Líðandi stundÉg hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið. Vildi að ég gæti kennt lestri skólabóka um. Svo er hins vegar ekki. Ætli ég kenni ekki bara Einari um, já eða bauninni (allaveganna öllum nema mér)! Ég hef verið eitthvað svo utanvið mig og skort einbeitningu. Það kæmi mér ekki á óvart ef að ég væri lág í járni.
Annars er þetta svona það helsta sem að ég hef verið að gera undanfarna daga:
-fylgjast með aðdraganda kosninganna. Ég fylgist með eins vel og ég get. Mér finnst spennandi að sjá hvaða áherslu flokkarnir eru með og að öllum sandkassaleikjum slepptum þá er þetta virkilega skemmtilegt. Ég spái því að VG eigi eftir að dala örlítið, Samfylkingin og Framsókn fái meira fylgi en skoðanakannanir eru að sýna. Mér sýnist Íslandshreyfinging vera hálfgert flopp.
-lesa moggablogg. Guð hvað ég get gleymt mér í þeirri vitleysu. Ég les helst þessi blogg sem að mér finnst fáránleg (nefni engin nöfn) en þetta er nú meiri tímaþjófurinn!
-lesa skólabækur. Ég fór í próf í refsirétti í sl. viku og er núna að skrifa ritgerð í réttarsögu. Þessi önn hefur liðið svo hratt að það er eiginlega soldið ógnvekjandi. Um næstu helgi förum við á Þingvelli með Sigga Lín. Spennó.
-vera ólétt. Já kúlan stækkar og ég blómstra. Það er hreint frábært að vera laus við alla verkina sem að fylgdu fyrstu þremur mánuðunum. Á því tímabili fannst mér ólétta vera highly overrated! Djöfull var ég að drepast. En núna er sagan önnur. Ég fór í mæðraskoðun í sl. viku og allt kom vel út. Ég hafði nú reyndar þyngst meira en ég vildi en blóðþrýstingurinn er fínn og allt í góðu bara. Obbosslega sætt að heyra hjartsláttinn. Ég fann fyrstu hreyfingarnar 28. apríl. Lá stjörf í 30 mín grafkyrr til að njóta þeirra í botn. Einar hélt að ég væri dauð inn í herbergi (aldrei þagað svona lengi).
-farið í leikhús og horft á tv. Fór á Leg í Þjóðleikhúsinu. Það var fyndið, sérstaklega fyrir hlé. Svo leystist þetta nú upp í vitleysu. Situr svo sem ekkert eftir. Mér fannst fóstrið fyndnast... það vildi sko tjiiiiillllllaaaa.... :) Ég fylgist með Meistaranum í tv, Lost og Despó... jamm ég er sjónvarpssjúklingur.
-notið sveitaasælunnar. Ég hef verið mikið í Borgó hjá tengdó. Við Einar erum að skoða íbúðir og ég er ferlega sátt við það að prófa að búa út á landi í einhvern tíma. Þá get ég strikað yfir það... og þá er bara að prófa að búa úti í útlöndum. Við Einsi höfum gengið og ekið um sveitirnar og það er sérstök ró sem ekki er hægt að lýsa fyllilega í svona litlum pleisum.
-félagslíf. Ég hef verið mikið með famelíunni undanfarið. Við höfum grillað og tjillað. Annars hef ég líka farið í saumaklúbb og frænkuklúbb.. luncha og tilheyrandi með skemmtilegu fólki. Ekkert djamm á mér = engir þynkudagar= næs!
Efnisorð: Daglegt líf