VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.5.07

Bumba á Íslandi

Ég fékk þessi skilaboð í morgun: " Hæhæ, erum á Ko samet eyju núna, búin að steikja mig í sólinni í allan dag, vildi að þú værir hérna." ohoo já ég vildi sko líka að ég væri á einhverri gullfallegri eyju nálægt Tailandi að sóla mig milli strákofanna. Ekkert smá sem að ég öfunda systur mína núna. :)

Í staðinn er ég á Íslandi. Skrapp til Reykjavíkur í gær. Hitti Helgu Guðnýju og Hafdísi á Thorvaldsen og þarna sátum við bumburnar og vorum að springa í bókstaflegri merkingu. Ég held svei mér þá að umræðurnar hafi eingöngu snúist um meðgöngu. Very strange..... Svo varið ykkur á bumbunum með einhæfa umræðuefnið!

Fór í bíó fyrir stuttu. Sá Zodiac. Hún var mjög góð. Rosalega flott mynd en dálítið óhugguleg. Velleikin og góður stígandi. *** stjörnur.
Sá líka Foreldra á skjánum. Hún var fín. Ingvar Sigurðsson var frábær sem skaplausi tannlæknirinn og Víkingur (heitir hann það ekki) góður sem þvílíkt leiðinlegi verðbréfagaurinn "ekkert rugl gaurinn" Vá hvað maður kannaðist við týpuna. Myndin endaði samt einhvern veginn ekki. Ég hef ekki séð Börn en langar að sjá hana núna. **1/2 stjarna.

Efnisorð: , ,

|

27.5.07

Hvítasunna

Gleðilega hvítasunnu. Dagurinn í dag hefur verið brill hingað til. Ég byrjaði daginn á að bruna í bæinn og hitti Diljá og Siggu á Vegamótum í lunch. Ég var alveg búin að ákveða að fá mér kalkúna og pastasallatið og varð verulega svekkt þegar að þjónustukonan tilkynnti mér að það væri búið :( Ég fékk mér þá Sesar-salatið. Voða gott líka. Nú við stöllurnar drukkum svo kaffi og spjölluðum í sólinni eða ekki alveg í henni þar sem að Sigga er kuldaskræfa og vildi ekki sitja úti. Svo skelltum við okkur á Kjarvalstaði og skoðuðum sýninguna þar. Tinna hitti okkur þar og við sátum úti í sólinni á einu listaverkanna. Mamma hennar Diljár á stól á sýningunni, rosa flottan klæddan í ullar"peysu" ef að þið fattið mig. Mjög skemmtileg sýning í gangi þarna núna með mikið af spennandi hönnun. Svo fórum við á útskriftarsýningu LHÍ í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Líka gaman og áhugavert.

Núna er ég aftur komin í Borgarnes. Sit úti á palli með tengdafamelíunni en nokkrir meðlimir hennar eru í pottinum. Sól og sumar. Einar að elda kjullabringur fylltar með beikoni og osti. Delissjöss. En endilega skellið ykkur á Kjarvalstaði. Þið náið víst ekki útskriftarsýningunni þar sem að síðasti dagurinn var í dag. Góðar stundir.

Efnisorð: ,

|

21.5.07

Bland í poka

Systir mín fór til Tailands um daginn. Ohoo hvað ég öfunda hana. Mig langar svo til útlanda. Ekkert smá skrýtið veðrið hérna núna. Snjór og sól til skiptis. Hey, ég sat smá úti um helgina og fékk lit á bringuna. Núna er það bara sund alla daga til að losna við næpuna.
Annars er ég búin að vera svo þreytt eftir prófin að ég hef sofið 10-12 tíma á sólarhring. Samt gott að geta sofið svona.

Mér líst svakalega vel á nýju stjórnina, ef að af henni verður. Þetta er alveg hreint draumastjórnin mín. Held að hún eigi eftir að reynast góð bæði hvað varðar efnahagsmál, velferðarmál og fleira. Það má nú alveg kíkja aðeins á fæðingarorlofskerfið sem að er mjög óhagstætt nýútskrifuðum. Einar getur t.d. ekki tekið neitt orlof, við bara hreinlega höfum ekki efni á því þar sem að hann er ekki búinn að vera úti á vinnumarkaðnum í 2 ár. Hann útskrifaðist bara fyrir ári og 2007 kemur ekkert inn í þetta!!!

Allt gott að frétta af bauninni. Hún spriklar bara og ég fitna. Er að reyna að borða hollt, ekki mjög auðvelt í prófunum. En ég er ekkert að æsa mig yfir þessu. Einari finnst líka bumban flott :)
En núna hefst sund og ganga, hollustan í fyrirrúmi ..... og koma svooooo!!!

Efnisorð:

|

18.5.07

Brottför af Bifröst undirbúin
Já þetta tímabil hérna á Bifröst er að renna sitt skeið. Mikið ótrúlega hefur þetta liðið hratt. Ég skila vistarverum mínum af mér fyrir 1. júní og er núna að pakka og sortera. Birna er farin og Mattý er á síðasta snúning. Þegar að ég skelli í lás hér á Ásgarði 3 þá mun ég ekki flytja aftur á Bifröst. Skrýtið. Þá tekur 1 1/2 mánaðar bið við hjá tengdó eftir Arnarklettinum. Þessi törn okkar meistaranema sem að hófst í júlí í fyrra hefur liðið gígantískt hratt. Meistaranámið hófst með látum og við höfum eiginlega ekki stoppað síðan þá. Enda viðurkenni ég að ég er búin á því! Núna er bara sumarönnin eftir en hún hefst í júlí og svo málflutningur og ritgerð. Útskrift í janúar ef að baunin leyfir. Ég verð nú samt eitthvað viðloðandi Bifröst í júní þar sem að ég hef tekið að mér að vinna verkefni fyrir skólann. Skila því af mér 18. júní og þá þyrfti maður að byrja á ritgerð og pakka! Nóg að gera. Ætla að henda nokkrum myndum inn frá sl. sumri og vetri hér í ML. Takk fyrir veturinn!
Kokteilapartý
ML-dinner í Ásgarði 3

Heimasæturnar í Ásgarði 3 "Lesbos" + ein að neðan!

Tvær ófrískar

Mattý í sveiflu á Bifró
Smile!!!

Bifró... ú Sóley sexy
Þóra og Ögmundur
Jónína duglega!


Í próflestri

Matarklúbburinn góði

Morgunkaffi

Í KringlunniEftirminnileg ræða!!

Djamm í dal hinna dauðu

Heimasæturnar í Ásgarði 1 og jamm Hamragörðum

Sumarið 2006-ML nýbyrjað

Í matarboði hjá Elínu Blöndal

Eitthvað að tjilla saman

Hausthátíð

Þóra og Valdi

Að kúra heima í stofu í Ásgarði

Guðný að baka pizzu

Á þessari mynd er engin ófrísk!!

Kokteilapartý

Í eftirmiðdagskaffii

Skonsur og súkkulaðikaka ummmm

Að læra!

Efnisorð: ,

|

16.5.07

I´m to sexy....


Ég lifði lengi í þeirri blekkingu að óléttan hefði lítil áhrif á brjóstin mín. Ég reyndar hef ekki séð endanlega útkomu ennþá en þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Þvílíka breytingin!! Þetta eru bara einhver allt önnur brjóst, ég kannast ekkert við þau. Fyrir utan það að vera kynköld þá eru þau ofvaxin, æðaber og með stórum geirvörtum (algjörlega ókunnugum mér). Já það er nú eitthvað mikið í gangi þarna í Mjólkurbúi Flóamanna ef að þið spyrjið mig.

Nú svo er maður náttúrulega alveg hryllilega sexy með allan þennan aukna hárvöxt. Já, nei nei ekki á hausnum heldur á maganum!!! og öðrum stöðum þar sem að áður hefur ekki staðið stingandi strá. Sem betur fer eru þessi magahár ljós, enn sem komið er, en mér sýnist ég vera með daufa linea negra þarna undir frumskóginum.

Já svo er maður náttúrlega að gildna og missa mittið... aldrei liðið meira sexy! Ég hef ekki séð til sólar í marga mánuði og brúnkukremin mygla upp í skáp => næpa!! Ég bíð bara spennt eftir slitum og æðahnútum, þá verður nú gaman!! Punkturinn yfir i-ið er svo þegar að ég fer að vagga eins og hæna!

Fyndið hvað þetta verður svo aaaaaallt þess virði þegar að maður finnur baunabarnið sparka þarna inni... ohoo það sem að maður leggur ekki á sig!!

Efnisorð: ,

|

15.5.07


Inluv

Á kaffihúsi


Eiríkur TumiSysturnar í Selvogs


Á B5

Tinna og Emma

Á Thorvaldsen

Í frænkuklúbb

Töff týpa á föstu inn á klósetti.... sexy!!


Pabbi og Eiríkur Tumi í brúðkaupinu hjá Önnu og Chad
Eldhúsið í Arnarkletti 27

Arnarklettur 27

Efnisorð:

|

14.5.07

Próf, próf, próf....


Ekkert að frétta nema það að ég er að drukkna í stjórnsýslurétti. Próf á morgun, munnlegt. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg eins vel lesin og ég hefði viljað. En svona er lífið. Baunabarnið sparkar og sparkar og truflar við lesturinn. Ég hef miklu minna úthald en venjulega í próflestri. Já og núna kom spark. Spörkin eru alltaf að verða kröftugri. En ætla að halda áfram, er komin allt of stutt.

Efnisorð: ,

|

12.5.07

Eurovision og kosningar

Ég er búin að kjósa! Kaus sl. fimmtudag utankjörstaðar þar sem að ég er ekki stödd í mínu kjördæmi í dag þ.e. Reykjavík norður. Þetta kjördæmi verður svo sem ekki mikið lengur mitt kjördæmi þar sem að ég mun færa lögheimili mitt í Arnarklett 27 í júlí.. nánartiltekið þann 13. júlí. Við skrifuðum undir kaupsamninginn í gær og allt er nánast klappað og klárt varðandi þessi íbúðakaup. Þetta gekk eins og í sögu!

20. vikna sónarinn gekk einnig eins og í sögu í gær. Við Einar horfðum spennt á krílið og ég róaðist eftir því sem að ljósan taldi upp öll líffæri og útlimi. Allt virðist vera í lagi. Baunin var nú ekki í eins miklu stuði og síðast og hreinlega engin ljósmyndafyrirsæta. Hendurnar voru stanslaust fyrir andlitinu og óhætt að segja að mikið drama hafi verið í gangi þar sem að baunin bara dæsti og andvarpaði yfir þessu öllu saman.

Eurovision gekk nú samt ekki eins og í sögu. Ég var nú tiltölulega sátt samt með lögin sem að komust áfram þ.e. 7 þeirra. Var svekkt með Búlgaríu, Georgíu og óperusöngkonuna með ljósið í lófanum. Fjölskyldan sat náttla og glápti á þetta. Eiríkur Tumi fílaði Búlgaríu í botn og dillaði sér í takt við trommurnar. Pabbi pantaði pizzur frá Eldsmiðjunni og svo var rökrætt um pólitík og hlegið af lögunum í Júró. Held að okkur hafi flestum fundist Hvíta Rússland flott og Selvogsgrunn 15 spáir því velgengni í úrslitakeppninni. Annars fannst mér nú lögin frá A-Evrópu í það heila betri en lögin frá V-Evrópu. Samt ferlega leiðinlegt að Kýpur komst ekki áfram og jafnvel Malta og svo hefði verið gaman að sjá eitt Norðurlandanna. Allt þetta tal um A-Evrópumafíuna er svona soldið spes finnst mér. Auðvitað er ömurlegt að öll löndin 10 sem komust áfram hafi verið þaðan en Finnland vann jú í fyrra og Svíþjóð var í 4 sæti svo??? Grikkland vann keppnina þar áður og eru líklegir í ár. Ég þarf að spá í þessu betur. Væri samt til í að hafa 2 forkeppnir en þó aðallega út af fjöldanum. Annars stóð Eiríkur Hauks sig óaðfinnanlega en við systur hefðum viljað sjá eld eða eitthvað þvíumlíkt á sviðinu!

Jæja ég er hætt þessu blaðri. Verð að halda áfram að læra. Sifjaréttarprófið búið og stjórnsýsluréttur á mánudaginn.
Bið ykkur vel að lifa og njótið dagsins.
Eurovision og kosningar... ummmm gerist ekki betra!!!

Efnisorð: , ,

|

9.5.07

Eurovision - semi finals!

Ég veit að ég á að vera að lesa fyrir próf í sifjarétti en hér eru lögin sem að ég held að fari upp úr forkeppninni :) Hvað finnst ykkur??

Hvíta-Rússland: Þetta lag er svona soldið Bond lag og söngvarinn minnir ískyggilega á dökkhærða Díönu prinsessu!
Kýpur: Þetta lag er með mjög grípandi viðlagi og mér finnst eitthvað flott við söngkonuna
Tyrkland: Hér sjáum við Justin Timberlake þeirra Tyrkja. Kannski ekki alveg eins flottur en flottur þó. Grípandi lag!
Makedónía: Þessi kemst áfram á fótleggjunum!
Andorra: Þetta er flott popp/rokk
Serbía: Þetta lag minnir soldið á júróið eins og það var. Það þarf samt að taka söngkonuna í alvarlegt meikóver
Moldavía: Það þarf reyndar líka að gefa þessari söngkonu tískuráð. Svo langar mig að karlmennirnir í myndbandinu fari úr fötunum, þeir hlaupa svo fallega
Ungverjaland: Það þarf reyndar að hlusta soldið oft á þetta lag en það venst ótrúlega vel. Flottur blús
Lettland: Þessir komast áfram á grípandi viðlagi en ekki á söng.
Ísland: Að sjálfsögðu komumst við áfram! Enga svartsýni-Eiki Hauks er flottastur... Áfram Ísland!!!!!

Efnisorð:

|

8.5.07Ó hve glöð er vor æska

Rakst á þessa mynd af leikskólakrökkum á Þingvöllum. Obbosslega krúttilegt :)

Efnisorð:

|

Vagnamál

Mig vantar vagn, vill einhver lána? Ef að enginn getur lánað hvernig vagn á ég þá að kaupa??

Efnisorð: ,

|

7.5.07

Baunamamma bumba
14. vikur


18. vikur

20 vikur

Efnisorð: ,

|

6.5.07

Óperudóttirin ég

Rakst á þennan flotta söng hjá Garðari Cortes á netinu. Hann syngur Nessun Dorma eina uppáhaldsaríuna mína mjög vel þótt hann nái ekki alveg Pavarotti. Ég hlustaði á þessa aríu næstum daglega þegar að ég var í menntaskóla og ég fæ ennþá hroll. Svona á að semja lög!
http://www.youtube.com/watch?v=d3gparVzC_M

Var að enda við að troða í mig racklett a la Einsi og ligg núna á meltu helgarinnar. Fór í afmælisgrillpartý á fös, brúðkaup og innflutnings/útskriftarveislu í gær. Allt alveg svakalega gaman. Í grillpartýinu fékk ég sænskt bakkelsi enda húsfreyjan og maki afmælisbarnsins sænsk, þar fékk ég líka að kynnast Borgnesingum á djamminu og borgneskir strákar veigra sér ekki við því að fara saman á klósettið!! Veit ekki hvort að þeir séu sáttir eða ósáttir við kynhneigð sína?? Í brúðkaupinu var gaman og Eiríkur Tumi lék á alls oddi. Innflutnings/útskriftarboðið var svaðalega næs og kjaftað fram á rauða. Nú taka hins vegar við lærdómsvikur enda próf í boðinu.

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar í færslunni fyrir neðan. Blogger er eitthvað leiðinlegur og vill ekki lofa mér að pósta myndir :( Ég reyni aftur túmorró!

Efnisorð: ,

|

3.5.07

Breytingar

Það er óhætt að segja að sl. ár hafi verið ár breytinganna í mínu lífi. Fyrir akkúrat ári þá var ég single "gella", nýkomin frá Germany og í stuði með Guði.
Núna er ég að vísu ennþá í stuði með Guði en búin að bæta á mig 1) manni, 2)nokkrum kílóum, 3)jeppa og 4)raðhúsi.. allt í þessari röð! Já við keyptum okkur raðhús í dag. Lentum í svakalegu verðkapphlaupi (sem að við augljóslega unnum) en fasteignamarkaðurinn hér í Borgarnesi er mjög líflegur. Við vissum um leið og við gengum inn í húsið að það var okkur ætlað.
Raðhúsið er á einni hæð, allt glænýtt, útgengi út á pall og með stórkostlegu útsýni. Við gætum ekki verið ánægðari með fjárfestinguna. Við flytjum inn í júlí og ég verð því heimavinnandi mastersnemi og verðandi móðir í Borgarnesi!!! Jæja best að skrá sig í kvenfélagið og baka nokkrar bullar... síjúgæs!

|

1.5.07

Líðandi stund

Ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið. Vildi að ég gæti kennt lestri skólabóka um. Svo er hins vegar ekki. Ætli ég kenni ekki bara Einari um, já eða bauninni (allaveganna öllum nema mér)! Ég hef verið eitthvað svo utanvið mig og skort einbeitningu. Það kæmi mér ekki á óvart ef að ég væri lág í járni.
Annars er þetta svona það helsta sem að ég hef verið að gera undanfarna daga:

-fylgjast með aðdraganda kosninganna. Ég fylgist með eins vel og ég get. Mér finnst spennandi að sjá hvaða áherslu flokkarnir eru með og að öllum sandkassaleikjum slepptum þá er þetta virkilega skemmtilegt. Ég spái því að VG eigi eftir að dala örlítið, Samfylkingin og Framsókn fái meira fylgi en skoðanakannanir eru að sýna. Mér sýnist Íslandshreyfinging vera hálfgert flopp.

-lesa moggablogg. Guð hvað ég get gleymt mér í þeirri vitleysu. Ég les helst þessi blogg sem að mér finnst fáránleg (nefni engin nöfn) en þetta er nú meiri tímaþjófurinn!

-lesa skólabækur. Ég fór í próf í refsirétti í sl. viku og er núna að skrifa ritgerð í réttarsögu. Þessi önn hefur liðið svo hratt að það er eiginlega soldið ógnvekjandi. Um næstu helgi förum við á Þingvelli með Sigga Lín. Spennó.

-vera ólétt. Já kúlan stækkar og ég blómstra. Það er hreint frábært að vera laus við alla verkina sem að fylgdu fyrstu þremur mánuðunum. Á því tímabili fannst mér ólétta vera highly overrated! Djöfull var ég að drepast. En núna er sagan önnur. Ég fór í mæðraskoðun í sl. viku og allt kom vel út. Ég hafði nú reyndar þyngst meira en ég vildi en blóðþrýstingurinn er fínn og allt í góðu bara. Obbosslega sætt að heyra hjartsláttinn. Ég fann fyrstu hreyfingarnar 28. apríl. Lá stjörf í 30 mín grafkyrr til að njóta þeirra í botn. Einar hélt að ég væri dauð inn í herbergi (aldrei þagað svona lengi).

-farið í leikhús og horft á tv. Fór á Leg í Þjóðleikhúsinu. Það var fyndið, sérstaklega fyrir hlé. Svo leystist þetta nú upp í vitleysu. Situr svo sem ekkert eftir. Mér fannst fóstrið fyndnast... það vildi sko tjiiiiillllllaaaa.... :) Ég fylgist með Meistaranum í tv, Lost og Despó... jamm ég er sjónvarpssjúklingur.

-notið sveitaasælunnar. Ég hef verið mikið í Borgó hjá tengdó. Við Einar erum að skoða íbúðir og ég er ferlega sátt við það að prófa að búa út á landi í einhvern tíma. Þá get ég strikað yfir það... og þá er bara að prófa að búa úti í útlöndum. Við Einsi höfum gengið og ekið um sveitirnar og það er sérstök ró sem ekki er hægt að lýsa fyllilega í svona litlum pleisum.

-félagslíf. Ég hef verið mikið með famelíunni undanfarið. Við höfum grillað og tjillað. Annars hef ég líka farið í saumaklúbb og frænkuklúbb.. luncha og tilheyrandi með skemmtilegu fólki. Ekkert djamm á mér = engir þynkudagar= næs!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com