VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.5.06

Nýjar myndir
Nýjar myndir frá útskrift og fleiru hér

|

Í ræktinni

Ég vil ekki hitta "fyrrverandi" í ræktinni , öll sveitt og ógeðsleg. Svo finnst mér líka nett spes að sjá feita einkaþjálfara..... en kannski er það bara ég?

Efnisorð:

|

29.5.06

Ég veit að ég er dama en rosalega langar mig að gubba núna yfir vanköntum lýðræðisins.... formaður borgarráðs og forsætisráðherra landsins eru með nokkurra prósenta fylgi á bak við sig. Er þetta virkilega satt?

Efnisorð:

|

28.5.06

Útskrift og kosningar

Í gær útskrifaðist ég og nú megiði kalla mig Frk. viðskiptalögfræðing ;) Það verður þó aðeins í skamma stund því markmiðið er að vera virðuleg ung dama með Bs í viðskiptalögfræði og mastersgráðu í lögum. En ég ætla samt að njóta þess að hafa náð þessum áfanga í sumar meðan að ég sóla mig á Austurvelli (er það ekki annars það sem að þessir viðskiptalögfræðingar gera?). Nú þar sem að montbloggunum mínum hefur fjölgað á þessu ári ætla ég að setja inn eitt svona lokamontblogg. Ég fékk 9 fyrir Bs-ritgerðina mína en það er hæsta einkunn sem er gefin fyrir Bs-ritgerð í lagadeildinni. (Mér finnst þið í raun eiga heimtingu á því að vita hvað ég fékk fyrir hana þar sem að ég nánast verið með hana á heilanum sl. mánuði!) Ég hef náð að selja ritgerðina til fyrirtækja svo að ég er með örlítið minna samviskubit yfir því að liggja í sólbaði fram í júlí.
En aftur að útskriftardeginum. Hann var sólríkur og allir útskriftarnemendurnir í skýjunum, eins og gefur að skilja. Hins vegar fannst mér kosningaúrslitin vera slæm (út af ex-bé) og enn fer það þannig að Framsókn slefast inn, hvað er þetta með Framsókn og ekkert fylgi en alltaf í oddaaðstöðu! Æ pirrandi. Í dag er hins vegar annar í útskrift, fáið nánari fréttir síðar.

|

24.5.06

Hvað skal kjósa?

Ég ákvað að kíkja á helstu stefnumálin fyrir komandi kosningar. Helstu áherslur flokkanna skv. heimasíðum þeirra er í stórum dráttum svipaðar en þó er áherslumunur. Segjast verður að Sjálfstæðisflokkurinn er með “raunhæfustu/ódýrustu” stefnuskrána þ.e. þeir lofa ekki gjaldfrjálsum leikskóla né niðurfellingu á öllum gjöldum í grunnskóla. Ekki lofa þeir því heldur að það verði frítt í strætó. Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir eru með skýrustu stefnuna í skipulagsmálum og Frjálslyndir eiga vinninginn í flugvallarmálinu (ég nenni ekki einu sinni að minnast á ruglið í Framsókn). Hvað varðar aldraða þá greinir nokkuð á milli framboða. Í samgöngumálum sýnist mér Samfylkingin hafa vinninginn. Sjálfstæðisflokkurinn talar t.d. hvergi um strætó en það er bráðnauðsynlegt að bæta leiðarkerfið. Hins vegar er Sjálfstæðisflokkurinn ef til vill raunhæfastur hvað varðar Miklubrautina.
Vinstri grænir eru með “fallegustu” stefnuna en það kemur ekki nægilega skýrt fram hjá þeim hvernig fjármögnun skuli háttað. (hækka skatta?) VG leggur einnig áherslu á jafnréttismál og umhverfið í meiri mæli en hin framboðin. Framsókn er klárlega með “vitlausustu” stefnuna en þeir mega eiga það að það er hægt að hlægja að henni!
Nú svo er það náttúrulega fólkið á bak við málefnin! Hvern vill maður sjá sem borgarstjóra??? Og hverjum treystir maður best til að gera Reykjavík að betri borg?

Leikskólinn
VG:
Vill gjaldfrjálsan leikskóla og stefnir að því að leikskólinn verði að fullu gjaldfrjáls á næsta kjörtímabili.
Sjálfstæðisflokkurinn: Boðar almenna gjaldskrárlækkun í öllum borgarreknum leikskólum, 25% 1. september 2006.
Foreldrar greiði aldrei fyrir fleiri en eitt barna sinna sem dvelja á leikskóla samtímis. Sérstakar smábarnadeildir í leikskólum. Gæsluvellir verði opnaðir á ný.

Samfylkingin: Vill gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum, fjölga leikskólaplássum fyrir yngsta aldurshópinn. Vannýtta gæsluvelli má nýta til að hýsa samrekstur áhugasamra dagforeldra.
Framsókn: Gjaldfrjáls leikskóli fyrir öll börn frá 18 mánaða aldri og uppbyggingu smábarnadeilda í leikskólum Greiða foreldrum barna yngri en 18 mán. 50 þúsund krónur á mánuði og brúa þannig bilið þar til leikskólavist fæst.
Frjálslyndir: Gjaldfrjáls leikskóli fyrir börn frá 2ja ára aldri og efla dagforeldrakerfið vegna þess að það sé gott fyrir börn að vera í smærri hópum meðan þau eru innan við eins árs aldur.

Grunnskólinn
VG:
Vill útrýma allri gjaldtöku úr grunnskólunum, þ.m.t. vegna skólamáltíða.
Sjálfstæðisflokkurinn: Vill raunverulegt val um skóla bæði hvað varðar rekstrarform og staðsetningu. Heilsuátak í öllum grunnskólum, þar sem öllum börnum verður m.a. tryggð heit gæðamáltíð í hádeginu sem aldrei skal kosta meira en nestisgjald.
Samfylkingin: Vill draga úr miðstýringu í menntakerfinu og auka sjálfstæði einstakra skóla til að móta eigin aðferðir og áherslur.
Framsókn: Vilja skólabúninga, hollustuna á oddinn og sálfræðiþjónustu inn í skólana.
Frjálslyndir: Engin skólagjöld og frelsi skóla til að velja sér skólastefnu og valfrelsi foreldra til að velja skóla aukið.

Aldraðir
VG: vill að velferðarþjónustan sé rekin á samfélagslegum grunni enda sýni reynslan að einkavæðing hennar er iðulega á kostnað jafnaðar og félagslegs réttlætis og er þar að auki dýrari = enga einkavæðingu.
Sjálfstæðisflokkurinn: vill gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa og efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun
Lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði
Gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið og byggja 200 þjónustu- og leiguíbúðir fyrir eldri borgara.
Samfylkingin:Vill að öll málefni aldraðra verði færð til sveitarfélaganna og bæta þannig þjónustuna með þvi að
efla heimaþjónustu og heimahjúkrun, byggja fleiri hjúkrunarheimili. Vilja þjónustutryggingu. Sem þýðir: Ef þjónustan dregst óeðlilega skapast réttur til greiðslu.
Framsókn: Tryggja rétt aldraðra til einkalífs og ókeypis í strætó fyrir þá.
Frjálslyndir: Lækka fasteignaskatta aldraðra og öryrkja og gera þeim kleift að búa í sínu eigin húsnæði. Fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu.

Skipulagsmál
VG: Skipulagsmál eru umhverfismál.
Sjálfstæðisflokkurinn: Geldinganes: Fyrstu lóðum úthlutað á árinu 2007, íbúafjöldi getur orðið um 10 þúsund. Vatnsmýri: Flugvellinum verði fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu lóðunum úthlutað utan helgunarsvæðis flugvallar i byrjun árs 2008. Íbúafjöldi getur orðið um 8 þúsund. Örfirisey: Skipulagi fyrir 1. áfanga eyjabyggðar verði lokið árið 2008, íbúafjöldi getur orðið um 6 þúsund.
Samfylkingin: Vill hefja undirbúning að flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri á næsta kjörtímabili og vill vinna að því að 6000 íbúðir og sérbýli af öllum stærðum og gerðum rísi í Reykjavík á næstu árum, á Slippasvæðinu, í miðborginni, við Elliðaárvog, í Úlfarsársdal, Vatnsmýri og við Hlemm.
Framsókn: vill úthluta 1200 sérbýlislóðum. Í desember á þessu ári verður úthlutað 600 lóðum fyrir sérbýli í Úlfarsárdal.Í maí 2007 verður úthlutað 400 sérbýlislóðum til viðbótar í Úlfarsárdal. Í desember 2007 verður úthlutað 200 sérbýlislóðum í Úlfarsárdal. Flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík en færður út á Lönguskerin.
Frjálslyndir: Í Vatnsmýri á að rísa öflugt vísinda- og þekkingarþorp og flugvöllurinn á að vera þar áfram.

Samgöngumál
VG:
vill stórauka og bæta hlutdeild almenningssamgangna, svo og gangandi og hjólandi umferðar.
Sjálfstæðisflokkurinn: Vill Sundabrautina alla leið upp á Kjalarnes i einum áfanga.
Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og vill leggja Miklubraut í stokk að hluta þar sem byggðin er næst

Samfylkingin: vill fjölgun samgönguæða til borgarinnar og frá með Öskjuhlíðargöngum og Sundabraut alla leið upp á Kjalarnes. Vilja öflugar almenningssamgöngur og setja Miklubraut í stokk og tryggja öruggar göngu- og hjólaleiðir í öllum hverfum.
Framsókn: Sundabraut. Botngöng á ytri leið. Fjórar akreinar alla leið upp á Kjalarnes.Miklabraut lögð undir Kringlumýrarbraut og þannig greitt fyrir umferð á hættulegustu gatnamótum landsins. Vatnsmýrin. Aðgengi að Vatnsmýri tryggt til framtíðar með Öskjuhlíðargöngum
Frjálslyndir: Sundabraut verði lögð á ytri leið, eins fjarri íbúabyggð og mögulegt er. Sundabraut verði í göngum með góðum tengingum við stofnbrautakerfi borgarinnar. Fyrsti áfanginn verði í göngum undir Elliðavog með uppkomu við Gufunes. Þá taki við brú yfir Eiðisvík í Geldinganes, til að varðveita viðkvæma náttúru og lífríki við Blikastaðakró, en þar fari Sundabraut aftur í göng undir Leiruvog með uppkomu í Víðinesi og loks á brú yfir Kollafjörð.
Frítt í strætó fyrir börn, ungmenni, aldraða og öryrkja. Hraðvagnar aki á milli hverfa og eftir aðalleiðum en fari ekki um íbúðahverfin.

Efnisorð:

|

23.5.06

Kosningar

Ég horfði á oddvita Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar takast á í gær á NFS. Loksins kom fiðringurinn í magann minn, kosningafiðringurinn og það rifjaðist upp hjá mér af hverju ég hef yfirleitt gaman að pólitík. Mér fannst kosningabaráttan einhvern veginn byrja í gær og fannst Vilhjálmur og Dagur báðir þónokkuð sterkir. Dagur tapaði sér t.d. ekki í orðalengingum og "íslensku"kjaftavaðli og Vilhjálmur var svona jákvæðari en oft áður. Mér fannst mjög gaman að heyra þá takast á. Ég gat ekki betur heyrt en að Villi vilji flugvöllinn ekki burt. Hvernig væri bara að viðurkenna það. Ég held til að mynda að Frjálslyndir sópi að sér atkvæðum út af skýrri stefnu í flugvallarmálinu og svo hefur maður reyndar líka heyrt að Guðrún Ásmundsdóttir heilli alla gamlingjana upp úr skónum. VG flakkar svona á milli 1-2 manna og ég í raun skil sjónarmið kjósenda allra framangreindra flokka. En ég skil ekki hverjir kjósa þetta leim ex-bé framboð og sýnist að margir séu sammála mér þar. Ég er eiginlega farin að vorkenna Birni Inga, svo illa er talað um hann út um alla borg.. fólki finnst hann brosa perralega, vera krípí, ósannfærandi, með fáránlegar hugmyndir o.s.frv. ..... en það er víst ekki staður né stund fyrir vorkunnsemi þegar að kemur að pólitík.

________________________________________________

Ég vil benda ykkur á gott viðtal í Tímariti Morgunblaðsins sl. sunnudag. Viðmælandinn var Guðrún Erlendsdóttir fráfarandi hæstaréttardómari. Þetta viðtal var velskrifað og Guðrún er mjög áhugaverð kona, brautryðjandi á sínu sviði og góð fyrirmynd. Endilega lesið þetta viðtal, það er frábært.

Efnisorð:

|

22.5.06

Að gera ekki neitt

Síðasta vika var alveg stórfurðuleg. Það er eitthvað svo undarlegt að vera í fríi, geta "eytt" deginum í nákvæmlega hvað sem er. Ég fór til að mynda í bíó, horfði á forkeppni og aðalkeppni í Eurovision, út að borða á Óliver, late hvítvín á B5, lunchdate á Jómfrúnni, kaffi á Café Paris, ísbíltúr, pulsupartý í Norðlingaholti og tók eitt Ölstofukvöld. Á þessu sjáiði að maður hefur víst nóg að gera við að gera ekki neitt :)

___________________________________________

Eurovision og Ölstofan

Til hamingju Finnland! Rosalega voru þeir ógeðslega flottir á sviðinu í bókstaflegri merkingu!! Ég þurfti að líta undan í close-up.. úff. En ég var þokkalega sátt! Fannst þetta samt ekki besta lagið en það var á topp 5 hjá mér. Núna langar mig líka, í guðanna bænum, að fólk hætti að væla yfir Balkanþjóðunum. Við Norðurlandaþjóðirnar erum alveg eins, gefum hvort öðru stig hægri vinstri. Svo vann nú Finnland núna svo við getum hætt að væla yfir óréttlæti í stigagjöf A-Evrópu. Mér fannst t.d. mjög spes kommentið hennar Selmu Björns þegar að hún sagði að við þyrftum að færa Ísland á Balkanskagann til að komast upp úr forkeppninni. V-Evrópa ætti á brattann að sækja... en bíðum við komust ekki bæði Finnland og Svíþjóð upp úr undankeppninni? Kannski vorum við bara ekki með nógu gott lag??
Svo var trítlað niðrí bæ. Bærinn var alveg troðfullur af fólki, nýkomnu úr Júrópartýum, allir í stuði. Við Tinna vorum svolítið seinar niðrí bæ og því voru raðirnar orðnar ansi langar á flestum stöðum. Fyrir kraftaverk duttum við inn á Ölstofuna og beint í uppáhaldssætin okkar. Og það var ekki að því að spyrja kvöldið var ógleymanlegt, svona töfrakvöld. Kannski voru það krullurnar mínar, kannski uppáhaldssætin, kannski erum við bara svona gott team við Tin eða kannski lágu stjörnurnar bara svona vel þetta kvöld?

|

20.5.06

Stal þessu af síðunni hennar Lísu... og samkvæmt þessu er ég :

M:You never let ppl tell you what to do
A:
Damn good in bed
J:
Everybody loves you
B:
You are always fun when it comes to meeting new people.
R:
People think you are so sexy.
I:
Have a big warm heart.
T:
You are one of the best in bed.
T:You are one of the best in bed.

Já þar hafiði það!

Tékkiði á ykkar hér fyrir neðan, hvað eru þið????

A-Damn good in bed
B- You are always fun when it comes to meeting new people.
C- Love is something you deeply believe in.
D- You have trouble trusting people.
E- You have a nice ass
F- People totally adore you
G- Love is something you deeply believe in.
H- You have very good personality and looks.
I- Have a big warm heart.
J- Everybody loves you
K- You like to try new things
L- You have a nice ass
M- You never let ppl tell you what to do
N- You are so sweet
O- You love foreplay
P- You are popular with all types of people.
Q- You are a hypocrite.
R- People think you are so sexy.
S-You have a big heart
T -You are one of the best in bed.
U- You are really layed back.
V- You are not judgemental.
W- You are very broad minded.
X- Success comes easily to you
Y- One of the hardest gangsters alive
Z-knows what they want

Efnisorð:

|

19.5.06

Silvía í Aþenu

Já forkeppnin yfirstaðin. Úrslitin ekki alveg eins og ég bjóst við en við Katrín höfðum þó rétt fyrir okkur í 7 tilfellum af 10... vorum mest hissa á því að Belgía kæmist ekki áfram. Kvöldið var virkilega næs. Ég eldaði mexikóska kjúklingasúpu oní liðið og við hlömmuðum okkur svo fyrir framan tv-ið og horfðum á hvert lagið á fætur öðru með mismikilli athygli þó. Við urðum fyrir vonbrigðum með Rússann og fengum nettan kjána þegar að gellan teygði sig upp úr píanóinu í einhverju myndastyttulíki. Við fengum nettan ógeðishroll þegar að tyrkneska "fríkið" (var þetta karlmaður eða kvenmaður) söng sitt hræðilega lag og komst svo áfram!!!! Við bjuggumst líka við meiru af Silvíu og hennar föruneyti. Ég bjóst við örlítið meiri krafti og eftir lagið var ég alveg viss um að við kæmumst ekki áfram. Mér fannst þetta miklu fyndnara hérna heima eða kannski er djókið bara orðið þreytt?? Hvur veit! Synd að segja það en atriðið minnti mig á atriði í menntaskólasýningu.. hef séð þau nokkur betri í Verslósýningum. En að fólk hafi púað á hana... úfff ég fékk sting í mitt litla músarhjarta og finnst Silvía þónokkur hetja að geta yfirleitt flutt lagið eftir svona mikið pú!!!! Að púa er dónaskapur en Silvía er dóni sjálf svo kannski eru Grikkir og Silvía Nótt kvitt núna??
Ég verð nú samt að kalla það hræsni ef að fólk ætlar eitthvað að fara að hneykslast á þessu, hún fékk 70 þús atkvæði í forkeppninni og margir hreinlega elska hana... að snúa við henni bakinu núna er hræsni á hæsta stigi.. Íslendingar kusu hana yfir sig og fengu nákvæmlega það sem að þeir kusu!!!!

Efnisorð:

|

17.5.06

Fótbolti

Horfði á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Ég held með Barcelona í spænsku deildinni og Liverpool í þeirri ensku svo auðvitað hélt ég með Barcelona! (ég er samt alltaf dáldið svag fyrir enskum liðum og held oft með þeim en á móti Börsungum nibb... nema Liverpool hefði verið að keppa) Ég var að sjálfsögðu í skýjunum yfir úrslitunum og heldur betur ánægð með frammistöðu Henke Larsson eftir að hann kom inn á. Leikur Barcelona varð allt annar eftir innkomu Svíans :) Ég verð nú að segja að ég vorkenndi Arsenal pinku, fannst þeir betri mestallan leikinn en það var á síðustu 25 mínútunum sem að úrslitin réðust. Aldrei spurning hver myndi sigra eftir að Barcelona jafnaði. Ég hefði nú ekki haft á móti því að vera í Barcelona akkúrat núna en ég efast ekki um að það eymi enn eftir af gleðinni þegar að ég djamma í Barcelona..... :o)

Efnisorð:

|

American idol

Ég veit að ég er pínu sein með þetta en ég er hætt að horfa á American Idol!
Sá eini sem að hefur eitthvað starkvoletí datt út í síðasta þætti!!! En það er Chris..... hann er með svo magnaða rödd, svo er hann sexy og ég hélt geðveikt með honum !!!
Katherine Mcphee er því sú eina sem að ég væri sátt með að ynni þetta víst að svona er farið og ég held með henni núna en ég sver ég nenni varla að horfa á þetta. Elliot og Taylor grámann eru alveg vonlausir... ég trúi ekki að ameríska þjóðin hafi gert mér þetta... en hún kaus víst Bush líka svo það er greinilega ekki á hana treystandi!

Efnisorð:

|

Bíó

Hef farið 2svar í bíó undanfarið og sá Inside man og Running scared

Inside man var verri en ég hélt en ég bjóst reyndar við töluverðu.
Hins vegar var Running scared betri en ég bjóst við... já svona er þetta!

Inside man er svona "plott"mynd og byrjar mjög vel en rennur dálítið út í sandinn. Hún skartar stjörnum á borð við Denzel Washington, Clive Owen og Jodie Foster að ógleymdum Willem Dafoe. Allir sýndu svona la la leik, ekkert slæman en ekkert frábæran enda bauð handritið svo sem ekki upp á það. Var samt ekki alveg að fatta hvað Jodie Foster var að gera þarna í þessu minihlutverki?

Running scared er hasarmynd, gerist á einum degi þar sem að allir eru á harðarhlaupum! Hún er dimm og drungaleg og að mínu mati þóttist hún ekkert vera neitt meira en hún var. Eitt atriði í myndinni er ógleymanlegt sökum klígju og viðbjóðs og var eitthvað þvílíkt út úr kú þarna í myndinni.... get eiginlega ekki gleymt þessu atriði úff..
en vá hvað Paul Walker er sætur...

Inside man ** 1/2 (næstum ***)
Running scared ** (næstum ** 1/2) já verð ég ekki að gefa henni **1/2 bara út af Paul Walker

|

16.5.06

Sumarbústaðarferð

Við skelltum okkur nokkur upp í bústað sl. helgi þ.e. frá fös-laug. Vá hvað það var gaman!

Það besta:
-geggjaður grillmatur
-stelpurnar þurftu ekki að vaska upp
-vel stjórnaður drykkjuleikur!
-ég fékk að gefa 10

Það versta:
-þegar að ég tók í vörina
-þegar að ég tók í vörina
-þegar að ég tók í vörina

Það fyndnasta:
-þegar að stelpurnar duttu á rassinn
-þegar að Ömmi ákvað að gerast hommapönkari

Það vitlausasta:
-þegar að Ömmi pantaði meiri bjór og borgaði fyrir það 15.000 kr!!! :)
-þegar að Krummi gaf okkur stelpunum í vörina!!! ;)

Dúlla helgarinnar: Eva "franska og spænska eru soldið lík mál ég veit það af því að ég kann soldið í þýsku"
Uppvaskari helgarinnar: Ögmundur
Kokteilblandari helgarinnar: Silja
Kamerumaður helgarinnar: Krummi

Allir hinir fá fálkaorðuna fyrir að vera stuðboltar helgarinnar!!!!!

Hér eru myndir

|

15.5.06

Frí frí frí....

Já ég er í fríi.. ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera og hef því hafið niðurtalningu vegna eftirtalinna atburða:

1 klukkustund í að sófasettið úr Casa og stólarnir frá Philippe Starck mæti á svæðið
3 dagar í forkeppni Eurovision
5 dagar í úrslitakeppni Eurovision
12 dagar í útskrift
19 dagar í Barcelona
25 dagar í HM

|

11.5.06

Sól á Bifröst og svipt titlinum

Það er fátt betra en sól og sumar á Bifröst. Þann 9. maí sl. upplifði ég yndislegan dag á Bifröst en þá brunuðum við upp eftir í sól og sumri með bros á vör og sólgleraugu. Fyrst sóttum við ritgerðirnar okkar í prentun og vorum öll þvílíkt lukkuleg með þetta alles. Þegar að við komum upp á Bifröst þá létum við mynda okkur í bak og fyrir með ritgerðirnar hehe og settumst svo á Kaffihúsið og sóluðum okkur og drukkum bjór!! Betra getur lífið ekki orðið, ég meina það. Það var algjör pottur úti og hátt upp í 30 gráður þarna á pallinum, algjört logn og útlandafílingur í manni. Nú við BS nemarnir fengum okkur svo að snæða og með því og svo var tekið þátt í spurningakeppninni Gettu Betur Bifröst. Ég og Ömmi vorum saman í liði og til að gera langa sögu stutta þá sigruðum við þá keppni og fengum bikar, hvítvín og rauðvín og lentum í þvílíkum myndatökum... algjörar hetjur!! Nema hvað 10 mínútum seinna er okkur sagt að það hafi verið jafntefli, eitthvað annað lið hefði verið með jafnmörg stig, og því þurftum við að taka þátt í bráðabana..... sem að við töpuðum!!!!!!! Þvílíkt neyðarlegt dæmi.... við svipt titlinum á staðnum og vínið hrifsað af okkur. Mér leið eins og Ben Johnson (eða samt ekki alveg af því að hann var náttla á lyfjum, ég var bara á áfengi sem að var löglegt í þessari keppni) allavega það voru rislágir Bs-ingar sem að komu inn í Kringlu með "uppbótarverðlaun" og 2. sætið! Það man enginn eftir þeim sem að lenda í 2. sæti (nema kannski eftir Selmu Björns) Þvílíkt NEYÐARLEGT sem að þetta var.... *ræsk*
Nóttin var nú samt ung svo ég sturtaði bara meira í mig en vanalega og dansaði fram á rauða nótt... á leiðinni heim voru svo göngin lokuð svo Hvalfjörðurinn var eina leiðin heim... Ég sofnaði því í aftursætinu þar sem að við brunuðum í bæinn með fjallshlíðina til vinstri og spegilsléttan fjörðin til hægri (og ég með 2 föngulega karlmenn í framsætunum)..... gerist vart betra :)
Hér eru myndir frá því þegar að ég var svipt titlunum!!!!!

|

8.5.06

BS ritgerð mín er tilbúin til prentunar.......... ég trúi ekki að það sé komið að skilum, það er varla að ég geti látið hana frá mér svo samrýmdar höfum við verið undanfarinn mánuð og rúmlega það. Ég þakka henni bara samfylgdina og kveð hana með söknuði.
Bæ bæ
þín Maj Britt almost BS í viðskiptalögfræði

|

6.5.06

Uppistand

Þessa dagana eru hlátursdagar í Borgarleikhúsinu. Við Tótla skelltum okkur því á uppistand í gærkvöldi. Uppistandarnir voru Björk Jakobs, Steinn Ármann, Gulla og Þorsteinn Guðmunds. Í stuttu máli sagt þá var alveg rosalega gaman og eins og gefur að skilja drepfyndið. Ég hló svo mikið af Þorsteini Guðm. að tárin láku niður kinnarnar og maskarinn með þeim... úff ég var svört niðrá bringu :) nú svo reif ég sokkabuxurnar mínar því að ég hló svo mikið.... verð að senda Steina reikning fyrir þeim... úff hann átti kvöldið, salurinn lá og enginn nema hann hefur látið dömuna mig líta út eins og krakkhóru. Annars voru þau öll fín, merkilegt samt að allir þurftu að detta í kynlífsbrandarana nema Þorsteinn. Hann talaði bara um vísindamenn og "mikla" hvell ... þróunarkenninguna og fleira í þeim dúr...... hryllilega fyndið! Held að við Tótla skellum okkur bara aftur næsta fimmtudag en þá er klæðskiptingakvöld þ.e. karlleikarar klæddir kvenmannsfötum lesa upp úr píkusögum!??!!

|

4.5.06

Útskrift

Já ég hugsa óneitanlega dálítið mikið um 27. maí en þá útskrifast ég. Bs-ritgerðin er næstum tilbúin og ég er svona að verða þokkalega ánægð með hana. Leiðbeinandinn minn hann Sigurður Arnalds sendi mér hana til baka úr yfirlestri í vikunni og var mjög sáttur. Núna er ég sem sagt bara í "heimildarvinnufínpússi" og að klára niðurstöður. Niðurstöðurnar mínar eru spennandi að mér finnst þar sem að ég gagnrýni stjórnvöld og dreifiveitur raforku hérlendis töluvert.
Nú ég hef ákveðið að halda STÓRU veisluna þegar að ég útskrifast með masterspróf í jan 2008 svo takið þann mánuð frá hehe... Útskriftardagurinn minn núna verður með aðeins öðruvísi sniði en ég hafði gert mér í hugarlund en ég ætla að bjóða nokkrum útvöldum c.a. 10 manns í dinner (humar, nautalundir, frönsk súkkkulaðikaka) og svo nokkrum stelpum og strákum í "hvítvíns-bjór-G&T" partý eftir á! Ég mun væntanlega festa kaup á mínu fyrsta listaverki úr galleríi eftir útskrift þar sem að allir fjölskyldumeðlimir ætla að gefa mér upp í eitt slíkt! Ég á reyndar tvennar ljósmyndir e. Siggu Dóru og eitt málverk e. Ólöfu Erlu og svo nokkrar smámyndir.... já maður verður að byrja að safna í nýju íbúðina sem að ég ætla mér að festa kaup á bráðum. En þetta er orðinn leiðinlegur pistill... hvað segiði gott annars? Slúðriði einhverju í mig... hey og smá gáta í endann... eftir hvern er myndin hérna til vinstri???? (vegleg verðlaun í boði)

|

2.5.06

Tímamót!
Ég hef nú lokið síðasta prófi mínu í BS-náminu..... og ég er ekki fallin :)

|

1.5.06

1. maí

Í dag er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins og auðvitað var rigning. Veðrið hefur þó oft verið verra á þessum baráttudegi launamanna og virðist sem að það sé pjúra áskrift á vont veður á þessum degi og já eiginlega alla daga sem að krefjast skrúð/kröfuganga! Ég fór ekki í kröfugöngu. Sat heima og lærði fyrir próf í International commercial law sem að er án efa einn leiðinlegasti kúrs sem að ég hef farið í. Ég kemst ekkert áfram og man ekki neitt.... hefði betur skellt mér niður Laugaveginn með hnefann á lofti. Sá eina í sjónvarpinu með skilti sem að á stóð " gefum konum kvensæmandi laun"!!!!!! ég hefði verið góð með það skilti. Samt sýnist mér svona þegar að ég horfi á gönguna í sjónvarpinu að fáir hafi séð sér fært að mæta... sem er dáldið leiðinlegt. Fólk virðist vera á báðum áttum með opnun vinnumarkaðarins en ég segi að við þurfum ekki að hafa neinar einustu áhyggjur. Hvers vegna ekki að bjóða útlendinga velkomna hingað? Ég get ekki séð að þeir hafi flykkst hingað í hrönnum hingað til. Bara betra að fá fjölbreytni í þetta. Við þurfum bara að vera vakandi fyrir því að þessir útlensku starfsmenn verði ekki hlunnfarnir og fái sömu laun og Íslendingar.

_____________________________________________

Og að allt öðru... það kviknaði í heima hjá mér í dag!!!! Varð stórtjón og aska og sót út um allt. Það gleymdist að slökkva á kerti sem að staðsett var í glugga og eldurinn náði að læsa sig í eldhúsgardínuna. Mikil mildi að ég sé með svona sterkt lyktarskyn en ég fann skuggalega lykt þar sem að ég sat við tölvuna og reyndi að muna eitthvað um Vínarsamninginn.... ég hljóp svo niður og við pabbi börðumst við eldinn.. já ég er ekki að djóka... börðumst við hann! Hann efldist til muna þegar að við reyndum að hella vatni á hann... okkur tókst ekki að slökkva hann fyrr en ég bleytti stórt handklæði og lagði yfir hann! Úff... þetta setti strik í lærdóminn og ég hef verið utan við mig... en gott að ekki fór verr...
jæja aftur í leiðindin.... *andvarp*

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com