VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.8.06

Ast i Køben

Thad er rigning en okkur er alveg sama.
Kaupum okkur regnhlif og leidumst undir henni.
Gøngum nidur Strikid og setjumst inna kaffihus i Nyhavn.
Hlyjum okkur med capuccino.
Blautir kossar og blautir fætur.
Vætum kverkarnar med godu hvitvini.
Indverskur ilmur og danskar pulsur.
Alvøru sukkuladi.
Ast i Køben.

Efnisorð:

|

22.8.06


Nýr bloggari

Jæja, undur og stórmerki..... nýr bloggari hefur bæst í hópinn. Það er hún Katrín systir, Kata skvís, en hún bloggar hér. Endilega verið dugleg að kíkja við hjá stelpunni, hún getur verið obbosslega snjöll :) Hvet ykkur að fylgjast með henni.....

Efnisorð:

|



Hörð samkeppni

Það fyrsta sem að ég gerði þegar að ég kom til Reykjavíkur í gær var að heimsækja draumaprinsinn....... nafnið hans byrjar sko á E ;)
Ég var dauðhrædd um að hann myndi ekki þekkja mig aftur eftir langa fjarveru og svo hef ég frétt af mjög harðri samkeppni yngri meyja!! Já, svo virðist sem að Viktoría Arna og Snæfríður eigi alla hans athygli þessa dagana.(sjá myndir að ofan) Það er því ekki að undra að ég hafi verið stressuð þegar að ég kíkti í heimsókn til hans í gær. En viti menn, einhver var obbosslega hamingjusamur að sjá frænku sína og knúsaði hana og kyssti, sýndi listir sínar (klappaði, sýndi hvað hann er stór, skreið upp stiga, henti kubbum oní kassa og sturtaði svo úr kassanum) og babblaði hátt og mikið.
Já, ég er ekki frá því að betri eintök karlmanna landsins eigi upphafsstafinn E ;)

Efnisorð:

|

21.8.06

Sumarlotunni lokið

Jæja, þá er þessari strembnu sumrönn að ljúka. Tók síðasta prófið mitt í morgun og ég er alls ekki að djóka þegar að ég FULLYRÐI að ég hef aldrei lesið svona mikið á svona stuttum tíma! Nú eru bara ein verkefnaskil á morgun og svo eintóm hamingja. Næsta vika er uppfull af stefnumótum við hina og þessa, bæði vini og vandamenn..... og svo er það bara útlönd á mánudaginn...
En hugsið ykkur ég hef lokið 7,5 einingum af mastersnáminu mínu!!!!

Efnisorð:

|

19.8.06

Leiðindi

Ein ég sit og sauma
inn´í litlu húsi
enginn kemur að sjá mig
nema litla músin

það er sól úti
ég sit inni við skrifborð
les um valdþurrð
það er menningarnótt
getiði ímyndað ykkur meiri bömmer.....

jæja ætla að fara að brynna músum... sniff sniff...

Myndir frá ágúst eru hér

Efnisorð:

|

17.8.06

Pósturinn

Ég ákvað að hvíla mig aðeins á skólabókunum og tók mér Póstinn í hönd. Pósturinn kemur sko út á fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili á Vesturlandi.

Fyrst rak ég augun í eftirfarandi smáauglýsingar:

-Haglabyssa. Til sölu Gazella hálfsjálfvirk haglabyssa. 5 skota. 3 þrengingar, lítið notuð og vel með farin. Fæst á góðu verði. (ok hjálp)

-Til sölu blár, kringlóttur IKEA-stóll úr plasti sem hægt er að setja ljós inní. Verð kr. 500. (ok hjálp)

-Til sölu Nissan Almera, árg. 1998, beinskiptur, ekinn 124.000 km, álfelgur. Gullfallegur bíll. Skipti á ódýrari bíl/fjórhjóli. (Ég á sjálf svona bíl, meira að segja yngra módel. Gullfallegur... ekki sjéns.. og skipti í ódýrari... það verður þá að vera hjól)

Nú þegar að ég hafði rennt yfir smáauglýsingarnar þá ákvað ég að kíkja hvað væri nú svona helst á döfunni. Nú ég sá að það verður:

-Æðruleysismessa á sunnudaginn

-Bændamarkaður á laugardaginn en á honum má finna sauðaosta, hvannamarmelaði, hákarl og margt annað góðgæti.

-Markaðsdagur á Skaganum en þar er hægt að kíkja á varning hjá tjaldverjum og hlusta á harmonikutónlist.

-Nú Gáma er opin lengur á mánudögum

-Reiðnámskeið í Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi

Svo var ábending til þeirra sem að vita mögulega eitthvað um fíkniefni þ.e. meðferð og sölu að hafa samband og koma ábendingum í talhólf Lögreglunnar á Akranesi 871 9550.

Já það er gott á búa á Vesturlandi.

|

16.8.06





Smá fréttir af Eiríki Tuma

Til þess að gera langa sögu stutta þá er kappinn farinn að skríða, borða mannamat og skila honum af sér á "réttan" stað! Nú svo virðist hann frekar horfa á sjónvarpið en lesa blaðið meðan hann teflir við páfann en það er nú bara af því að hann étur blaðið annars.

Efnisorð:

|

14.8.06

Gleðifréttir

Mér gekk ágætlega í munnlega prófinu mínu í morgun. Ég fékk ekki það efni sem að ég er best að mér í en heldur ekki það versta svo ég er sæmilega sátt. Er ennþá að bíða eftir munnlega prófinu þar sem að ég fæ akkúrat MÍNA spurningu og get í kjölfarið sýnt snilligáfu mína :)

Annars er það nú helst í fréttum að ég er á leið í vikuferð til útlanda með mínum ektamanni. Við byrjum á því að fljúga til Köben þar sem að stefnan er tekin á góða veitingastaði, myndatökur hjá litlu hafmeyjunni (hef oft komið til Köben en aldrei séð hana), tívolíið og Strikið. Annars bara almennt tjill og yndislegheit. Þann 31. ágúst munum við svo fljúga til Genf þar sem að Einar verður að vinna næstu 6 mánuði. Mér finnst frábært að geta fylgt honum svona út og séð íbúðina sem að hann fær. Svo hef ég líka aldrei komið til Sviss og ligg núna yfir túristasíðum um Genf, hvað sé markvert þar að sjá. Svo ef að þið hafið komið til Genf þá bendið mér endilega á eitthvað sniðugt og einnig ef að þið getið mælt með veitingastöðum í Köben.

Efnisorð:

|

13.8.06


Amma og Geir Haarde

Þarna eru amma mín og Geir Haarde að handsala sölu á hluta af bíblíusafni afa míns en ríkið gaf Hólakirkju það í tilefni af 900 ára afmæli Hólastóls. Amma sagði að Geir hefði kysst sig bak og fyrir (ohooo hann er svo mikill sjarmöööör) og verið hið mesta ljúfmenni.
Ég ætlaði mér að vera við athöfnina í dag en þurfti að cancela vegna lesturs...

Efnisorð:

|

Próflestur, stelpukvöld og aftur próflestur

Ég leit upp úr bókunum á föstudagskvöldið síðasta. Tinna, Diljá og Tótla kíktu uppeftir til mín, hingað á Bifröstina, og við snæddum saman, kjöftuðum og höfðum það huggó. Diljá sýndi listræna takta í myndatökum.....Svo gistu þær allar hérna, þrjár í rúminu og ein á gólfinu. Það var ekki að spyrja að því.. við fórum í rosa koddaslag svo fjaðrirnar þyrluðust um herbergið og hoppuðum í rúminu þangað til að gormarnir skutust upp úr dýnunum!!
Annars er ekkert að frétta. Bara lestur og aftur lestur. Fer í munnlegt próf fyrir hádegi á morgun og svo byrjar nýr kúrs e. hádegi en það mun vera Stjórnsýsluréttur. Klára svo mánudaginn eftir viku þ.e. 21. ágúst. Það verður ljúft ;)

Efnisorð:

|

12.8.06

Sinfó og Bó

„Ég ætlaði að gera þetta fyrir tíu árum og í rauninni á undan öllum öðrum sem hafa gert þetta undanfarið," segir Björgvin um tónleikana. Hann segist þekkja fólkið í Sinfóníuhljómsveitinni mjög vel enda hefur hann komið víða við á löngum ferli sem tónlistarmaður, upptökustjóri og framleiðandi.

„Ég er væntanlega búinn að vera nógu lengi í bransanum til að vera búinn að vinna fyrir þessu," bætir hann við.

Nei, bara ítreka það.. hann er sko ekkert að herma!!!! plíhíís... (eins og Sigrún myndi segja)

Efnisorð:

|

11.8.06


Mig langar, mig langar, mig langar..... ooohooo já mig langar....

Efnisorð:

|

10.8.06

Einn af mínum bestu vinum, hann Ögmundur Hrafn Magnússon, á afmæli í dag. Ég kynntist honum fyrir 3 árum þegar að við hófum bæði nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Við sátum í stjórn Skólafélagsins saman og fórum svo í skiptinám til Luneburgar á sama tíma. Núna erum við í sama mastersnáminu svo ég er víst "stuck with him" í a.m.k. ár í viðbót. Ömmi er mjög góðhjartaður ungur drengur sem vill allt hið besta fyrir vini sína. Hann er líka mjög rómantískur og hefur unnusta hans, hún Íris, ekki farið varhluta af því. Í dag er hann 24 ára gamall en stundum held ég að hann sé 18 ára....... get sagt ykkur margar sögur af strákapörum hans he he he... en ég var víst búin að lofa að halda þeim svæsnustu fyrir mig. Ég hef farið með honum til Amsterdam (nokkrar sögur þar!!) og Rómar (þar sem að hann var gædinn minn ;), hann tekur í vörina (oj vond lykt) og rekur sitt eigið fyrirtæki! Mér finnst ég rosalega heppin að hafa kynnst honum og er stolt af því að eiga hann að sem vin. Innilega til hamingju með afmælið Ömmi minn... og bara svo að þú vitir það, þá hef ég aldrei hitt ömmu hans Bjarka!!!

Efnisorð:

|



Vonandi verð ég hér í maí/júní á næsta ári.... það væri draumur í dós. Fyrir þá sem að ekki kveikja þá er þetta hin týnda borg Inkanna, Machu Picchu, í Perú. Mig langar svo til S-Ameríku á næsta ári :).....

En að öðru. Magni stóð sig frábærlega í Rock Star Supernova... fannst ykkur ekki? Sexurnar tóku sér smá lestrarpásu og horfðu á þetta allt saman. Urðum voða stolt þegar að M fékk að syngja aftur. Maður er nú meiri Íslendingurinn, görguðum öll þegar að hann var kallaður upp, já þetta var eins og þegar að Ísland fær 12 stig í Eurovision he he he....

Og að enn öðru.. Liverpool vann í gær 2-1... ágætis byrjun ... sem að minnir mig á það að sem betur fer keyrðum við ekki í Ásbyrgi sl. föstudag. Ég var ekki búin í munnlega prófinu fyrr en hálf sex sem þýddi mætingu í Ásbyrgi um miðnætti, 40 mín ganga á tónleikastaðinn = ALLT BÚIÐ!!!! Ég eyddi því helginni í lestur, samviskusemin uppmáluð. Tók mér reyndar pásu og grillaði í Borgarnesi, ljúft :o)

Efnisorð:

|

9.8.06

Svoldið skrýtið þetta líf

Einn daginn er maður voðalega spenntur að komast í skólann og fara að gera eitthvað af viti og svo hinn daginn er maður kvartandi og kveinandi yfir ofmiklum lærdóm! Nú þrái ég fríiið sem að ég var í fyrr í sumar en var komin með hundleið á.

Einn daginn er ekkert mál að fara að sofa einn og svo hinn daginn getur maður ekki fyrir sitt litla líf skilið hvernig manni kom yfirleitt dúr á auga (segir maður það?) svona einum?!

Einn daginn er Magni voðalega leim og svo hinn daginn aðaltöffarinn!!!!

En það er eitt sem að breytist aldrei: Djöfull er eignarréttur leiðinlegur :(

Efnisorð: ,

|

6.8.06

Þetta finnst mér geggjaðslega flott og þrátt fyrir eina minniháttar feilnótu þá fæ ég gæsahúð og fiðring í magann þegar að ég hlusta á þetta!

Efnisorð:

|

4.8.06

Skólalíf

Fyrir hádegi : Greining á máli C-112/00 Schmidberger v Austurríki
Eftir hádegi: Munnlegt próf
Verslunarmannahelgi: Lærdómur

sem betur fer bý ég með skemmtilegum stelpum og á góðan kærasta því annars væri ég nú þegar búin að gefa upp öndina. Var alvarlega að spá í að keyra í Ásbyrgi og til baka til þess að sjá Sigurrós. Lagði svo ekki í það tímans vegna. Á líklega eftir að sjá eftir því en það kemur dagur eftir þennan dag.
En mig langar að óska öllum vinum mínum góðrar skemmtunar um helgina og í guðanna bænum viljiði aka varlega!!!

Efnisorð:

|

2.8.06

Fótbolti

Ég fór í fótbolta í fyrradag! Ég hef ekki spilað fótbolta síðan sumarið´86 en það sumar keypt ég mér appelsínugula peysu sem á stóð "Mexico 1986" og sýndi snilli mína í líki Maradonna. Í fyrradag sýndi ég enga snilldartakta... aðeins tuddatakta... hékk aftan í stórum karlmönnum, kleip í þeirra allra heilagasta, hrinti stelpum og kleip í brjóstin þeirra. Þessi taktík (og snilli annarra leikmanna) varð til þess að mitt lið vann og ég skoraði meira að segja mark!
Í morgun vaknaði ég með harðsperrur... og held að ég sé með íþróttameiðsl á einni tá!!

Efnisorð:

|

1.8.06

Júlímyndir eru hér

Efnisorð:

|

Ég mætti litlum strák á hlaupahjóli fyrir utan kaupfélagið

Hann: Af hverju ertu svona lítil?
Ég: Ha.. hmmm af því að ég stækkaði bara ekkert meira...
Hann: af hverju?
Ég: hmm ég veit það ekki.. en ég er samt stærri en þú :)
Hann: já ég veit
Umhugsun
Hann: Ertu samt fullorðin?
Ég: Já
Hann: já ok.. frekar vonsvikinn
Umhugsun
Hann: Er mamma þín líka að vinna á skrifstofunni?
Ég: nei, ég er nemandi í skólanum
Hann: já..... voðalega hugsandi á svipinn
Hann: ég er sko 4 ára en þú??
Ég: 31 árs
Hann: Hvernig veistu þetta allt!!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com