá endilega niðrí Borgarleikhús á laugardaginn. Þar verð ég skælbrosandi :o)

En að öðru. Úpps búin að gleyma því... svona er maður klikkaður!!

(skrifað 1 klst. síðar) það er brjálað partý fyrir utan gluggann minn. *Andvarp* ég er glaðvöknuð! Ég get samt ekki sagt mikið, hef svo oft verið í þessum partýjum.... en núna langar mig bara svo að vera sofandi.... sniff sniff.... kannski sofna ég ef að ég skelli House í ? Eða ætti ég að setja ipodinn í eyrun?? æ vá hvað mig vantar eyrnatappa núna :(... gítarspilið var að hefjast!

Efnisorð:

|

15.2.07

Crazy USA

þvílíka endemis vitleysan...

|

14.2.07


Alþýðlegur hvað??

Það er sko ekkert alþýðlegt við þennan mann!! Og ég hefði svoooooo getað verið þarna .... damn!!! Nú er bara að tjalda fyrir framan Hótel 101, einhverjir memm??

Efnisorð:

|

Valentínus

Já í dag er hinn margrómaði Valentínusardagur. Ég hef alltaf haldið upp á þennan dag, eða frá þeim degi sem að ég svaraði spurningu um hann rétt í Trivial en yfir þeirri visku minni voru margir mjög bergnumdir. En hver er þessi rómantíski Valentínus. Það fyndna er að Valentínus (þeir eru amk. 3) var ekkert sérstaklega rómantískur, allaveganna ekki svo rómantískur að hann/þeir væru sérstaklega þekktir fyrir það! Hins vegar á dagurinn sjálfur uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Eins og allir vita þá eru Bandaríkjamenn sérstaklega duglegir við að halda upp á þennan dag og það er ekki í ófáum bíómyndum sem að maður hefur séð stelpur fá hjartalöguð kort og stuffed púða eða já bangsa... ummm að ógleymdu konfektinu. Það er því svo að hefðir í kringum daginn virðast ekkert hafa að gera með mennina sem báru nafnið Valentínus.
Í fyrra fórum við nokkrar kærastalausar vinkonur á Súfistann og gáfum hvor annarri gjöf. Ég fékk spennur með blingi. Í dag hefur nú ekki bólað á neinu sérstöku tengt þessum degi enda er mér svo sem sama (not). Það er reyndar konudagur á sunnudaginn og kannski þar sem að ég er kona verður sá dagur eitthvað merkilegri en aðrir dagar hehe. Ég ætla hins vegar að elda ljúffenga Valentínusarpizzu í kvöld handa Ömma og Mattýju. Ögmundur ætti nú að vara sig skv. nýjustu fréttum af sporðdrekum þar sem að við Mattý erum báðar í því merki og því kynóðar mjög!
Eitt að lokum, sáuði afhommunarkallinn í Kastljósinu um daginn?? Af hverju er svona mönnum hleypt í sjónvarpið á prime time?? Ég veit að það er skoðunar og tjáningarfrelsi og allt það.. en kommon!!! Gangi þeim vel sem að vildu "afgagnhneigja" mig... það yrði eilífðar verkefni!

|

Diddú og Ingibjörg Sólrún

Í gær fór ég á tónleika með Jónasi Ingimundarsyni og Diddú. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og Jónas sagði okkur frá lögunum og útskýrði undirspilið með nokkrum þeirra t.d. við Sofðu unga ástin mín. Maður sá það alveg fyrir sér í einni útgáfunni þegar að kona Fjalla-Eyvindar söng lagið fyrir ungabarn sitt áður en að hún henti því í fossinn. Fyrri hluti tónleikanna var íslenskur en síðari hlutinn var ítalskur = góð blanda.
Lokaatriðið var BARA sætt en þá fóru upp á svið nokkrar litlar skvísur og sungu Vikivaka með Diddú. Þær voru svo miklar dúllur og nutu sín þvílíkt þarna í sviðsljósinu. Ein skvísan var vinkona mín hún Guðrún Elfa dóttir hennar Höllu og hún var nú algjör rúsína þarna í Henson-gallanum sínum.
Eftir ljúffenga kjullamáltíð ala Birna þá skelltum við okkur svo á kaffihúsið. Þar var spurningakeppnin Gettu Bifröst og Ingibjörg Sólrún var spyrill. Ég, Ömmi og Birna vorum saman í liði og vorum einu stigi frá því að vinna!! Damn... klikkuðum á Glámi og skuldasöfnun heimilanna sem er by the way 1000 milljarðar frá 1995!!!
Eitt að lokum, maðurinn henna IS er svaka myndó !

Efnisorð:

|

13.2.07

Baugsmálið

Ég hef nú ekkert tjáð mig um Baugsmálið hér á blogginu en nú get ég ekki orða bundist!
Jóni Gerald var vikið úr dómsalnum í dag og þrætur urðu milli lögfræðinga í kjölfarið. Dómarinn endaði með því að segja "Við skulum ekki deila við dómarann, hann fer út"!!! Hversu kúl er þetta? Ég hlakka allsvakalega til að geta sagt svona þegar að ég verð dómari, þá ætla ég í gríð og erg að segja þetta, líta undan og veifa hendinni! I have the power

Efnisorð:

|

8.2.07

Martraðir

Dreymdi að ég væri með ber í brjóstinu og að það þyrfti að taka brjóstið af! Þoli ekki svona draumfarir!!

Efnisorð:

|

Nýjar myndir

hér

Efnisorð: ,

|

5.2.07

Eiríkur Tumi segir frá....


Ég "lenti" í pössun í gær..... frétti það rétt eftir hádegislúrinn minn að frænka ætti að koma að passa mig. Ég kann sko á henni tökin svo ég var nú bara nokkuð hress með það. Ég ákvað að smjaðra smá fyrir henni þegar að hún mætti á svæðið og hljóp beint í fangið hennar og knúsaði hana. He he... hún bráðnaði alveg og ég vissi að núna myndi hún leika við mig ALLAN tímann. Við byrjuðum á að fara inn í eldhús. Ég var nú ekkert sérstaklega svangur en ákvað að leyfa henni að gefa mér nokkrar skeiðar af skyri og svo drakk ég djús úr skvísunni minni og mjólk úr glasinu mínu strax á eftir! Geggjuð blanda! Því næst fórum við inn í stofu þar sem að ég valdi dvd disk til að horfa á. Á meðan að við horfðum á hann, þá púslaði ég og las bók ALLT á sama tíma. Jamm, maður er enginn vitleysingur! Ég púslaði meira að segja alla efstu röðina í púslinu mínu án hjálpar!!! Já þið megið klappa núna, annars geri ég það bara sjálfur (mér finnst það nú ekki leiðinlegt). Ég frétti svo seinna að frænka hefði falið fjarstýringarnar oní þvottakörfu og man næst að leita af þeim þar! Hey, allt í einu sá ég að frænka var farin að gægjast í blað!!! Hmmmm hvað var til ráða?? Ég var nú ekki lengi að redda því og tróð mér í fangið hennar og smellti á hana nokkrum kossum og hló voða mikið! Hjúkk, hún lagði frá sér blaðið. Þá ákvað ég að troða upp í hana snuddu og rífa hana svo út úr henni. Þá fór hún að hágráta en það fannst mér tryllingslega fyndið og stakk snuðinu aftur upp í hana til að þaggi niðrí henni. Þetta gerði ég svona 60 sinnum og hefði gert þetta oftar ef að snuddan hefði ekki horfið! Jæja, ég fór svo að benda upp í loft og segja bí bí bí... eða það hélt frænka heheheh.. þarna gabbaði ég hana sko aftur! Ég kann sko ensku og var að segja beibí! Við fórum inn í eldhús aftur, ég var nefninlega orðinn soldið svangur en nennti ómögulega að sitja í stólnum mínum. Frænka mataði mig því á meðan að ég gekk um gólfið og skoðaði það sem að hékk á ísskápnum. Ég át víst 2 skálar af skyri! Maður er nú að stækka!! Svo ákváðum við að kíkja aðeins upp til granny. Þar fékk ég ost, agúrku og tómat og ákvað að mata frænku aðeins líka. Nú svo missti ég tómat í gólfið og rölti í rólegheitunum og henti honum í ruslið, maður er sko snyrtipinni líka! (þegar að ég vil það). Jæja, loka trixið mitt var að skæla smá þegar að frænka fór (maður verður að tryggja sæti sitt sem uppáhalds og besti) og veifaði henni í gegnum gluggan meðan að ég horfði á hana trítla út í bíl. Þegar að hún var farin horfði ég á granny og dæsti... þótt að frænka sé skemmtileg er nú ágætt að vera laus við hana í bili.... hún nefninlega kyssir mig einum of mikið!!

Efnisorð:

|

4.2.07Bifró
Sl. föstudagskvöld skelltum við meistaranemarnir okkur á árshátið skólans. Árshátíðin var haldin á Hótel sögu og skemmtum við okkur konunglega. Orðatiltækið "þröngt mega sáttir sitja" átti vel við þetta kvöld og við skáluðum alloft fyrir okkur og hvað við værum vandræðalega frábær! Fyrir utan skemmtileg Bifró atriði og tilraun okkar til að fá Ögmund kosinn Herra Bifröst fannst mér skemmtilegast að pæla í kjólunum en sorglegast að sjá þegar að nokkrar stúlkur urðu ofdrukknar og hálfveltust um salinn einmitt í þessum sömu fínu kjólum hehe... Ég hins vegar hélt dömunni allt kvöldið eða þar til að Svitabandið tók Sísí fríkar út en þá varð dansgólfið skyndilega allt of lítið. Annars átti ég ekkert í Mattý, Þóru, Bjarka og Ömma sem að nánast réðu dansgólfinu þarna um tíma! Ég ætla ekki að ræða lok þessa kvölds enda veit ég mest lítið um þau (spyrjið Höllu og Sóleyju) en ég vona að rólan hafi ekki komið við sögu hmmm Guðný. Það lítur út fyrir að þetta sé mitt síðasta Bifró og ég gæti alveg farið að skæla yfir því en í staðinn þá þakka ég bara ML-ingunum fyrir skemmtilegt kvöld og hlakka til næst :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com